Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 27

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 27
hana. Þeir kalla hana Mabel. En okkur þýðir ekki að líta í þá átt, það get ég sagt þér. Það komst ég einu sinni að raun um í Frisco . . .“ En þeir vissu aldrei hvað Jim hafði upplifað í Frisco. Vélsíminn hringdi harkalega. Menn litu hver á annan. Hvað átti þetta að þýða úti á rúmsjó og engin þoka. „Athygli! Eldur í skipinu!" Nú var ekki urn að villast, að annaðhvort mundi koma merki um „hæga ferð" eða „stop '. En vísirinn nam staðar á „fulla ferð áfram". Morro Castle sigldi með fullri ferð áfram. Warms stóð í brúnni og greip vélsímastöngina. Hansen þriðji stýrimaður var bakborðsmegin í brúnni, en Hackney s tj órnborðsmegin. „Reykur kemur út um loftrásir!" tilkynnti háseti á þilfarsvakt. „Eldurinn hlýtur að vera í lestinni“, sagði Hackney. „Útilokað!" svaraði Warms. „Það eru engin eldfim efni í farminum. Húðir, ávextir og vélahlutir. Hvað ætti að geta brunnið af þessu?“ „Hafið þér engar fyrirskipanir handa mér?“ spurði Hansen. Warms gekk fram og aftur í brúnni. Svo hristi hann höfuðið. „Nei, við reynum að halda áfram til New York með eins miklum hraða og mögulegt er. Þetta getur ekki verið mikill eldur. Við fáurn svo hafnar- slökkvibátana í New York til að slökkva eldinn." „Hafið þér hugsað út í það, að með því stefnum við lífi farþeganna í hættu?“ Fyrsti stýrimaður svaraði þessu engu. Hann starði bara fram fyrir sig. Loks sagði hann: „Eg hef hugsað um það. Látið þér taka stefnu nærri landinu.“ í þessum svifum kom Campell þjónn hlaupandi upp í brúna. „Það er eldur í skrifstofunni, Sir!“ Warms gekk að manninum, þreif fvrir brjóst honurn og hristi hann óvægilega. „Þér eruð bölvaður aulabárður! Eruð þér fullur? Rétt áðan var til- kynnt, að eldurinn væri í lestinni. Nú segið þér, að hann sé í skrifstof- unni! Það getur þó varla brunnið allsstaðar samtímis?“ „Þetta er eins og ég hef sagt, Sirl“ Warms opnaði tæki það, sem átti að gefa merki um reyk í skipinu. En tækið sýndi hvergi reyk. „Þar sem enginn reykur er, brennur ekki heldur!" Nýtt S O S 27

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.