Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 26

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 26
bók Morro Castle. „Sigldum fram hjá Bamegattvita klukkan 1,35. Fjar- lægð 3 sjómílur." „Stefna ein gráða á Ambrosevital" skipaði Hackney. „Ein gráða á Ambrosevita," endurtók maðurinn við stýrið. Það var rigning og kalt í veðri, austanvindurinn blés með tuttugu mílna hraða og það var úfinn sjór. Um klukkan hálf þrjú kom fyrsti stýrimaður upp á stjórnpallinn. Hann hafði þá sofið um eina klukkustund. „Er nokkuð að?" „Ekki umtalsvert, Sir. Nokkrir farþegar eru ekki hættir enn og fara með söng um þilförin.“ „Fjandinn ætti að hirða þál" urraði Warms. „Hvenær versnaði veðrið?“ „Skömmu eftir miðnætti." „Hefur nokkuð nýtt skeð í vélinni?" „Tveir katlar bilaðir í viðbót," sagði Hackney. „Viðgerð á að vera lokið klukkan 3. Abott hefur kallað út vélamenn af frívaktinni. Hann sagði, að þetta myndi komast í lag.“ „Er Abott líka niðri?“ „Ó nei, hann er fyrir löngu farinn í káetu sína." Skipið hjó meira og meira, fyrstu brotsjóirnir fóru að segja til sín. Vaxandi stormurinn söng í reiða skipsins. En nú var ákvörðunarstaður- inn óðfluga að nálgast. Niðri í ketilrúminu loguðu björt vinnuljós. Enn var unniS að við- gerð á kötlunum tveim. „Helvítis svínarí!" sagði Swift, kyndarinn. sem var að fást við að láta lokið á aftur. Viðgerðinni er að heita má lokið. Klukkuna vantaði fimrn mínútur í þrjú. „Á morgun fer ég af skipinu. Morro Castle getur þá siglt án mín!“ „Ekki á skipið sök á þessu,“ sagði einn kyndaranna. „Skipið, vinur sæll. Það er hlaðið illvilja og undirferli," svaraði Swift. „Hver plata, hver hnoðnagli situr um að drepa þig." „Haldið áfram að vinna, svo þið verðið einhverntíma búnir og kjaftið minna," sagði Chepstew. „Ef við verðum ekki búnir um klukkan þrjú, höfum við varla klukkustupnd í kojunni. Eg fer nú. Þið ljúkið við þetta. Nú er víst varla hægt að segja góða nótt!“ „Heyrðu, maður, hefur þú séð þá svörtu með rauðu skóna?" spurði Swift félaga sinn, þegar Chepstew var farinn. „Þá svörtu með rauðu skóna?“ Maðurinn glotti. „Auðvitað hef ég séð 2Ö Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.