Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Side 40

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Side 40
inu. Skórnir voru brunnir, fötin rifin og kviknað í þeim. Brunablöðr- ur voru kornnar á hendur hans. Þá hljóp hann fyrir borð. Hann vissi ekki, hve lengi hann hafði verið í sjónum, unz björgunar- bátur frá „Andrea Luckenback ' tók hann upp. Báturinn var fylltur skipbrotsmönnum, sem voru hrifnir úr greipum hafsins. Þá var róið að skipinu. HVER VAR SEKUR? Á þennan veg urðu þá endalok Morro Castle. Eldurinn hafði unnið sitt eyðingarstarf í þessu giæsta skipi: á silki- klæddum veggjum viðhafnaríbúðanna, viðhafnarsölum, risatúrbínum þess, matvælageymslum, kampavínskjöllurum og svo framvegis. Eftir að vindurinn stóð á hlið skipsins hrakti það óðfluga nær strönd- inni, sem sást greinilega á bakborða í nokkurri fjarlægð og nálgaðist jafnt og þétt, svo greinilega sást hvítur sandurinn, söluskálar og bað- strandarhótelin. Eins og allir New York-búar þekkti fyrsti stýrimaður vel þessa bað- strönd. Hún heitir Asbury Park og liggur um 100 km. í suður frá New York. Þarna var fjöldi lítilla timburhúsa, stór hótel og hressingarheimili. Straumar og stormur ráku óhappaskipið hægt en öruggt nær þessari fögrtt baðströnd New York-búa. Margir baðgestanna, sem skemmtu sér þessa nótt í Asbury Park sáu eldhafið langt út við sjóndeildarhring. Eldurinn færðist nær og nær og smám saman kom skipsskrokkur í ljós, óhugnanleg sjón, er brennandi fer- líkið nálgaðist ströndina. Fólkið hljóp upp á svalir Covent Hall, sem vissu út að hafinu, og það horfði út á hafið með undrun og hryllingi. Hættumerki kallaði björgunarsveit á vettvang. Þúsundir manna hópuðust út á ströndina. Blaðadrengir, sem komu með bílum frá New York, hrópuðu ógnarfregnina meðal fólksins: „Farþegaskipið Morro Castle stendur í björtu báli og nálgast Asbury Park. Skipið er 11000 tonn og 550 manns er enn um borð. Fregnin hafði komið eins og reiðarslag yfir New York-búa. Bílar þutu eftir þjóðveginum til Asbury Park i löngum röðum. Þessi óvenjulegi stór- 40 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.