Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 30
Á þilfari Vestris var ægileg ringulreið og dauðans skelfing. Enginn- var lengur fær um að stjórna og halda uppi reglu, fólkið ruddist skipu-: lagslaust í síðustu bátana. Carey skipsjóri horfði á það, sem fram fór og beit á jaxlinn. Fyrsti stýrimaður gekk til hans og rétti honum björgunarbelti. „Þökk, Mr. Bolger, en ég þarf þess ekki með!" sagði hann kuldalega. „Eg bið yður, skipstjóri . . .‘‘mælti stýrimaðurinn. Carey hristi höfuðið. „Eg verð á mínu skipi! “ „Þetta er vitfirring, skipstjóri. Þér eigið enga sök á því, að Vestris ferst!“ „Til þess að sanna það, yrði ég að höfða mál á útgerðarfélagið." „Félagið mundi aldrei sleppa bezta skipstjóranum sínum.“ „Jú, vissulega, ef það á ekki annarra kosta völ,“ mælti Carey bitrum rómi. „Þér eigið fyrir konum og börnum að sjá, skipstjóri . . .“. Skipstjórinn gaf til kynna, að samtalinu væri lokið. „Farið þér nú, Bolger!“ mælti hann þreytulega. „Og guð veri með yður!“ „Ef þér verðið kyrr, skipstjóri, verð ég það líka!“ „Þér? Það er óþarft, Bolger. Það er bezt að ég fari, mér verður kennt um slysið. En ef þér endilega viljið, þá get ég ekki hindrað það áform yðar.“ Skipstjóri og fyrsti stýrimaður létu báðir lífið, en ekki er nánar kunn- ugt um með hvaða hætti það skeði. Enginn sá þá síðustu mínúturnar, sem Vestris var ofansjávar. - n - Baráttan harðnaði stöðugt um þá fáu báta, sem eftir voru. Hópur manna, sem mátti heita vitskertur af ótta, barðist um hvert sæti í bát- unum. Á stjórnpallinum stóð maður og horfði á þessa óvægilegu baráttu fyrir lífinu. Skugginn af þessari háu og dökku mannveru í regnkápu og með sjó- hatt á höfði, var sannarlega óhugnanlegur. Nú lyfti hann myndavél og beindi henni að mannfjöldanum. „Klikk, klikk, klikk, urgaði í myndavélinni. Maðurinn tók hverja myndina af annarri, eins æðrulaus eins og hann væri á lystisnekkju, en ekki á skipi, sem hlaut að sökkva eftir nokkrar mínútur. So Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.