Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 5
mig þúsund djöflar, ef þér skylduð ekki þurfa að liggja undir!“ ,,\rið erum báðir um það, og það er bezt að við reynum strax,“ svaraði Bully Waterman og reif sig úr jakkanum. Þá komu Jim Douglas, fyrsti stýrimaður, og Cole, annar stýrimaður, og vildu mæta fyrir skipstjórann, en Bully Watermann bað þá að skipta sér ekki af þessu. í þetta skipti skyldi það verða heiðarlegt einvígi, og hann vildi svo sannarlega sjálfur fá heiðurinn. Það varð ]íka sannkallað hnefa einvígi, maður gegn manni, og eflaust hefði farið illa fyrir timburmanninum, hefðu stýrimennirnir feng- ið leyfi til að blanda sér í málið. Jim Douglas og Cole voru af svipaðri manngerð og Bully Waterman og ekki síður en hann góðir fulltrú- ar grimmdar og villimennsku. En þeir virtu orð skipstjórans og stóðu steinþegjandi og horfðu á, að hann varð að kyssa þilfarið undan voldugum hnefa timburmannsins. Eftir það forðaðist hann árekstra við timburmanninn. Meðan á þessu gekk skreið skipið suður á bóginn fyrir fullum seglum. Bully Waterman og stýrimenn hans spöruðu hvorki mannskapinn né skipið. En þrátt fyrir það, að „The Chall- enge“ hafði lagt af stað með tiltölulega mann- marga skipshöfn, urðu þó brátt fáar hendur til starfa. Það vantaði áberandi fleiri menn. Það varð að rýma seglageymsluna og gera að sjúkra- húsi fyrir hina sjúku og meiddu, og 5 menn náðu ekki að komast suður fyrir miðjarðarlínu. Þeir voru dauðir og komnir á botn Atlantshafs- ins áður. En fyrir utan þessa 5, voru aðrir 8 veikir, og þó að Bully sjálfur athugaði þessa menn og þeir væru meðhöndlaðir eftir hans fyr- irsögn, urðu þeir samt verri dag frá degi. Öll hans patentmeðul höfðu bókstaflega ekkert að segja, þrátt fyrir það, að þau voru svo sterk, að undir venjulegum kringumstæðum hefðu þau getað vakið dauða til lífsins! Og þegar svo hót- anir og ofbeldi dugðu heldur ekki til að koma sjúklingunum á þilfar, svældi hann þá að lokum út með brennistein^gufu. En allar hans djöfla- kúnstir komu að engu haldi. Því áður en eitur- gufan var að fullu farin út úr sjúkraskýlinu, skriðu allir 8 sjúklingarnir í rúmið aftur og þar héldu þeir sig til San Francisco. Með skipinu voru í þessari ferð 5 farþegar, og ekki er ólíklegt, að þeim hafi fremur fundizt ferðin viðburðarrík en þægileg. Alltaf þegar skipstjórinn og stýrimenn hans höfðu verið í stríðshug, urðu farþegarnir að vera viðstaddir réttarliöldin, sem á eftir fylgdu og svo að lok- um að skrifa undir ákærurnar, sem færðar voru í skipsbókina. Og þannig voru þeir dag nokk- urn kvaddir til að vera viðstaddir rannsókn á eignum skipverja, sem fyrsti stýrimaður hafði sett á svið í von um að finna stranga af bóm- ullarefni, sem hann saknaði, síðan að segla- geymslan hafði verið gerð að sjúkraskýli. Ran- sóknin fór fram dag einn í blíðskaparveðri, út af Rio, og öllum var skipað að koma á þilfar með kistur og kojupoka. Jim Douglas snéri við bæði pokum og kistum, og þegar hann fann á meðal dótsins, sem til- lieyrði einum þeirra 4 manna, sem gat. talað ensku, ýmisleg seglagerðarverkfæri, sem ekki litu út fyrir að hafa verið notuð áður, greip liann þetta og rannsakaði nákvæmlega. „Nú, þið hafið sem sagt stolið af öðrum skip- um,“ sagði hann og tók verkfærin til sín. „Það er bezt að ég geymi þessa stolnu muni.“ En þessi ásökun var meira en einn þessara fjögurra gat þolað. Þetta var eldri maður, er verið hafði bátsmaður í sjóhernum. Fullur rétt- látrar reiði yfir þessari meðferð rauk hann á Jim Douglas og barði hann niður í þilfarið. A þessu augnabliki stóð Bully Waterman og var að taka sólarhæðina. En þegar hann sá, að stýrimaður hans var barinn niður, þaut hann niður stigann og var áður en varði mitt á meðal hásetanna. Hann hjó og barði um sig til hægri og vinstir með mælitækinu, þar til það var gjör- samlega ónýtt. Þá náði hann í járnnagla, og það var ekki fyrr en tveir menn höfðu látið lífið fyrir þessu verkfæri, að honum tókst að ná stýrimanni sínum á fætur; en þá höfðu margir hnífar skorið djúp merki í Jim Douglas. Meðan á slagsmálunum stóð hafði gamli sjó- hermaðurinn gjörsamlega horfið, og félagar hans fullyrtu, að hann hefði stokkið fyrir borð. Þar með var hann úr sögunni — að minnsta kosti í bili. En hinir þrír náungarnir, sem líka töluðu ensku, sem einnig voru taldir hafa haft stolna hluti í fórum sínum, voru enn til stað- NÝTT SOS 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.