Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Side 20

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Side 20
Er maðurinn var farinn gerði skipstjóri II. birgðaverði orð að finna sig- „Eg hef breytt ákvörðun rninni varðandi Rosy-gimsteininn, Mr. Morr- is. Komið hingað til mín með hann. Eg ætla að læsa hann inni í minni eigin geymslu.“ „Er brynvarið geymsluhólf mitt ekki öruggara?" Wilmott skipstjóri svaraði engu þessari athugasemd. „Allt í lagi, skipstjóri!“ Morris hneigði sig. „Eg kem aftur að tíu mínútum liðnum.“ Chepstew, fjórði vélstjóri, horfði forvitnisaugum af efri hluta véla- rúmsins til íþróttaþilfarsins. Mabel Davis var rétt í þessu að stinga sér af efsta þilfarinu niður í sundlaugina. Það hvítmataði í augu hans í olíumettuðu andlitinu. Chepsterv hélt sér með báðum höndum í hand- riðið. Heitt loftið streymdi upp, en hafgolan blés því á brott, er upp var komið. Nú kom höfuð sundkonunnar í ljós undan yfirborðinu. Chepstew sá, að Banbury beygði sig fram yfir laugarbarminn, sem var alsettur grænum flísum, og dró rennvota stúlkuna inn á þilfarið með sterkum höndum sínum. Chepstew giotti háðslega. Þá sleppti vélstjórinn taki á handriðinu og fór niður í molluheitt vélarýmið. Það var annar heimur þarna niðri en úti á breiðum þilförunum, þar sem léttklæddar meyjar undu löngum, eða á íþróttasvæðinu með sund- lauginni og mislitum sólhlífum, þar sem karlar og konur sátu í þægileg- um körfustólum og létu færa sér kampavín eða hvítan bordeaux með humarsneiðum. Á efri vistarverum skipsins skorti ekkert á hvern þann íburð, sem færustu sérfræðingar í byggingarlist gátu upphugsað. En niðri var hinn heiti heimur, kæfandi hiti með allskonar leiðslum og rörum, járni og stáli. Risatúrbínur Morro Castle knúðu skipið um heimshöfin með hraða járnbrautarlestarinnar. Þegar Chepstew var kominn niður á miðpallinn, kallaði einn vélstjór- inn til hans æstur mjög og patandi. „Það er biluð smurolíuleiðsla!" hrópaði maðurinn. „Við verðum að taka leiðsluna í sundur og gera við bilunina!" Chepstew benti á olíutauma, sem láku niður með skilrúminu. „Þeg- ar ég gekk hérna framhjá áðan, voru hér engir olíublettir!" hrópaði hann. 20 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.