Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 20
Annar • svartur köttur eignaðist sex kettlinga og skipstjórinn lét lóga tveim þeirra. Þetta kattadráp vakti óhemju reiði meðal há- setanna. „Nei, herra," mælti einn stýrimannanna við skipstjórann, „þetta mátti alls ekki ske! Að drepa svarta ketti! Það gildir sama og að skip leggi úr höfn 13. einhvers mánaðar eða á föstu- degi.“ „Hvaða firra er þetta? Hvað eigum við að gera með öll þessi kvikindi um borð? Þetta er þó fjandakornið ekki neinn sirkus? En hvað um þá Crossey og Preedy, eru þeir ennþá ó- vinir?" „Ja, vinir eru þeir að minnsta kosti ekki. Þeir hafa slegizt, og eru áreiðanlega ósáttir enn.“ „Ned sagði, að Crossey hefði líf stúlkunnar á samvizkunni," hélt maðurinn áfram „Líf stúlkunnar á samvizkunni? Hver segir, að hún sé dauð?“ „Enginn veit það með vissu. En það eru tvær nætur síðan . . .“ Hann hætti allt í einu, en skipstjórinn heimt- aði framhaldið. „Leysið frá skjóðunni!" „Jæja, fyrst þér krefjizt þess. Fyrir tveim nótt- um sá einn kyndaranna hvfta vofu á lestarop- inu og heyrði . . .“ „Hrópað á hjálpl Var það ekki? Nei, svona sögu mtrúi ég ekki. Á morgun komura við til Port Pirie. Þá fyllum við lest númer eitt af vör- um, og þá verður þar ekkert pláss handa draug- um.“ Já, lest 1 var fyllt í Port Pirie. Og ekki aðeins hún, heldur allar lestar. Farmurinn var zink- massi, þungt efni og leðjukennt. Það var skip- að um borð 6500 tonnum af þessu góðgæti, og fyrsti stýrimaður. sem bar ábyrgðina á hleðslu skipsins var allt annað en ána^gður með þenn- an farm. „Þessi grautur heldur allri bleytu 1 sér, ef sjór kemst í skipið, og dælurnar koma ekki að neinu gagni,“ sagði stýrimaður við hafnarvörð- inn. „Hafið engar áhyggjur af þessu, Mr. Eaton. Þetta er gott skip, og yfirvöldin munu stað- 20 --------- NÝTT SOS festa, að skipið er hlaðið samkvæmt settum reglum og fyrirmælum." Trevessa var í Port Pirie frá 29. apríl til 15. maí 1923. Þá var lagt af stað heimleiðis. Skipið átti að koma við í Fremantle og Durban, en síðasti áfanginn var Antwerpen. Einn daginn kom yfirþjónninn, John Berry, að máli við skipstjórann. „Það er enn vegna kattanna, herra, þó það sé nú raunar ekki svart- ur köttur.“ Skipstjórinn lét fallast niður á stól, hreint dolfallinn. „Það bættist reyndar við einn svartur köttur í Port Pirie, en sá skolli hljóp í land aftur. En það var þessi bröndótti, sem var allra uppáhald. Hann er dáinn af óþekktum orsökum,” lauk yfirþjónninn máli sínu sorgmæddur á svipinn. „Já, John, ef þessu heldur svona áfram, þá verð ég sjálfur hjátrúarfullur. En hvað er að frétta af draugnum? Hefur hann komið aftur?“ „Nei, herra. — En það hefur ekki komið neitt lífsmark frá Kitty. Líklega er hún látin.“ „Það þætti mér leiðinlegt. Þetta var pryðis- stúlka og ég skil ekki þennan Crossey." Samtólið varð ekki lengra. Skipstjórinn gekk út á brúarvænginn. 24.-25. mai tók Trevessa kol til viðbótór í Fremantle. Eiginlega átti skipið að fara þaðan að kvöldi 24., en þá var svartaþoka, svo hætt var við brottförina. Áhöfnin var í versta skapi. „Við komumst aldrei heim . . .“ lét einhver skipverja sér um munn fara. Því miður reynd- ist það allt of mikið sannmæli, kannski líka hvað þann snerti, sem þessi orð mælti. Trevessa ferst. Það höfðu verið stillur mánuðum saman, en svo breyttist veðrið skyndilega til hins verra við brottför Trevessa frá Fremantle. 2. júní varð sjógangurinn svo ofsalegur, að skipstjórinn lét draga úr ferðinni, en næstu nótt snérist stormurinn meira til suðurs. Það var raunar heppilegt, því Trevessa hélt vestlæga stefnu. En þann 3. júní, sem bar upp á sunnu- dag, reið brotsjór yfir skipið bakborðsmegin,

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.