Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 9
Farþegi í vagni númer 8 Ægileg ógnar- og morðöld gekk yfir England um óromófin 1959 og #60. Lögreglon var önnum kafin fram eftir öllu óri 1960 að reyna að hafa hendur t hóri afbrotamannanna, og sumir af þeim nóðust aldrei. - Eitt vissi þó lög- reglan í Birmingham, að só, sem fram- ið hafði eitt ógeðslegasta afbrotið, var farþegi í vagni nr. 8 ó aðfangadaginn 1959. — Hvað er að félagi . . .? spurði verkamaður einn, sem var á leiðinni heim frá vinnu sinni, náunga einn, sem hann rakst á liggjandi bak- við múrgarð í Edgbaston, úthverfi borgarinnar Birmingham, sem er í Miðenglandi. Þetta var á aðfangadag jóla 1959, og klukkuna vantaði fjórðung í átta . . . Föt unga maniisins voru óhrein, og ljóst hár hans hékk ógreitt nið- ur á ennið. En hann var sýnilega ekki drukk- inn. Hann svaraði skýrri röddu: — Eg datt. En ef ég bara kemst með vagn- inum heim, þá er allt í lagi. Hinn hjálpsami verkamaður hélt áfram, og tveimur eða þrem mínútum síðar kom guli og blái tveggja hæða almenningsvagninn númer 8 með minnst 50 farþega. Ungi maðurinn virtist vera ringlaður og svar- aði ekki, þegar miðasalinn spurði hann, hvert hann ætlaði. Hann rétti bara fram sex pence og gekk svo upp á aðra hæð og fékk sér sæti. Eftir því sem eftirlitsmaðurinn í vagninum sagði síðar, var maðurinn um tvítugt, um það bil 178 cm hár og var í hálfsíðum frakka. Á leiðinni skiptist maðurinn á nokkrum orð NÝTT SOS ------------ 9 um við tvo menn, sem sátu í vagninum, og síðar urðu þeir allir samferða út, í miðborginni, rétt hjá ráðhústorginu. Hvorki eftirlitsmaðurinn eða farþegarnir höfðu veitt þessum manni neina sérstaka at- hygli, jafnvel þó að föt hans og höndin, sem hann rétti út með peningunum væri blóðug. Stuttu eftir, að hann var farinn úr vagninum, kvartaði maður með lítinn dreng yfir því, að það væri blóð í einu sætinu uppi. Nokkrum klukkutímum síðar var hafin alls- herjar leit um allt England að þessum unga manni. Nokkrum mínútum áður en ungi maðurinn kom inn í vagninn, hafði einhver maður brot- izt inn til 29 ára gamallar, laglegrar, vélritunar- stúlku, Stephanie Baird, í kvennaheimili K. F. U. M., sem var í nánd við stað þann ,er vagn- inn stoppaði á og áður er nefndur. Hún var að búa ofan í ferðatöskur sínar, því hún ætlaði að fara í ferðalag til Skotlands yfir jólin. Maður- inn greip um háls hennar og klemmdi að, svo hún missti meðvitund. Síðan myrti hann hana

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.