Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 7
ur ekki kojuteppi? auðvitað á hann það. Náðu í það og flýttu þér!“ Og þegar þjónninn kom með teppið, kom Bully Waterman með seglnál og hanzka, og svo saumuðu þessir þorparar lifandi manninn inn í sitt eigið kojuteppi og vörpuðu honum svo í sameiningu fyrir borð, meðan hann grátbað þá um náð og miskunn. Þannig voru þessir þrír menn sendir inn í eilífðina, og meðan á þessu stóð hafði messaseglið farið fjandans til. Skipið hafði rétt sloppið fyrir Horn, þegar ör- lögin náðu öðrum stýrimanni, Cole. Hann var við vinnu á þilfarinu, og illmannleg augu skipstjórans fylgdust með honum frá stjórn- palli. Eitthvað hlýtur skipstjóra að hafa mis- líkað við vinnubrögð hans, því eftir að hafa ausið úr sér ókvæðisorðum, hljóp hann fram á þilfarið til Cole. En Cole var strax á verði, og Bully hljóp beint á kreppta hnefa hans, sem sendu hann niður í þilfarið. En í sama mund læddist fyrsti stýrimaður að honum að aftan með melspíru í hendinni, en hann rann til um leið og hann kastaði melspír- unni, og í staðinn fyrir að hitta annan stýri- mann, lenti melspíran út í haf og sökk til botns. Annar stýrimaður hefur sennilega verið álit- inn hættulegur að komast í kast við, því fyrsti stýrimaður greip til vopns hérans og tók hið skjótasta til fótanna, þar sem hann hafði misst marks. Cole náði honum þó fljótlega og sló liann niður á augabragði. Eftir að hafa þannig ráðið niðurlögum beggja andstæðinga sinna, snéri Cole sér að mannskapnum: ,,Hérna er skútan!“ hrópaði hann. „Takið hana, ef þið viljið hafa hana!“ En enginn hreyfði hönd eða fót; menn skildu yfirleitt ekki hvað stýrimaður átti við. Þetta hafði þó ekki minnstu áhrif á Cole. Hann tók sér stöðu við störf sín sem stýrimað- ur og yfirmaður á sinni vakt, eins og ekkert hefði komið fyrir. Um það bil klukkutíma síðar, þegar Bully Waterman hafði hugsað ráð sitt, og jafnað sig eftir niðurlagið, kom hann upp á þilfar og bað annan stýrimann að koma með sr niður í ká- etu. Það var dálítið, sem hann vildi sýna sonum. Það er ekki ólíklegt, að Cole hafi undir þess- um kringumstæðum grunað Waterman um græzku. Hvað sem því líður neitaði hann að koma með honum, undir því yfirskini, að liann væri á verði á þilfarinu. En Bully Waterman bað hann svo elskulega og fullvissaði hann um að hann hefði engin brögð í tafli á neinn hátt. O, nei, það væri svo langt frá því að hann bæri í brjósti til hans nokkuð illan hug, eða væri að erfa það, sem skeð hafði, þetta væri allt sam- an gleymt og grafið. Hann ætlaði bara að tala við Cole um síðustu innfærsluna í skipsbókina, sem hann gat ekki almennilega áttað sig á, og þurfti að fá skýrða dálítið nánar. Að lokum Iét Cole undan og samþykkti að koma með skipstjóra í káetu hans. Hann kom aftur á þilfar klukkutíma síðar, eftir að hafa drukkið friðarskál með skipstjóra. Það var ekkert óvenjulegt að sjá á öðrum stýrimanni þegar hann kom upp á þilfarið. Hann lauk vakt sinni og kom aftur upp á hundavaktinni milli kl. 6 og 8, en rétt fyrir átta „glas“ var hann orðinn svo máttfarinn í hnjánum að hann gat varla staðið uppréttur án stuðnings. Stýrimanni var nú ljóst, að Bully Waterman hefði sett eitur í vínið, hann ætlaði því að reyna að komast burtu án þess að skipstjóri yrði var og bað tvo af drengjunum að hjálpa sér fram á. En skipstjóri var á verði, og þegar hann kom auga á drengina, þar sem þeir voru að drösla öðrum stýrimanni á milli sín, rauk hann upp upp eins og fellibylur. Hann sparkaði í dreng- ina, svo að þeir skoppuðu eftir þilfarinu og sló Cole niður með gúmmíkylfunni. Hann var síð- an járnaður á höndum og fótum og fleygt upp í bakborðsbátinn, þar sem hann mátti hafa fé- lagsskap við gamla uppgjafasjóliðann upp á vatn og brauð til leiðarenda. Sjómenn á þessum skipum voru oft mjög svo áhifagjarnir, og þó þeir yrðu fyrir mörgu mis- jöfnu gleymdist það oft fljótt, nema ef það var lamið inn í þá við sífelldar endurtekningar. Og þannig gat oft vingjarnleiki og örlítil hlýja við leiðarlok algerlega útmáð þrautir og þjáningar ferðarinnar, og það er ekki ólíklegt, að misgerð- ir Bully Watermanns hefðu komið til með að NÝTT SOS 7

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.