Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 39

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Page 39
menn, sem á hættustund lögðu sig alla fram um að bjarga farþegum og skipi, en létu eigið öryggi sitja á hakanum. ENDALOKIN. í þann mund, er Alagna kom með aldraða konu í fanginu, hallaðist Morro Castle mjög á bakborða. Vindurinn feykti nú reyknqm til hliðar. Eldur og reykur hafði færzt mjög í aukana. Á þilfarinu var fjöldi fólks gripið ofsahræðslu, hræðilegri ógn og skelfingu. Stormurinn blés í elds- logana, sem teygðu sig nú þrjátíu til fjörutíu metra í loft upp. Efri þil- förin voru fallin, í stóra salnurn var fólkið enn innilokað. Alagna sá, að enn voru menn afturá skipinu, sem komust ekki að bát- unum vegna eldhafsins. Sumir voru þrjózkulegir með háðslegt bros á vörunum, aðrir afmyndaðir í framan af örvilnun. Loftið titraði af ofsa- hita, skjólborðið var farið að sveigjast af hitanum, skipssíðan var sums- staðar orðin rauðglóandi. Enn reyndu hásetar og þjónar að hjálpa farþegunum í bátana og á björgunarfleka. Sírenurnar gullu í sífellu og juku óhugnaðinn og skelf- ingu dauðans. Síðasti báturinn! Ef svo margir bátar hefðu ekki brunnið, hefði verið hægt að bjarga öllum farþegunum. Hansen tókst að setja litla skutbátinn á flot með aðstoð fjögurra háseta. Svartklæddur maður með harðan hatt á höfði, sem þó var allur beygl- aður, reyndi rétt í þessu að troða sér að bátnum. „Bara konur!“ hrópaði bátsmaðurinn. Þá hné litli svartklæddi maðurinn niður, virtist hafa fengið hjarta- slag. Hansen dró lífvana líkamann út úr þvögunni. Glitrandi steinn rann úr kreptri hendi hins látna manns og datt á þilfarið. Hansen sá hvar steinninn rúllaði eftir þilfarinu og á næsta augnabliki var hann horfinn út um austuropið (spýjurennuna). Síðasti báturinn var sjósettur. Hann var hulinn reyk og eldi. í sama bili féll afturlyftingin og menn stukku niður af brennandi þilfarinu. Loks komst báturinn frá. Hansen varð eftir og kastaði óbrunnu sund- vesti fyrir borð, sem drukknandi menn börðust ákaft um að ná. Loksins kom að því, að honum varð ekki vært lengur á brennandi skip- Nýtt S O S 39

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.