Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 18

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 18
112 Þ J Ó Ð I N liann sagt; „þ'ví mér lízl ekki á snjóhengjurnar hérna fyrir ofan“. — Hún vissi vel livað hann álti við, það voru háar og brattar hlíðar fyr- ir ofan hæinn og flóðahætt, þegar kingt hafði niður miklum snjó, eins og núna upp á síðkastið. En Guðrún litla var ekkert hrædd við snjóflóð; aftur á móti þótti henni vænt um þýðvindi og hláku, því þá var henni ekki eins kalt. Það var ósköp erfitt að fara á fætur á morgnana, þegar kuldinn var mik- i 11, en hún varð alltaf að drífa sig ofan á undan gömlu hjónunum og færa þeim heitt kaffi i rúmið. Henni hafði runnið í hrjóst aft- ur, en hún lirökk fljótlega upp við kuldalega rödd Sigríðar gömlu: „Ætlarðu að sofa til hádegis, stelpu- ræfill! Farðu undir eins fram að liita kaffið og flýttu þér nú!“ Guðrún litla rauk upp með and- fælnm og' fór að tína á sig spjar- irnar. Föt hennar voru flest kar- hætt og slitin, en þó átti hún eina flík góða, nefnilega peysuna, sem góða konan á nágrannahænum hafði gefið hcnni. llún hafði alltaf vik- ið góðu að lienni, þessi kona, enda var hún bæði falleg og væn; sjálf átti hún ekkert harn. — Meðan Guð- rún litla var að hugsa um þetta, datt henni allt i einu í hug draum- urinn, sem hana hafði dreymt um nóttina. Draumurinn var um hrafn, sem kom til liennar með jólagjaf- ir. Og hrafninn var einmitt að krúnka í erg og gríð fvrir utan gluggann núna. Hann var líklega svangur, aumingja greyið. Hún flýtti sér að kveikja upp í hlóðunum og liita kaffið handa liúshændum sínum. Þegar hún var búin að færa þeim það í rúmið, gat hún sjálf fengið sér sopa. Hún sat við hlóðirnar og sötraði kaffið í ró og friði. En á meðan komu nokkrir stormsveipir og litln síðar huldi regnið á gluggakytrunni. Frið- finnur gamli hafði haft rétt fyrir sér, að skipta myndi um veðurlag; það skeði oft fljótlega þarna i daln- um. Og þetta var hreint og heint stórrigning. Allt í einu krúnkaði hrafninn á- kaft fvrir utan eldhúsgluggann. Guðrún litla hrosti. „Ertu þarna, vesalingur,“ kallaði liún til lians; „nú skal ég strax koma með eitt- hvað í gogginn á þér!“ — Hún var vön að lauma undan eins miklu og hún gat af matarleifum, handa þessum eina hrafni, sem hélt til á hænum. Þau voru vinir. Ivannske var það einmitt sami hrafninn, sem hana liafði dreymt í nótt: Hann kom til hennar með stóra körfu í nefinu og sagði: „Þetta átt þú að fá i jólagjöf, Guðrún mín.“ Og þeg- ar hún opnaði körfuna, þá voru í henni ljómandi fallegir kjólar, stíg- vél, margar hækur, hálsfestar og allskonar skraut, sem hún hafði varla þorað að láta sig dreyma um. Hún þakkaði hrafninum með handahandi og spurði: „Hvers vegna á ég að fá allt þetta?“ Hrafn- inn þrýsti hönd hennar með vængn- um, og rödd hans var hlý og vin- gjarnleg, eins og góðu konunnar á nágrannabænum: „Þú færð þetta af þvi að þú ert góð stúlka, sem gef- ur hungruðum að borða. Því þeir,

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.