Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 41

Nýtt S.O.S. - 01.07.1960, Qupperneq 41
atburður hafði lokkað menn út úr vínkránum í Manhattan, þar sem þeir voru að skemmta sér um nóttina. Nú voru þeir komnir, sumir í kjól eða smoking og hefðarfrúr í kvöldkjólum með glitrandi gimsteina. Strandgæzlu- og björgunarliðið kom á vettvang. f»eir mynduðu keðju meðfram ströndinni og horfðu í nætursjónauka sína út á stormbólgið hafið. Og nú sást til björgunarbátanna frá Morro Castle með fyrsta stýri- mann og síðustu hásetana um borð, sem höfðu loks látið akkeri skipsins falla óhugnanlega nærri ströndinni. Skipið brann enn, er síðustu bátana bar inn yfir brimgarðinn. Morro Castle, hið fyrrum glæsta skip, var nú ekki annað en útbrunn- in járngrind, horfin af vegum hafsins. Horfinn var klefinn með líki skipstjórans og horfinn var skipslæknir- inn, sem snéri við til þess að ná í smásjána sína og beið við það bana. Horfin var hin glæsilega búna skrifstofa gjaldkerans, horfin brynvar- in geymslan með gimsteinum og verðbréfum. Hofinn var Rosy-gimsteinn- inn, sem svo mikilli ógæfu hafði valdið. Horfin var líka líkkista miljónamæringsins, þar sem hinn gimsteinninn kann að hafa verið látinn. Aldrei verður gátan mikla um síðustu nótt Morro Castle leyst að fullu. Var Mahony prófessor í raun og veru brjálaður maður? Eða glæpa- maður, sem leitaði Rosy-gimsteinanna? Aldrei oftar mun hann trufla ástfangið fólk á efstu þilförum skipa um dimmar nætur. Aldrei oftar mun Swift kyndari ógna yfirmönnum sínum. Og hinn látni skipstjóri mun aldrei bera vitni. — Sjórétturinn hefur dæmt fyrsta stýrimann, William Warms, sekan vegna þeirrar röngu ákvörðunar hans, að reyna að ná höfn í New York án aðstoðar. Það var allt og sumt. Hver kveikti í skipinu? Var þar glæpamaður að verki að sprungin olíu- leiðsla? Það hefur ekki verið upplýst. Það eitt þótti sannað, að fyrsti stýrimaður hefði framið hið alvarleg- asta glappaskot á þessum óhappadegi og algerlega mistekist stjórnin á skipinu. 4i Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.