Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 16
ir löngu orðinir „glóandi“, og sjúkrabílar og
allskonar hjúkrunar- og hressingargöngn voru
á leiðinni á strandstaðinn. Þar mætti mönnurn
óhugnanleg sjón. í flýti hafði verið hrúgað sam-
an öllu mögulegu braki og kveikt bál, og stóðu
skipbrotsmenn eða sátu í kringum það til þess
Blóðhundur Bully Woterman.
Framhald af bls. 8.
og keypti stóran búgarð í Salona County í Kali-
forníu, og sagt er að hann hafi stofnsett borg-
ina Fairfield.
Bar nú ekkert á honum um hríð. En allt í
einu er liann kominn franr á sjónarsviðið aftur
og er nú orðinn trúboði, sem ferðast um frá
borg til borgar til þess að boða trú og frelsa
villuráfandi sálir. Eitt sinn, er hann var á þessu
trúboðsferðalagi sínu, kom hann um borð í
skip, sem lá í San Francisco höfn, en til allrar
ógæt'u fyrir hann, voru meðal hásetanna nokkr-
ir menn, sem siglt höfðu með honum áður.
Þessir tnenn ruku strax á þennan fyrrverandi
kvalara sinn og köstuðu honum fyrir borð, þeir
reyndu að lialda honum í kafi með löngum
stjaka til þess að senda hann sjálfan yfir í ei-
lífðina ,en þá kom hafnarlögreglan á vettvang
og bjargaði Bully Waterman.
Bully Waterman dó eðlilegum dauða á bú-
garði sínum 1884 og var þá 76 ára gamall.
Eflaust mun mörgum finnast ótrúleg þessi
frásögn af fyrstu ferð „The Challenge“. En hún
er þvf miður dagsönn frá orði til orðs; og það
er talið, að þeir sem eitthvað þekktu til hins
ameríska Kap Horn-flota, eins og hann var á
sýðustu öld, yrðu ekkert hissa þótt þeir læsu
þessa frásögn um Bully Waterman og stýri-
menn hans.
Allt það, sem sagt er hér í þessari frásögn, var
eiðtekið í réttarhöldunum í San Francisco,
þrátt fyrir það, að dollaragreiðslur og sniðugheit
skipstjóra björguðu honum frá dómi.
Nokkrum árum eftir þetta var „The Chall-
enge“ selt til Englands og gert út þaðan undir
nafninu „The Golden City“.
Skipið strandaði við Ushant á vesturströnd
Frakklands árið 1868 og þar með var ferli þess
lokið.
16 --------- NÝTT SOS
að reyna að halda á sér hita. Margir voru aðeins
klæddir náttfötum, en nokkrir höfðu teppi, all-
ir voru þeir makaðir í olíu, og þó nokkrir
liöfðu fengið olíuna svo í augun, að þeir sáu
ekki handa sinna sk.il.
Áhafnir hinna skipanna náðust ekki í land
fyrr en daginn eftir, hinn 9. september, og
um hádegið var gerð liðskönnun. Á skipunum
höfðu í allt verið 48 liðsforingjar og 700 ó-
breyttir. Það kom nú í ljós, að það vantaði 27.
Hve nrargir hafa drýgt hetjudáðir þessa
dimmu, hræðilegu nótt, getur enginn vitað, en
vitað ei', að loftskeytamennirnir sátu við tæki
sín, þar til þau voru óvirk eða ónýt, það er vit-
að, að McEahy synnti í land með línu og að
Olaf Peterson synti frá „Young" til „Chaunc-
ey“. G. E. Jordan, sjóliði á „Young“ drýgði
þriðju dáðina. Þegar skip hans lenti á skrúfum
„Delphys", hafði L T. Scott, kallaður „Scotty“,
stokkið inn í vélarúmið, þrátt fyrir það, að
vatnsþéttu rúmin voru að renna fyrir og hann
myndi þar af leiðandi lokast inni. Síðast sást
hann vera að skrúfa fyrir olíuna til katlanna,
því ef ekki væri lokað fyrir hana mátti óttast
hræðilega ketilsprengingu. Jordan sjálfur náði
rétt að komast upp á þilfarið um leið og skipið
fór á hliðina. Niðri höfðu ekki allir haft tíma
til að komast fram úr kojunum. Skipið lagðist
á hliðina og veinin í þeim heyrðust þegar það
sökk.
Einmitt þarna um hádegið, þegar liðskönn-
unin var að fara fram á stöndinni við strand-
staðinn, sáust fimm menn koma úr norðri.
Hcfði þetta verið í róman, hefði maður sagt að
þessu þyrfti að breyta, en lífið sjálft er oft ótrú-
legra en nokkur róman, og sem sagt: einn
hinna nýkomnu var Scotty! Hann veit ekki
enn þann dag í dag, hvernig hann komst út úr
þessari stállíkkistu, en sennilega hefur súðin
rofnað og hann þrýst út með innilokuðu lofti.
Hvað sem því líður, þá kom hann allt í einu
til sjálfs sín, þar sem hann var syndandi í sjón-
um, og einmitt eins og örlögin hefðu ákveðið,
að sá, sem hefði heppnina með sér, skyldi hafa
hana tvöfalda, rakst liann í myrkrinu á björg-
unarfleka, sem fjórir aðrir skipbrotsmenn voru
fyrir á. Þá rak norður á bóginn undann straum