Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 13

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 13
markinu!" sagði ein stúlknanna og hló hátt og lengi. Þetta varð til þess, að athygli allra stúlknanna beindist eingöngu að loftskeytamönnunum. Sú, sem fyrst hafði talað, leit ásakandi á vinkonu sína og mælti lágt: „Þvi læturðu svona, Mabel?“ Macdonald lyfti glasi sínu fyrir stúlkunum og Verchere fékk sér vænan teyg. „Mér er það mikill heiður, að þér hafið slíkan áhuga fyrir frama mínum! En því miður, koma góð ráð yðar ekki að notum, því ég vil ekki leyna yður því, að ég get aldrei orðið skipstjóri!" „Nú? Og hvers vegna?“ spurðu stúlkurnar. „Hafið þér kannski gert eitthvað ljótt af yður?“ spurði ein í hópnum, sem virtist einna ófyrirleitnust. Macdonald glotti. „Það er nú svo, stúlkur mínar, að við félagarnir er- um bara ósköp venjulegir loftskeytamenn, sem . . .“ „Loftskeytamenn? Loftskeytamenn?" sögðu stúlkurnar og flykktust kringum þá. „Það var gaman! Svo Jrað eruð þið, sem sendið út þetta SOS áður en skipið sekkur, eins og maður les um í skáldsögunum?" „Jú, það er ekki fjarri sanni,“ svaraði Verchere hlægjandi, „en því miður kemur það ekki aðeins fyrir í skáldsögum." „Ha? Sökkva skip enn þann dag í dag? Eg hélt, að það hefði bara gerzt í gamla daga,“ sagði ein stúlknanna í barnaskap sínum. „Þér hljótð að hafa reynt sitt af hverju!“ sagði önnur og gerðist ást- leitin á svipinn. „Já, svona skip eitt og yfirgefið á hafinu og skipstjór- inn einræðisherra í ríki sínu, svo að segja herra lífs og dauða. — — En •hvað það er rómantískt!“ „Rómantískt?“ Loftskeytamennirnir litu hvor á annan, svo hlógu þeir dátt og Macdonald sagði: „Eg verð enn að valda yður vonbrigðum, dömur mínar, en það er nú.svo, að það er sáralítið eftir af rómantíkinni að því er snertir sigl- ingarnar nú á tímum! Kannski hefur mátt tala um hana með einhverj- um rétti áður fyrr, þegar fífldjarfir menn fóru í sínar sögulegu rann- sóknarferðir. Columbus, Vasco da Gama, Magellan, og hvað þeir nú hétu allir saman, áttu það náðugri forsjón að þakka, að þeir sáu aftur strönd ættjarðarinnar. Kannski hefur þá verið eitthvað rómantískt við slíkar ferðir. Þá voru engar ákveðnar skipaleiðir, svo fljótt væri hægt að kalla á hjálp, ef háska bar að höndum. Þá vissu menn varla hvar þeir fóru, Jdví sjókortin voru ónákvæm og siglingatækin ófullkomin en veðurjrjón- usta auðvitað engin. Þegar skipið lét úr heimahöfn var það eiginlega Nýtt S O S L3

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.