Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 39

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 39
— eða kannski ekkert. Skipafélaganna er mátturinn og dýrðin. í krepp- unni núna er fátt um lausar stöður, yfirmönnum og undirgefnum geng- ur illa að vinna sig upp nú til dags. Svo hafa þeir svartan lista og á honum eru nöfn þeirra, sem mögla.“ Vitnið gerði hlé á máli sínu og leit í kringum sig. Dauðakyrrð var í salnum; allir hlustuðu í ofvæni á frásögn þessa manns, sem virtist vera sá fyrsti í réttarhöldunum út af þessum hörmulega atburði, sem hafði engu að leyna. „Já, og hvað skeður svo?“ hélt vitnið áfram með þunga í röddinni: „Skipstjórunum eru fengnar í hendur margbrotnar öryggisreglur, sem þeim eru hátíðlega afhentar. Sennilega kunna þeir þessar reglur utan- bókar. En ef einhver skipstjóri fyrirfinnst svo einfaldur, að liann fari eftir þessum reglum, þá verður, ferill hans ekki langur á stjórnpallinum. Si'i regla, sem gildir, er að ná inn sem mestum peningum fyrir skipa- félögin. Og vei þeim, sem ekki fylgir þeirri meginreglu!“ Skipstjórar og stýrimenn hafa fyrir konum og börnum að sjá. Þeim er því skiljanlega annt um að missa ekki stöðuna. Er þá hægt að færa það á verri veg á tímum sem þessum, þó þeir fylgi ekki nákvæmlega settum reglum? Meðan ekkert óhapp hendir, láta allir þetta afskiptalaust; skipaeig- endurnir loka báðum augum! En þegar svo illa fer, þá er skuldinni skellt á skipstjórann! Það er varla ofsagt, að hann sé neyddur til þess að fylgja skipinu sínu niður á liafsbotn. Láti hann bjarga sér verður hann annaðhvort að ljúga eða taka sökina á sig einan til þess að koma vinnuveitendum sínum ekki í óþægi- lega klípu. Þetta endar svo venjulega með missi skipstjóraréttinda og jafnvel frelsisskerðingu. En hvað svo, ef skipstjórinn segir sannleikann? Þá er syndaselurinn orðinn að ákæranda, sem hefur þá opna leið til sýkn- unnar, en fær þá aldrei framar stöðu sem skipstjóri! Svona er þetta, herrar mínir! Vestris gamli var orðinn farlama hró og það þótti ekki fært að leggja í mikinn viðhaldskostnað. Hann gat ekki lengur uppfyllt þær kröfur, sem gerðar voru til hans. Þann óheilladag, 10. nóvember, var skipið allt of mikið hlaðið. Eg var af tilviljun á stjórnpallinum til þess að gera við ljósin, þegar Mr. Bolger, fyrsti stýrimaður, talaði um þetta við skipstjórann. Carey hafði sannarlega bölvað útgerðinni fyrir framferði hennar, þv£ megið þér trúa, herra dómari. Njtt S O S 39

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.