Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 19
„Gjörið allt, sem í ,yðar valdi stendur til þess að róa farþegana!“ mælti hann alvarlegur á svip. Þjónarnir gerðu líka allt, sem þeim var unnt, fyrir hina óttaslegriu farþega. Um klukkan 19 brá til norðvestanáttar, en þá var brostið á fárviðri með 70 mílna vindhraða á klukkustund. En samt hafði heppnazt að sefa farþegana. Þeir komu næstum allir til kvöldverðarins. Skipstjórinn gerði sitt til að leyna því, hversu alvarlegt ástandið var. „Dálítið órólegt í dag!“ sagði Carey skipstjóri um leið og hann tók sér sæti. „Eg er hræddur um, að borðhaldið kunni að valda einhverjum erfiðleikum hjá þeim, sem eru óvanir að ferðast á sjónum, en við getum því miður ekkert við því gert.“ „Kannski fáum við meistaragráðu, ef okkur tekst vel!“ sagði einn karl- farþegi, sem reyndi að bera sig mannalega. „Svona mikill stormur varir ekki lengi,“ sagði skipstjórinn. „Og þegar við nálgumst suðlægari slóðir verða allir erfiðleikar gleymdir.“ „Er þá í raun og veru alls engin hætta á ferðum?“ spurði kona ein með ótta í röddinni. „Ekki nokkur minnsta hætta, frú mín! í nóvember má alltaf búast við stormi, þess vegna ætti lítið sjóvant fólk að velja annan tíma til ferðalaga." „Var því miður ekki liægt, verð að komast til Rio, eg hefði vissulega kosið fyrstu sjóferðina skemmtilegri." „En hún er nú ekki meira en svo hafin,“ sagði skipstjórinn brosandi. „Þér venjist fljótt sjóganginum, svo þér saknið kannski ruggsins, þegar aftur fer að kyrrast í sjó. — Jæja, þá kemur nú blessuð súpan! Nú verð- ur bara áð fara að öllu með lægni.“ Skipstjórinn hóf nú einskonar kennslu í borðhaldi, öllum til mikillar undrunar: „Nauðsynlegasta áhaldið er munnþurrkan. Það er bezt að binda hana á sig, eins og gert var við lítil börn — svona, bindum hnút við hnakk- ann, Þá er um að gera að taka ekki of mikið á diskinn í einu, heldur oftar.“ Það hafði vissulega góð áhrif á farþegana, að skipstjórinn virtist svo á- hyggjulaus, að mesta áhugamál hans sýndist vera að leiðbeina farþeg- unum við borðið. Nýtt S O S 19

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.