Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 19
þiátt fyrir skipanirnar, sem hann gaf. „Hjálp! Hjálp!“ „Kona!“ öskraði Ned. „Það er kona í lest- inni!“ „Hvaðan kemur hún?“ hrópaði Mike. „Jú, það heyrist greinilega!" „Haldið ykkur fast, piltar!“ Næsti brotsjór skall yfir. Ned kallaði til þriðja stýrimanns: „Við verðum að bjarga konunni! Já, Mr. Ball, það er kona! Nú kallar hún aftur!“ „Bjarga, jú gott og vel. En hvernig? Kven- maður? Þig er að dreyma, Preedy!“ Þeir urðu óttaslegnir, því engin mennsk kona átti að vera um borð. „Reynið að hjálpa mér! Eg dey!“ „Látið mig fara niður!" öskraði Ned. Það heyrðist greinilega skvampið í sjónum í tómri lestinni. „Látið mig hafa ljósker! Eg verð að fara niður!“ Enn skall brotsjór á skipinu. Síðan kom hlé. Ned missti fótanna í lestinni. Sjórinn flæddi yfir liann. Ljósið hafði slokknað. Hann þreif- aði í kringum sig og greip í einhverja mann- lega veru. „Dragið upp!“ hrópaði hann. Og eftir tvær mínútur var hann kominn upp með meðvit- undarlausa stúlku í fanginu. Hún var dökk- liærð. Blóð rann úr enninu. „Það er — það er — Kitty! “ hrópaði hann skelfdur á svipinn. Þá varð Ned allt í einu gripinn óstjórnlegri bræði. Lífshættan og áreynslan hafði magnað hana og meðaumkvunin með þessum leynifar- þega, sem var að elta einn hásetann. „Það er þér að kenna, þinn svívirðilegi þrjót- ur!“ hreytti hann út úr sér. Þá greiddi hann Mike mikið högg, svo hann skall kylliflatur á þilfarinu. Mike brölti á fætur og hjálparmenn þriðja stýrimanns fóru með stúlkuna. Stúlkan var borin inn í sjúkraklefann undir brúnni. Það var ekki hægt að loka lestinni. En það hafði heppnazt að gera við rafleiðsluna og dælurnar höfðu undan. Fárviðrið var á enda. En þetta var ekki nema fyrsti þátturinn í langri óheillasögu þessa skips. Kitty Hallstead, sem var aðeins 18 ára, var allmikið meidd. Hún hafði kastazt út í skips- hliðina og á skilrúm. Það gekk kraftaverki næst, að hún skyldi sleppa með brotinn handlegg og slæmt höfuðhögg. Hún sagði skipstjóranum frá ævintýri sínu. „Hvernig og hvenær komuð þér um borð, ungfrú?“ spurði hann. „Tveim tímum fyrir brottför. Það var snemma morguns og koldimmt. Eg fór um borð í litlum bát, klifraði upp og faldi mig í lest- inni. Eg hafði mat í tösku, líka drykk. En í veðurofsanum í gær varð ég hrædd. Eg ætlaði þá að fara upp úr lestinni, en það var ekki hægt, allt lokað, enginn heyrði þegar ég kallaði á hjálp. En svo flæddi sjórinn niður. Það var hryllilegt, skelfilegt!“ „En hvað kom yður til þess að gera þetta. og annað eins?“ „Af því,“ hún barðist við tárin, „að Mike Crossey hafði lofað að giftast mér. En hann sagðist verða að fara á sjóinn til þess að þéna^ peninga. En ég treysti honum ekki, og ég hafðí líka heyrt, að auðveldara væri að ganga í hjóna- band í Ameríku." „Mike Crossey vissi sem sé ekki, að þér vor- uð um borð?“ „Nei, nei! Mike á enga sök á þessu. Enginn vissi um þetta.“ „Eg trúi yður. Mike hefur vissulega gert margar stúlkur vitlausar í sér. Nú sendi ég hann til yðar.“ Mike hlýddi boði skipstjórans með ólund. Þegar hann kom til baka til þess að taka við stýrinu, sagði hann: „Giftast í Ameríku, ekki nema það! Hún hef- ur ekki leyfi foreldra sinna til þess. Og ég læt ekki neyða mig til neins!“ Heilsu Kitty Hallstead fór hnignandi. Hún fékk liáan hita og 15. janúar var hún flutt í sjúkrahús í Kap Breton. Trevessa hélt svo á- fram áleiðis til Nýja Sjálands og Ástralíu. Og Mike Crossey fór með. Það hélzt ldýtt og gott veður allt til Ástralíu. Þó fannst sumum af áhöfninni, að eitthvað illt væri í aðsigi. í Timaru hafði svartur kött- ur sézt hlaupa frá borði! Það vissi ekki á gott. NÝTT SOS -------------- 19

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.