Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 28

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 28
í þessum svifum hringdi síminn úr vélarýminu. „Það er eldur í milliþilfari nr. 3I" Warms sló bylmingshögg á kortaborðið, svo mælistikur tókust á loft. „Ætlið þér ekki enn að láta draga úr ferðinni?" spurði Hackney. „Við förum með tuttugu mílna hraða á móti storminum! Stormurinn hlýtur að æsa upp eldinn og stórauka hann!“ „Eg þarf engar ráðleggingar!" svaraði fyrsti stýrimaður. „Við höldum þessum hraða. Hringið á Abott." Harkney beygði sig yfir símann. „Yfirvélstjórinn er ekki í vélarúminu," sagði hann eftir stundarkorn. „Skipið svo fyrir, að allar slöngur skuli hafðar tilbúnar!" kallaði Warms. „Straumur á allar dælur. Loka öllum skilrúmum!" Hackney endurtók skipunina. „Á að hafa bátana tilbúna, Sir?“ „Nei. Við höldum stefnu okkar. Eg skal koma Morro Castle til New York!" Aftur hringdi síminn: „Eldur í reyksalnum! Gólf og tréveggir brenna!" „Setjið slökkvitækin í gang!" skipaði Warms. Aftur hringdi síminn. f þetta skipti var 3. vélstjóri í símanum: „Eldur í kjölrými nr. 3!“ Hackney starði agndofa á stýrimanninn. „Eldur í kjölrými nr. 3? Vitið þér hvað það er, Sir?" Warms kinkaði bara kolli. „Auðvitað veit ég það, Hackney. íkveikja. Hvað ætti jjað annars að vera? Eg skal sjá um, að þeir hætti að stunda þá iðn’ sína!“ Hansen hafði samkvæmt skipun fs'rsta stýrimanns farið niður á B-þilfar. „Látið þegar í stað loka fyrir allan aðgang að afturskipinu!“ skipaði hann bátsmanninum. „Setjið varðmenn við stigana og látið þá hafa skammbyssur!“ Þá hélt hann inn á milliþilfarið og lét opna lestarhlerana. „Getur ein- hver hafa hent brennandi olíu gegnum loftrásina?" spurði hann báts- manninn. Hann hristi höfuðið. „Það gæti verið möguleiki á því, en hvers vegna ætti það að hafa verið gert, Mr. Hansen? Segið mér það í öllum guð- anna bænum?" Loftið á milliþilfarinu var glóandi heitt. Hansen fór niður í lestina. Reykurinn var kæfandi og rafiampinn lýsti lítið frá sér í reykjarsvælunni. 28 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.