Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Blaðsíða 19
Andlit fyrsta stýrimanns varð náfölt. Nokkra stnnd horfði hann þegj- andi á skipstjórann, þá snérist hann á hæli og skundaði út úr íbúðinni. Tónar danshljómsveitarinnar heyrðust vel, er hann opnaði dyrnar. Hurð- in féll harkalega að stöfum á eftir honum. MILJÓNERINN í LÍKKISTUNNI. Wilmott skipstjóri var inni í þröngum kortaklefanum, sem var bak við rúmgott stýrishúsið. Hann hélt á mælistiku í hendinni. Hann virtist nokkuð annars hugar, því stundum stakk hann smágöt á sjókortið með hvössum oddi mælistikunnar. „Eg hef hingað til ekki haft á móti fyrirætluunum yðar, hetra pró- fessor," sagði hann og leit á þennan litla svartklædda rnann, sem liafði kynnt sig fyrir skipstjóranum sem Mahony prófessor. „Hinsvegar get ég ekki fallist á, að veita yður upplýsingar um hluti, sem einvörðungu snerta skipstjórnina og skipafélagið, sem ég vinn hjá.“ „Eg þarf heldur ekki upplýsinga yðar við um þá hluti, skipstjóri. í kstunni er lík Mr. Gouldenfields, sem lézt fyrir skömmu í Havanna. Það er ekki til sá maður í Havanna, sem ekki veit um eiganda Rosy-gim- steinanna, sem enn sem komið er hafa einungis fært eigendum sínum óhamingju! Eg veit, að gimsteinninn er hérna um borð! Fínslípaður kristalsflöturinn getur sagt raunasögu, það er saga um mörg tár. Böl- bænir fylgja hinum látna og mikið ólán mun af steininum hljótast.“ Wilmott reis á fætur og stóð andspænis þessum lágvaxna manni, sem enn hélt á regnhlífinni sinni. „Hvað óskið þér eiginlega, að ég geri, herra prófessor? Eg er litlu nær um erindi yðar.“ „Eg fer fram á, að þér leyfið mér að biðjast fyrir við líkbörur Gould- fields. Og það eins fljótt og við verður komið. Eg hef í mér kraft til þess að létta af honum fargi þeina bölbæna og haturs, sem fylgja honum annars út yfir gröf og dauða. Eg sárbið yður í nafni allra farþeganna.“ Wilmott skipstjóri hristi höfuðið. „Tími minn er of dýrmætur til þess, að ég geti varið honum til þess að hlusta á þetta og annað eins.“ „Þér munið iðrast þess að veita mér ekki þetta leyfi, herra skipstjóri. já, þér iðrist þess áreiðanlega, Wilmott skipstjóri. En ég mun koma aftur. Verið þér sælir.1' Nýtt S O S 19

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.