Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 29

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 29
„Bezt væri, að við kæmum þessu farartæki okkar héðan í burtu, og það sem fyrst, sagði Macdonald. „Vestris verður ekki lengi ofansjávar úr þessu. Ef honum hvolfir, verðum við undir bákninu.“ „Eg er nú ekki hjátrúarfullur,“ sagði hásetinn, „en það er eins og ]i>að sé ómögulegt að losa stefni bátsins frá óheillaskipinu.“ „En þá er tími til kominn að labba út!“ sagði loftskeytamaðurinn. Þótt nú mætti engan tíma missa, reyndu þeir enn að ýta bátnum frá skipshliðinni. Það tókst og þeir réru bátnum að bakborðshlið Vestris. Nú sáu þeir, sér til mikillar skelfingar, að bátarnir nr. 2 og 4, sem í voru nær eingöngu konur og börn, héngu í köðlunum hátt yfir sjó, vegna þess að böndin voru ekki nógu löng. Fólkið í bátunum hljóðaði í dauð- ans örvilnun og bað um hjálp, en það var útilokað að veita nokkra hjálp í þessum skelfilegu kringumstæðum. — □ “ Verchere hafði farið út um bakborðsdyrnar á loftskeytaklefanum á- samt O’Loughlin. Þeir skriðu svo út að borðstokkunum, þar sem þeir náðu nokkru haldi. Verchere varð að halda áfram til þess að kornast að sfnum báti. „Gangi þér vel, drengur minn!“ sagði yfirloftskeytamaðurinn og rétti honum höndina. „Komdu þér nú í bátinn þinn. Það er óþægilegt að . vera hérna uppi!“ „Eg óska yður líka alls góðs,“ svaraði ungi maðurinn hrærður og tók innilega í hönd yfirmanns síns. O’Loughlin sá bátinn sinn á reki í nokkurri fjarlægð. Nú verð ég að stökkva, hugsaði hann. Áður en hann stökk leit hann sem snöggvast í kringum sig: Bálkar og brak úr þilfarsfarminum var eins og hráviði kringum skipið og víða mátti sjá menn, sem héldu dauðahaldi í trjábúta og háðu harða glímu við öldurnar. Svo tók hann undir sig stökk — niður í öldurnar. En áður en hann komst alla leið varð ltann lostinn mikilli skelfingu: Björgunarbeltið! Hann hafði gleynrt því í liásetaklefanum! Svo laukst sjórinn saman yfir höfði hans. Og hafið sleppti ekki taki sínu. O’Loughlin náði aldrei björgunar- bátnum. Nýlt S O S 29

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.