Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 36

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 36
Hann dró mislitan vasaklút upp úr vasa sínum og þurrkaði. svitann a£ enninu. Blaðakóngurinn rétti honum ávísun orðalaust. Þessar myndir voru sendar út um allan heim með síma og flugpósti, þær voru birtar í blöðum og tímaritum um allan heim og frásagnir þær, sem myndunum fylgdu oft stórum ýktar. Vestris-slysið vakti gífurlega athygli og umtal. Rannsókn slyssins stóð yfir í 40 daga, eða tveim dögum lengur en rannsókn Titanic-slyssins. SJÓDÓMURINN. Bjart sólskin féll á ská inn um gluggana á salarkynnum sjóréttarins. Umsjónarmaðurinn var fyrir réttinum. Hann var spurður að því, hvort hann áliti, að skipið hefði ekki verið ofhlaðið. „Nei,“ svaraði maðurinn með nokkrum mótþróa. „Það kemur mér ekki heldur neitt við. Eg átti bara að sjá um, að ákveðið vörumagn færi með skipinu." „En þér hljótið þó að hafa veitt því athygli, að efsta hleðslumerkið var komið í kaf, en samt létuð þér halda áfram að hlaða skipið." Vitnið yppti öxlum. „Vörurnar verða að komast á áfangastað; það er æðsta boðorðið." „Öryggið er æðsta boðorðið!" sagði dómarinn ísköldum rómi. „Hafði þá skipstjórinn ekkert við þessa hleðslu að athuga?“ Örstutta stund hikaði vitnið, svo muldraði það: „No“ milli saman- bitinna tannanna. Dómarinn leit á hann hvössu augnaráði. „Eg mundi ekki segja þetta svo afdráttarlaust í yðar sporum.“ „Á að skilja þetta svo, að þér leggið ekki trúnað á orð mín?“ spurði umsjónarmaðurinn snakillur. Dómarinn svaraði ekki spurningunni en hélt áfram: „Carey skipstjóri átti langan starfsferil að baki og hafði aldrei orðið fyrir óhappi fyrr en nú. Hann var of reyndur sjómaður til þess að hafa tekið þessum vinnubrögðum möglunarlaust. Sennilega liggja mistök hans í því, að hafa ekki tekið af skarið." „Ef hann hefði látið hætta að hlaða skipið, hefði ég verið síðasti maður til þess að fara ekki að þeim óskum,“ svaraði umsjónarmaðurinn ergilegur Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.