Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 5
Fjölcli pakkhúsmanna, hafnarverkamanna auk allmargra manna, sem unnu tæknistörf, streymdu um borð í „Vestris", þar sem skipið lá við hafnarbakkann í Hoboken þann 12. nóvember 1928. Dimmur og drungalegur haustmorguninn grúfði yfir heimsborginni New York. Vinna við lestun skipsins var hafin án tafar, því tíminn er peningar, en það gaf engan arð í aðra hönd að liggja í höfn — heldur þvert á móti. „Vestris" var 10491 br. smálestir að stærð, eign Lamport and Holt- línunnar. Skip þetta, sem hljóp af stokkunum árið 1912, var notað til herflutn- inga í heimsstyrjöldinni fyrri. í stríðsbyrjun munaði minnstu, að skipið lenti illilega í klónum á þýzkri beitisnekkju. Skipið flutti meðal annars kjöt til amerísku hersveitanna í Frakklandi. Árið 1921 var „Vestris" settur inn á áætlunarleið milli New York og Suður-Ameríku. Nú átti skipið samkvæmt áætlun að sigla til Barbados og nokkurra ann- arra hafna í Suður-Ameríku. Áhöfnin var 198 manns, en auk þess voru 128 farþegar í þessari ferð. Kranar og bómur sveifluðu þungum stykkjavarningi ofaní víðan búk „Vestris" en sérfróðir menn sáu um, að hleðslan færi fram samkvæmt réttum reglum. Farmurinn var mikill og því ærið að starfa áður en skipið léti úr höfn. OFHLEÐSLA? Carney skipstjóri sat í káetu sinni og blaðaði i skjölum, sem lágu á borðinu fyrir framan hann. Kaldur norðaustanvindurinn gnauðaði um brúna og siglutrén, á lofti voru svartir skýjaflókar og regnskúrir öðru hvoru. Skipstjórinn var illa fyrirkallaður, en það var þó ekki slæmt veð- urútlit, sem gerði honum gramt í geði, heldur ýmislegt annað, sem hann hafði áhyggjur af, æðsti stjórnandi þessa skips. Enn voru 200 tonn ókomin um borð, en sjórinn nam nú við efstu hleðslurönd. Mr. Welland, þriðji stýrimaður, hafði fært skipstjóra þá Nýtt S O S 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.