Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 14
brátt var skyggni ekki rneira en 700 metrar. Hálfum öðrum tíma síðar stilltu skipin sér upp og sigldu í suðurátt með 24 hnúta hraða, og á meðan jókst þokan og það byrjaði að skyggja. Ákvörðunarstaðurinn var hafnarborgin Santa Barbara, þar sem innsiglingin liggur urn rennu í gengum skerjagarðinn. Það var eftir þeirri rennu, sem foringi flotadeildarinnar stefndi, það var Edward H. Watson, sjóliðsforingi. Skipin höfðu rodio um borð, en árið 1923 var það í barndómi sínum, og radio-útreiknað- ar skipaleiðir sköpuðu ekki það öryggi sem þurfti og reyndust oft rangar. Flotadeildin stóð í stöðugu sambandi við radio-stöðina við Point Arguello, en það mátti segja að einmitt þennan dag væri hún „yfir sig hlaðin störfum“, því gufuskip að nafni „Cuba“ hafði strandað í nánd við siglingarennuna inn til Santa Barbara. Wat- son sjóliðsforingi fyrirskipaði, að flaggskip hans eitt skyldi taka á móti leiðarútreikningum, svo að sambandið frá hinu strandaða skipi, „Cuba“ gæti haldizt sem allra bezt og stöðugast. Af einni eða annarri ástæðu var hann þó ekki látinn vita að „Cuba“ hafði sagt stöðinni í Point Arguella, að Kyrrahafið væri sýnilega gengið af göflun- um. Sraumarnir hefðu allt í einu gjörbreytzt og orðið margfalt meiri fram með ströndinni. Vegna þokunnar var ekki hægt að sjá strönd- ina frá flotádeildinni. Stjörnur sáust ekki held- ur vegna þokunnar. Watson sjóliðsforingi at- hugaði stöðu skipsins eftir radio-miðunarstöð- inni, og fiestar þessar athugandir voru réttar með tilliti til straumanna. Klukkan níu um kvöldið var sjórinn byrjaður að sýna tennur, og snarpur vindur var að dreifa þokunni. Watson sjóliðsforingi gaf flaggskipinu „Delphy“ sem var í fylkingarbrjósti flotadeildarinnar, skipun um að breyta stefnu 90 gráður á bakborð. Með öðrunr orðum, í staðinn fyrir að sigla beint strik suður, var beygt í vinkil til vinstri og siglt beint í austur. Öll flotadeildin beygði á eftir flaggskipinu í rjúkandi sælöðri og sjó — inn í myrkrið. Edward H. Watson sjóliðsforingi var enginn unglingur. Hann hóf nám á flotaherskólanum í Kentucky 1891 og hafði stjórnað skipi í 18 14 --------- NÝTT SOS ár. Á árum fyrri heinrsstyrjaldarinnar var liann skipstjóri á anrerísku herflutningaskipi, sem sigldi milli Bandaríkjanna og Frakklands. í þrjú ár eftir stríðið var hann æðsti yfirmaðúr á herskipinu „Alabanra". Sína núverandi stöðu hafði hann haft í tæplega eitt ár. Þetta örlagaríka kvöld hafði hann ekki verið nrinna umhyggjusanrur eða árvakur en endra- nær. En það, senr hann vissi ekki, var að jarð- skjálfti í Japan, hafði fyrir fimm dögunr drepið 30.000—40.000 manna og sent stórar flóðbylgjur at stað út yfir Kyrrahafið, og að löng röð af þessum „tilbúnu" bylgjunr var nú að enda langa ferð sína við klettótta strönd Kaliforníu. Og einmitt klukkan 9 unr kvöldið var flotadeild- in, eftir útreikningum Watsons, beint út af siglingarennunni inn til Santa Barbara, og í unr það bil 12 knr. fjarlægð frá ströndinni. En þetta var algerlega rangt. Raunverulega voru skipin 40 kílómetrum norðar en lrann hélt, og fast upp við land. Þegar flotadeildin beygði til bakborðs, brun- uðu þessir 1500 tonna stálkassar beint á skerja- garðinn og ströndina nreð 40 kílómetra hraða á klukkutíma. Sjö mínútum eftir skipunina, renndi „Delplry" hnífskörpu stefni sínu á sker. Hvað Watson sjóliðsforingi hefur lrugsað á því augnabliki, þegar hvítt brimlöðrið konr fram úr myrkrinu, og lrjartanu og botninum úr lrans góða skipi var svipt burtu, fær enginn nokkru sinni að vita. En svo mikið er víst: Watson sjóliðsforingi fékk aldrei skipstjórn framar!-- Sskipin beygðu í skörpum boga og skildu eft- ir hyíta hálfhringi á dimmu hafinu. Fremst var „Delphy". Þar á eftir fylgdu: „S. P. Lee“, „Young“, ,AVoodbury“, „Nicholas", „Farragut“ og „Fuller“. Eftir þeinr komu svo „Percival“, ,,Sonrers“, „Chauncey", „Kennedy“, „Paul Hanr ilton“, „Stoddert" og „Tlrompson“. Á „S. P. Lee“, sem fylgdi fast á eftir flagg- skipinu, reyndi Arthur Small, kapteinn, að forðast að rekast á „Delphy“ með því að leggja stýrið alveg í borð, og „S. P. Lee“ þaut fram lrjá flaggskipinit í nokkurra metra fjarlægð og skrúbbaðist inn á nrilli nokkurra skerja. Stefnið lagðist inn eins og harmónikubelgur, en skipið þrykktist fast á nrilli skerjanna aðeins með ör- litla slagsíðu. Ringulreiðin varð aftur á móti

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.