Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 3

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 3
Blóðhundurinn „Bully Waterman" HANN VAR SKIPSTJÓRI Á HINU GLÆSILEGA SKIPI „THE CHA- LLENGE1' HÉT í RAUNINNI BOBERT WATERMAN. EN NAFNIÐ BREYTTIST f BULLY WATERMAN VEGNA GLÆPA HANS OG GRIMMDARLEGRAR FRAMKOMU VIÐ HÁSETA SÍNA. „The Challenge“ var glæsilegt skip, og meö allra stærstu seglskipunum, það var staersta segl- skip, sem byggt hafði verið í New York fram yfir miðja nítjándu öld, en það var byggt árið 1851. Skipið var 2006 reg .tonn. Lengd 23014 fet, mesta breidd miðskips 4314 fet og dýpt 2714 fet. Það var svartmálað utan með gylltum röndum fram með skandekslistanum. Að innan var skipið hvítmálað og lakkað. Seglflötur þess var 51.120 ferfet og var sérstaklega ofinn bóm- ullardúkur í segl skipsins. Þetta var mjög glæsilegt þrímastrað skip og var dýrasta skip, sem til þessa hafði verið byggt í Ameríku, það var ögrandi reisn yfir því í flot- anum. Eigendur „The Challenge" voru bræðurnir N. L. og G. Griswold í New York, og til þess að vera skipstjóra á skipinu höfðu þeir valið mann nokkurn að nafni Robert Waterman, sem vakið hafði á sér mikla athygli fyrir að vera fljótur í förum á þeim skipum, er hann hafði siglt með sem skipstjóri. Hann þótti mjög dug- legur, en illa harður í horn að taka og fór ekki sem bezt orð af honum. Síðasta skipið, sem hann var með áður en hann tók við stjórn á „The Challenge“, hét „Sea Witch“. Hann lagði til við skipseigendur að fyrsti stýrimaður hans, Frazer, fengi stjórn á „Sea Witch“, þrátt fýrir, að vitað var, að þeir höfðu staðið illilega i hári saman um borð. Sagt var að Frazer hefði dag einn, eftir að hafa lent í rifrildi við skipstjóra sinn í íbúð hans, allt í einu dregið upp tvær Buldog-skammbyssur úr vösum sínum, hefði fleygt annarri til skipstjóra og lagt til að hann setti í hana skot og þar með gerðu þeir stríðið upp: „Annarhvor okkar, þér eða ég, verður að yfirgefa þetta skip“, sagði Frazer. Og þetta varð til þess, að Waterman gat ekki svarað öðru, en að Frazer væri eini maðurinn, sem hann hefði nokkru sinni borið virðingu fyrir. Þessi viður- kenning lægði strax stíðið, og það þótti fullvíst, að þessi framkoma Frazers stýrimanns hefði orð- ið til þess að Waterman mælti með honum sem skipstjóra og eftirmann sinn. Frazer varð þó ekki langlífur í starfinu, því á heimleið frá Kína 1855, kom skipið inn til Rio de Janeiro með líkið af Frazer, fyrsti stýri- maður hans hafði myrt hann. Aðalatriðið fyrir hvern skipstjóra á þessum seglskipum var að komast nógu hratt áfram og Robert Waterman hafði sýnt á skipstjórnarár- um sínum, að hann var maðurinn, sem einsk- NÝTT SOS---------------3

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.