Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 18
á g'ömlu seglskipunum. En á þessum dalli! Hætta! Ja, hvað er að heyra. Nei, hætta er ekki til á þessum skipum.“ Skipstjórinn stóð í brúnni. Hann hét Cliar- les B. Wilson, 36 ára að aldri. Fyrsti stýrimaður hafði orð á því, livort ekki myndi réttast að beita skipinu upp í vindinn. Skipstjórinn hristi höfuðið. „Helzt til snemmt, skipið er traust og þolir kulið.“ Hann hafði rétt að mæla. Hann hafði ástæðu tij að vera stoltur af skipi sínu. Það var 5004 tonn, hleðsluþol 7800 tonn. Lengdin var 128 metrar, breiddinn 16 og djúprista 7,60 m. Gang- hraðinn 10—11 mílur. Nú voru þeir á leið frá Liverpool til Kanada með kjölfestu innanborðs. Þaðan átti svo að sigla til Nýja Sjálands og Ástralíu. „Afleitt útlit, Sir“, tilkynnti loftskeytamað- urinn, sem kom nú inn í stjórnklefann. „Öll skipin tilkynna mikinn storm, eitt hefur sent neyðarskeyti, það er langt vestur í hafi. Eg heyrði hvorki nafn þess né stöðuna." „Þakka yður fyrir, Christian! Látið mig vita strax, ef þér heyrið skeytið endurtekið. Við hjálpum, ef þess er nokkur kostur." Skipstjórinn fór inn í kortaklefann undir brúnni. Loftvogin féll enn. „Þetta þýðir ekkert. Mr. Eton hefur rétt fyr- ir sér; við verðum að beita uppí.“ Hann fór aftur á stjórnpall og gaf fyrirskip- anir sínar. „12 vindstig,“ sagði Mr. Fenn, annar stýri- maður, sem var á vakt. Hvað haldið þér, Turn- er, að ölduhæðin sé?“ Hann varð að hrópa, svo að orð hans yrðu greind. „Kringum fimmtán metrar!“ svaraði hinn. Brotsjór skall í þessu á skipinu og feikna- mikill sjór flæddi um þilfarið. „Gættu að þér að halda skipinu beint uppí!“ kallaði skipstjórinn til hásetans við stýrið. Þá greip hann símann í vélarúmið. „Hálfa ferð, Mr. Hillaby! Skipið lætur ekki að stjórn með svona hægri ferð!“ En aukinn hraði kom heldur ekki að gagni. Skipið sló undan um þrjú til fjögur strik. Það NÝTT SOS var engu líkara en því myndi hvolfa. Einhver óhljóð heyrðust af framþiljum, en orðaskil ekki. „Hvað eru þeir að kalla?“ spurði skipstjór- inn. „Heyri það ekki, Sir,“ hrópaði annar stýrimað ur. „En þarna kemur Mike og heldur sér í kað- alinn“. Hásetinn kom inn rennvotur, móður og más- andi. „Lúga númer eitt hefur oppnazt! Og það er kominn sjór í lestina." „Dælurnar í gang!“ skipaði skipstjórinn. Þá skipaði hann þriðja stýrimanni að taka með sér nokkra háseta og loka lestinni. Ennþá kom ill frétt: „Ljósin hafa slokknað í vélarúminu og sjór kominn í vélarúmið. Rafstraumurinn rofinn!“ „Milljón helvíti!“ hrópaði skipstjórinn. Trevessa lét nú ekki að stjórn og brotsjóirn- ir gengu yfir það á kulborða. „Mr. Ball,“ endurtók skipstjórinn. „Lokið lestarlúgu númer eitt! Áfram! Fljótt! Nú verð- ur að hafa snör handtök! Látið gera við raf- lögnina tafarlaust!" Það var skömmu eftir hádegi. Samt var far- ið að rökkva. Eða var það kannski sjávarúðinn, senr olli dimmunni? Það sást varla fram í stafn eða aftur á skut á skipinu. Trevessa barðist fyrir tilveru sinni í hálfdimmunni. Hvað gerð- ist, ef lestarrýmin fylltust af sjó? „Komið, drengir!“ hrópaði þriðji stýrimaður. „Áfram! Við verðum að loka lestinni, hvað sem það kostar!“ En þeir stóðu ráðalausir. Lestin var opin. Enginn planki, engin yfirbreiðsla, allt var far- ið fyrir borð. En nú heyrðist veikt hróp neðan úr skipinu: „Hjálp! Hjálp! “ Hver var niðri í lestinni? Aftur brotsjór, ójafn bardagi við höfuðskepn- urnar. „Strákar! Við verðum að loka lestinni!“ „Þvættingur!" sagði Mike. „Það er alls ekki hægt!“ Nei, það var raunverulega ekki hægt. Þó menn reyndu að koma með hlera og setja yfir lestina kom allt fyrir ekki. Það vissi líka Ball, 18

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.