Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 16

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 16
eftir stóðu á hafnarbakkanum skiptust á kveðjum; skipið var brátt úr kallfæri. — — „Sjáðu, Jack,“ sagði einn hafnarverkamannanna og horfði á eftir skip- inu. „Það er hliðarhalli á dallinum — eða er það bara ímyndun?“ „Ha. Jú, það getur verið, að svo sé, en mikill er hann ekki.“ „Ja, svona tvær til þrjár gráður, sýnist mér.“ Fleiri verkamenn bar að — einnig lögregluþjón — og blönduðu þeir sér í samtalið. Eftir miklar vangaveltur komust menn að þeirri niður- stöðu, að Vestris hallaðist aðeins á bakborða, er hann fór frá hafnarbakk- anum í Hoboken þann 10. nóvember 1928. Litlu seinna sigldi Vestris framhjá Sandy Hook. “ □ - Um miðnótt glæddi vindinn að mun, loftvogin féll og himinninn hrannaðist dökkum skýjabólstrum í norðaustri, öldurnar földuðu hvítu. Vestris valt meira og meira, fyrstu brotsjóirnar skoluðust yfir afturþil- farið. Stýrimaðurinn stóð í brúnni í regnkápu og með sjóhatt á höfðinu og veitti því athygli, að veðrið fór stöðugt verznandi. Það lék ekki vafi á því, að hann var að bresta á með rokstorm. En stýrimaðurinn hafði raunar ekki miklar áhyggjur af veðrinu, þetta var einmitt sá tími, sem ganga mátti út frá sem vísu, að stormasamt væri. Hann varð samt gripinn einhverri undarlegri óró, sem hafði komið yfir hann strax eftir brottförina. Hann var ergilegur við sjálfan sig og gekk um gólf í hálfgerðu eirðarleysi. Hann veitti því athygli, að hásetinn við stýrið liorfði rannsakandi á hann. Var virkilega einhver hætta fram- undan, sem sjómannseðli þeirra beggja varaði þá við? En það var engan taugaóstyrk að sjá á hásetanum, liann stóð rólegur og hnarrreistur bak við stýrishjólið og leit á áttavitann öðru hvoru. Stýrimaðurinn reyndi að hrista af sér þennan undarlega drunga og bölvaði í hljóði. Svona stóð hann stundarkorn og starði hugsunarlaust út á ólgandi hafið. Allt í einu fannst honum sem hann heyrði eitthvert hljóð, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir í fyrstu. Hann leit upp og hlustaði. Hann hélt, að þetta væri líklega ímyndún ein, en svo sá hann hvað skeð hafði: Græna ljósið hallaðist skyndilega. Það var ekki um að villast. ifi Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.