Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 27
Ein á bílabzautinni Þetta var bara hugboð. Kjánalegt liugboð. ekkert annað. En Lára gat ekki ráðið við það. Það var staðreynd að grái bíllinn vakti hjá henni óskiljanlegan ótta. Hún og Tom höfðu ekið um klukkutíma eftir bílabrautinni. Hún liafði smátt og smátt vanist rauðum ljósunum frá bílunt, sem hurfu framundan. Á hinni braut inni þaut endalaus röð af bílum á móti þeim og hurfu hver af öðrum eins og leiftur. Allt var eins og það átti að vera. Við Littleto sáu þau gráan bíl, og þá fann Lára til þessa óútskýranlega ótta. Bíllinn kom eftir hliðarvegi, sem lá inn á bílabrautina. Hann ók svo hratt eftir hliðarveginum, að hann tók síðustu beygjuna á tveim hjólum og nam svo snöggt staðar við bílabrautina, að hann hnikktist til. Það var gjörsamlega tillitslaus akstur. Tom veitti þessu enga athygli, og Lára sagði honum ekkert um óttann, sem greip hana. Að stundarkorni liðnu sagði hann: „Við verðum að nema staðar við næstu benzínsölu. Við er- um að verða benzínlaus.“ Lára kinkaði kolli og hugsaði með sér: Eg verð að reyna að hrista af mér þessa óttatilfinn- ingu, þessa ímyndun, að það sé hætta á ferð- um. Nokkrir bílar fóru framhjá þeim hver á eft- ir öðrum. Tom ók varlega og öruggt. En allt í einu varð hann að hemla snögglega. Bíll, er ók svo óhugnanlega hratt, að bílstjórinn virtist ekki hafa fullt vald yfir honum, straukst svo þétt fram hjá þeim, að Tom neyddist til að snarstöðva til þess að komast hjá árekstri. Láru fannst hjartað í sér hætta að slá — því þetta var grái bíllinn. Hún uppgötvaði allt í einu að hún sat með krepptar hendurnar eins og í krampa. Tom hrutu af vörmu nokkur ergileg orð um ökunýðinga, en sagði annars ekki fleira. Dálítið lengra fram með veginum sáu þau ljósin frá næstu benzínstöð. Lára lokaði augun- um. Það var engin meining í, að hún yrði allt- af gripin þessari óttakennd ef hún sá þennan gráa bíl. Hann hafði numið staðar við benzín- stöðina. Þegar Tom ætlaði líka að beygja upp að stöðinni, kom hún lauslega við handlegg hans og ætlaði að biðja hann að halda áfram- En það var svo bjánalegt. Bæði var, að þau voru alveg að verða benzínlaus og hitt, að það var ekki hin minnsta ástæða fyrir hann að ótt- ast neitt. En hún var hrædd, og þau voru neydcL til að stanza. Tom ók inn á stöðina og nam staðar rétt fyrir aftan gráa bílinn. Hann leit yfir að veit- ingastofunni. „Langar þig ekki í kaffibolla eða eitthvað annað.“ Hún hristi höfuðið og reyndi að brosa.----- Nú var búið að fylla geyminn á gráa bíln- um. Bílstjórinn borgaði og settist inn. Til þess að ná að beygja frá varð hann að aka örlítið afturábak. Hann rykkti bílnum óþolinmóðlega til, eins og hann tæki hopp. Það heyrðist skell- ut grái bíllinn hafði ekið á bíl þeirra. Láru fannst hjartað koma upp í hálsinn á sér. Hún var nú lieltekin lamandi hræðslu. En dæld í aurbretti er nú ekkert ægilegt. Það get- ur í hæsta máta gert menn ergilega. Grái bíllinn tók kast áfram. Bílstjórinn hall- aði sér út, til þess að líta á skaðann. Það voru þrír menn í bílnum auk hans. Enginn þeirra sagði neitt, en augu þeirra gerðu Láru enn hræddari. Tom fór út og leit á dældina í aurbrettinu- „Það er ekkert alvarlegt," sagði hann. „Við- gerð, sem í hæsta lagi kostar nokkra dollara."' Hann tók upp vasabókina sína og skrifaði upp númerið á gráa bílnum, skrifaði svo sitt eigið bílnúmer og fékk bílstjóranum ásamt nafni NÝTT SOS --------------- 27

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.