Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 12

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 12
Svo hélt hann áfram: „Eg ætla nú bara að segja það, að þetta er þá ekki í fyrsta sinn, sem Vestris fer yfir hleðslumarkið og verður ekki í síðasta skiptið. Dugnaður yðar hefur bjargað málunum við, hafi verið farið ógætilega. Og útgerðarfélagið metur það við yður, svo mikið veit ég, Carey skipstjóri. Getur maður misvirt það við útgerðina á þessum erfiðu tímum, þó hún hafi einmitt sérstakar mætur á þeim skipstjórum, sem aldrei valda henni erfiðleikum með óþarfa afskiptasemi. Með góðum vilja gengur allt vel.“ „Falleg orð, en ef það gengur nú einhverntíma illa — —“ sagði skip- stjórinn og var þungur á brúnina. Umsjónarmaðurinn yppti öxlum, reis á fætur og greip kápuna sína. „Nú verð ég að fara í land, skipstjóri. Eg er sannfærður um, að þér munið líka eftir þessa ferð koma aftur á okkar gamla og góða Vestris heilu og höldnu. Góða ferð, skipstjóri, og sjáumst aftur!“ Þeir tókust í hendur og umsjónarmaðurinn gekk af fundi skipstjórans. Carey skipstjóri stóð í dyrunum stundarkorn og horfði á eftir gestin- um. Djúpar hrukkur voru á enni hans. Þá fór hann í olíukápu og setti upp skipstjórahúfuna. „í guðs nafni þá,“ tuldraði hann fyrir munni sér og fór inn í brúna. LOFTSKEYTAMENNIRNIR SEGJA FRÁ STARFI SÍNU. Macdonald loftskeytamaður rölti um farþegasalina með Verchere starfs- bróður sínum. Allsstaðar var mikið að snúast, allt á ferð og flugi. í barnum voru lausir stólar og Macdonald bauð „Baby“ einn lítinn. Þarna voru fyrir nokkrar tilhaldsdrósir, að halda einskonar kveðjuhátíð. „Nei, sjáið þið bara,“ kallaði ein glöðum rómi, er báðir loftskeyta- mennirnir birtust í barnum. „Þarna koma einhverjir stjórnarherrar þessa ágæta skips! Líklega sjálfur skipstjórinn í eigin háu persónu og er svo vingjarnlegur að heilsa upp á farþegana, og þetta er víst stýrimaðurinn hans eða hvað það nú heitir.“ „Verð því miður að valda yður vonbrigðum, ungfrú,“ mælti Macdon- ald og hló góðlátlega og greip annað glasið, sem barþjónninn lét á borðið og gat ekki varizt glotti. „Skipstjóratigninni hef ég nú ekki náð ennþá!“ „En þá er tími til kominn, að þér reynið það, annars náið þér aldrei i* Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.