Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Page 25

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Page 25
Nýtt S. O. S. 25 Árekstur á Atlantshafi Það var niðadimm þoka, þegar e. s. Re- public lagði af stað frá New York 22. jan. 1909. Ferðinni var lieitið til Gíbraltar og Miðjarðarhafsins. Skipið var 15000 rúm- lestir að stærð, og voru með því að þessu sinni 440 farþegar. í loftskeytaklefanum vann loftskeyta- maðurinn, Jack Binns, langt fram yfir miðnætti sleitulaust að því að senda hin venjulegu kveðju- og heillaóskaskeyti fyrir farþegana. Að því loknu lagðist hann til hvíldar. Hann var eini loftskeytamaður- inn um borð og varð að vera við því bú- inn að fara snemma á fætur morguninn eftir. í samtali, sem síðar fór fram í skrifstofu hans í New York, skýrir hann svo frá, að laust fyrir klukkan 6 hafi hann vaknað við það, að hin reglubundnu þokumerki skips- ins, sem gefin voru með eimpípu þess, tóku skyndilega að aukast. Þeirri hugsun skaut upp í huga hans með leifturhraða, að ef til vill væri í nánd við þá annað skip, er hætta kynni að stafa af vegna á- rekstrar. Skyndilega kvað við ægilegur brestur. Binns þaut í dauðans ofboði fram úr rúm- inu og inn í loftskeytaklefann, sem áfast- ur var við herbergið. Og það, sem þar bátar eru í daglegu tali kallaðir tollskút- ur, eftir fyrstu tollgæzluskipunum, sem hófu gæzlustörf úti fyrir ströndum Banda- ríkjanna að frumkvæði Alexanders Ham- ilton. ENDIR. blasti við honum, var allt annað en glæsi- legt. Stjórnborðsveggur klefans var tætt- ur í sundur, og þakið hékk yfir höfði hans eins og geigvænlegur hellisskúti. Hér Iiafði verið skammt milli heims og heljar. Egghvasst framstefnið á eimskipinu Florida — en það var skipið, sem siglt hafði á REPUBLIC — hafði brotið inn herberg- isvegginn aðeins nokkrum fetum frá svefn stað hans. Úti í þokunni blasti við hrikalegt fer- líki upp úr sjónum. Fyrst í stað hélt Binns því, að um strand væri að ræða, en ekki árekstur við annað skip. Til allrar hamingju hafði loftskeytatæk- in ekki sakað. Straumurinn var órofinn frá ljósavélum skipsins, og áhöldin unnu eðlilega, jafnskjótt og hann setti þau af stað. En um leið og fyrstu hljómarnir, grófir og snarkandi, sveifluðust út í ljós- vakann frá sendistöðinni, þvarr raforkan frá ljósvélunum, og tækin stöðvuðust. Sjór- inn var þegar orðinn svo mikill í vélarúm- inu, að vélarnar stöðvuðust og fóru ekki í gang framar. Vélstjóranum tókst á síðustu stundu að skara eldana undan kötlunum og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr eimþrýstingnum, svo að síður yrði hætt við sprengingu. Eftir að ljósvélar stöðvuðust voru það rafgeymar varatækjanna, sem nota varð sem orkugjafa, en við það dró úr afli stöðvarinnar að verulegum mun. Það var helkalt í klefanum. Önnur hlið hans var þannig útleikin eftir áreksturinn, að ekkert skjól var að henni framar, og

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.