Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 27
mitti í sjó. Hann hafði nærri látið lífið við það, því hann misti hand- festina og féll niður, en var dreginn upp af félögum sínum. Um klukkan 13,45 voru ventlarnir opnaðir til þess að koma í veg fyrir sprengihættu. „Áfram, piltar!“ hrópaði Mr. Adams. „Við getum ekki meira niðri. Allir á þilfar og í bátana!“ Menn þustu hver um annan þveran upp járnstigann. Burt úr þessu helvíti og það sem fyrst, skipinu gat hvolft þegar minnst varði. Annar vélstjóri var meðal hinna síðustu upp úr vélarúminu. Allt í einu nam hann staðar og greip vinstri hendi um hjartastað og hné nið~ ur í elginn. Fimmti vélstjóri, sem kom á eftir, greip í hann og hélt höfð- inu upp úr sjónum. Þá brá hann öðrum handlegg hans yfir háls sér og dró hann áfram. Hann kallaði á hjálp, en enginn heyrði hróp hans. Sjálf- ur var hann að þrotum kominn. Hann íhugaði, hvernig hann gæti kom- ið félaga sínum upp stigann, en í sama bili tók skipið hroðalega veltu og meðvitundarlaus maðurinn rann úr höndum hans niður í' djúpið. Sjálfur var vélstjórinn of máttvana til þess að geta haldið sér nógu fast. Hann missti takið á stiganum og féll líka niður í þetta skvampandi víti. Nýtt S O S 27

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.