Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 6
Það var snemma að morgni þess
15. apríl 1910, og veðrið var kalt
og hráslagalegt. Fjórir sjómann-
anna um borð í skonnortunni voru
að ýmsum störfum uppi á þiljum.
Skonnortan Erndte frá Ham-
borg var á leiðinni frá Memel til
Bremen með farm í lestunum og
timburstafla á þilfarinu. Skip-
stjórinn, Hans Engellandt, gáði til
veðurs og gerði sér ljóst, að enn
myndi hvessa og versna í sjóinn.
Hann gaf fyrirskipun um að
reyra þilfarsfarminn enn betur
niður.
Skonnortan var komin út á
rúmsjó, þegar tók að hvessa af
norðaustri skömmu fyrir hádegið.
Það óhapp vildi til, að vindáttin
sló skyndilega yfir í vest-norð-
vestur, og meðan verið var að
bagsa skonnortunni eftir vindi,
braut sjór yfir þilfarið og eyði-
lagði eina lestarlúguna. Áður en
áhöfnin fékk komið nýrri lúgu á
fossaði sjórinn niður í lestina og
skonnortan varð þung og silaleg
í stýri. Áhöfnin hamaðist við
dælurnar og náði sjónum að
mestu leyti, en undir þiljum var
líka timburfarmur, og hann hafði
drukkið talsverðan sjó í sig.
Undir sólarlag hvessti enn til
muna, og Engellandt lét rifa segl-
in. Skonnortan lét betur í sjónum,
en brotsjór sleit böndin af einum
timburstaflanum, svo að öllu
timbrinu skolaði fyrir borð. 1
hamaganginum skall einn plank-
inn á fokkunni, sem rifnaði í
tætlur.
Næturmyrkrið var niðadimmt,
og það var óskaplegt erfiði að
bæta seglið. Hvassviðrið hélzt
langt fram eftir nóttu, og i fyrstu
morgunskímunni leit hafið út eins
og sjóðandi pottur. Stýrimaður-
inn kom upp í sjóklæðum til þess
að leysa Engellandt af, en hann
hafði staðið við stýrið alla nótt-
ina og var orðinn gegndrepa. Á
eftir stýrimanninum kom háseti.
Allir aðrir voru á þiljum. Þegar
búið var að ræsa alla áhöfnina,
fannst Engellandt hann vel mega
við því að fara niður í káetu sína
og fara í þurr föt.
Hann hélt niður og gætti þess
að loka lúgunni vandlega á eftir
sér. Hann fór úr blautu fötunum,
þurrkaði sig vandlega og íklædd-
ist þurrum fötum.Veltingurinn
færðist stöðugt í aukana, og hon-
um reyndist æ erfiðara að fóta
sig. Það var enginn vafi á því, að
fellibylur var að skella á.
Rétt i þvi að Engellandt var að
smeygja sér í vaðstígvélin, tók
skonnortan svo hrikalega veltu,
að hann datt og lamdi höfðinu við
bjálka. Allt inni í káetunni
hvolfdist við, það slokknaði á
lampanum, og þegar hann hafði
jafnað sig nokkuð eftir höfuð-
höggið, sem hann fékk, fann hann
að sjórinn skvampaðist upp eftir
fótunum á honum. Fyrst datt hon-
um í hug, að lúgan hefði opnazt,
svo að sjórinn hefði fossað inn,
en þegar hann leit upp, sá hann
ekki minnsta skímuvott, svo að
lúgan hlaut að vera aftur.
Stormhvinurinn var svipaður
og áður, en það var eins og hann
hefði breytt um eðli. Hvinurinn
var tómlegri en áður. Og Engell-
andt gat ekki lengur heyrt þyt-
inn í kappanum. Um þetta braut
hann heilann, meðan hann leitaði
að lampanum. Möstrunum skyldi
þó aldrei hafa skolað fyrir borð?
ÁRIÐ 1910 HVOLFDI SKOIXIIMORTUIMIMI
ERIMDTE FRÁ HAIUBURG Á EYSTRA-
SALTI. SKIPSTJÓRIIMIM LOKAÐIST IIMIMI
í FLAKIIMU, SEIXI RAK UIU HAFIÐ.
- ÞETTA ER EIIMHVER ÓTRÚLEGASTI
ATBURÐUR, SEIXI IMOKKRU SIIMIMI
HEFUR GERZT í SÖGU SJÓHRAKIMIIMGA
EINN Á REKI...
FRÁSÖGN AF SJÚHRAKNINGUM
Hann varð að flýta sér upp á
þilfar, en hann fann hvergi stig-
ann. Hafði hann losnað í veður-
hamförunum? Jæja, það skipti
svosem engu máli. Hann gæti allt-
af lyft sér upp á höndunum upp
í gegnum lúguna. Og svo tók
hann að fálma upp í loftið í
myrkrinu, — en hann fann bara
enga lúgu heldur!
Þetta fannst honum beinlínis
fjarstæðukennt. Hann var að vísu
eitthvað ringlaður í höfðinu ennþá,
en hann vissi, að lúgan var á
stjómborða. Raunar fannst hon-
um hann ekki geta með nokkm
móti áttað sig, hann vissi naum-
ast hvað var fram og hvað aftur,
hvað á bakborða og hvað á
stjómborða. Til öryggis fálmaði
hann um allt loftið, en stóð hjálp-
arvana að þeirri athugun lokinni.
Hann var beinlínis tekinn að ef-
ast um, að hann væri með öllum
mjalla. Hann fann ekki nokkra
lúgu yfirleitt.
Hvað sem það kostaði, varð
hann að útvega sér ljós. Hann
fálmaði um gólfið, þangað til
hann fann lampann, þurrkaði
vandlega af honum og kveikti.
Síðan lyfti hann lampanum upp
undir loft, og sannfærðist um, að
hann hefði fundið rétt — það var
engin lúga á loftinu!
Engellandt kiknaði í hnjánum,
og honum fannst nauðsyn að fá
sér sæti. Þá rak hann fótinn í
eitthvað á gólfinu, sem hann
kannaðist ekki við, að ætti þar
að vera. Hann teygði lampann
framfyrir sig, og það munaði
minnstu að hann missti hann af
hræðslu, þegar hann gerði sér
ljóst, hvað þetta var. Þetta var
ramminn á þaklúgunni!
Þúsund tætingslegar hugrenn-
ingár þutu um hugskot hans, en
loks rann óhugnanlegur sannleilc-
urinn upp fyrir honum, — skonn-
urtunni hafði hvolft, svo að kjöl-
urinn sneri upp!
Fyrst datt honum í hug, að
hann væri á leiðinni niður á hafs-
botn, en svo gerði hann sér ljóst,
að hann flyti á timburfarminum
og inniluktu loftinu. Ef skrokk-
urinn væri á niðurleið, myndi
hann ekki heyra stormþytinn og
öldugjálfrið.
Engellandt hugsaði til áhafnar-
innar, og það fór hrollur um
hann. Hún hafði áreiðanlega far-
izt öll sömun. Sjórinn var ís-
kaldur, og það hafði naumast tek-
ið lengi af. Á þessum tíma árs
þoldi enginn að vera nema
nokkrar mínútur i Eystrasalti.
Dauði hans sjálfs myndi taka
talsvert lengri tíma. Hann myndi
kafna hægt í þungu loftinu.
Stundarkorn sat hann von-
daufur á lúgukarminum. Sjórinn
gjálfraði upp um fæturna á hon-
um, en svo herti hann upp hug-
ann, og hugsaði með sér, að allt-
af væri von, meðan skonnortan
héldist á floti. Hann náði sér í kú-
bein, sem hann geymdi í verk-
færakistu og gat búið til nógu
stórt gat til að skríða inn í lestar-
rúmið við hliðina. Þar höfðu
plankamir runnið til, svo að hann
komst alveg til botns. Hann lýsti
fyrir sér með lampanum og sá
greinilega botnplötumar og blý-
kjölfestuna. Það lék enginn vafi á
því. Skonnortan var raimvem-
lega á hvolfi. Hann heyrði
greinilega, hvemig öldurnar
skullu á kilinum.
Spumingin var aðeins sú,
hversu lengi stormurinn héldist.
1 hvassviðri sem þessu myndi
ekki nokkur farkostur hætta sér
í námunda við skipsflakið. Til að
leita fyrir sér lamdi hann kú-
beininu í botnplötumar. Það var
útaf fyrir sig notalegt að heyra
sterkan hljóminn. En hvemig svo
sem það atvikaðist, þá hentist
kúbeinið úr greipum hans og
hvarf inn á milli plankanna. Og
þrátt fyrir ákafa leit hans var
honum ekki með nokkru móti
unnt að finna það aftur. Eftir
þetta neyddist hann til að berja
með plankastubbi. En það yrði að
lygna talsvert áður en nokkuð
þýddi að fara að gera vart við sig
með þessu móti.
Það sem næst lá fyrir var að
hugsa um vatn og mat. Hann
hafði upp á matarkistunni og tók
upp úr henni það, sem ennþá var
þurrt, — kexkassa, þurrkaða á-
vexti, molasykur, reykt svins-
læri. Þama var líka hálfpottur
af brennivíni, — og það bezta af
öllu — kútur með fresku vatni.
Það var þurrast í lestarrým-
inu uppi á plönkunum, og þar
kom Engellandt sér fyrir með
vistir sínar. En svo greip hann
skyndilegt innilokunaræði, og
hann greip plankastubbinn og
hamraði á botnplötunum eins og
óður maður þangað til hann
missti næstum meðvitundina.
Hann lá lengi kyrr og jafnaði
sig eftir æðið og hugsaði málið.
Hann varð að hafa hægt um
sig, fyrst um sinn myndi hann
hvorki deyja af þorsta eða
hungri. Verra var það með and-
rúmsloftið. Það var hreint brjál-
æði að hamast og eyða súrefni að
nauðsynjalausu.
Hann svaf í nokkrar klukku-
stundir, og þegar hann vaknaði,
fann hann, að stormurinn hafði
talsvert lægt. Hann skreið að
þiljugatinu og stakk höfðinu inn
í káetuna til að athuga sjávar-
hæðina. Þá veitti hann eftirtekt
örlítilli birtu, sem stafaði frá
tveim litlum krönum, sem voru
undir sjó. Honum datt í hug, að
myndi birta talsvert, ef hann
opnaði lúguna.
Opna lúguna, já! Hversvegna
hafði honum ekki dottið það í
hug fyrr? Hann gæti þá kafað
niður um hana, komið upp utan
skipskrokksins og klifrað upp á
kjölinn. Þá gæti hann veifað og
þannig ef til vill vakið á sér at-
hygli.
Já, þetta var hugmynd, sem því
miður reyndist ekki framkvæman-
leg. Hann bisaði lengi og ræki-
lega við lúguna, en hann megn-
aði ekki að hreyfa hana um milli-
meter. Hún hafði undizt svo og
þrútnað í sjónum. Engellandt
lagði sig á plankana og dottaði,
þangað til birtudeplamir tveir
voru horfnir. Þá vissi hann, að
fyrsti dagurinn væri á enda. Til
þess að fylgjast með timanum
batt hann hnút fyrir hvern dag
á snærisspotta.
Og svo liðu dagarnir. Það var
komin heil röð hnúta á snæris-
spottann.
Hann veitti því eftirtekt, að úti
fyrir myndi allt vera gjörbreytt.
Storminn hafði lægt, og það yrði
ekki hættulegt fyrir annað skip
að nálgast flakið. Engellandt
tók því að hamra reglubundið á
plöturnar með plankastubbnum.
Hann sló fimm sinnum, taldi
hægt upp að hundrað, meðan
hann lagði við hlustirnar, og sló
síðan aftur fimm sinnum. Þannig
liðu dagarnir.
Stöku sinnum fannst honum
hann heyra í skipi í grenndinni,
en hann var aldrei viss um það.
Hann hafði borðað og drukkið
eins lítið og hann mögulega komst
af með, Þessvegna var hann orð-
inn svo veikburða, að hann varð
að taka sér lengri hvíldir á milli
barsmíðanna. En kjarkinn hafði
hann alls ekki misst.
Á daginn kvaldi hitinn hann.
Þegar sólin skein á skipsflakið,
varð hitinn inni í því eins og i
steikarofni. Eina ráðið til að
kæla sig var að fá sér bað í köld-
um sjónum í káetunni, og það
hafði slæmar afleiðingar. Hann
kvefaðist og fékk háan hita.
Þegar hnútarnir voru orðnir 11
á snærisspottanum, lá hann allan
fyrri hluta dagsins í hitaóráði.
Tvisvar sinnum heppnaðist hon-
um að rífa sig upp og berja
plankanum máttlaust í plötum-
ar. Síðari hluta dagsins þóttist
hann greina hljóð utanfrá. Hon-
um fannst það endilega vera eins
og einhver stjakaði með staf eða
bátshaka í skrokkinn. Loksins!
Hann hentist upp með slíku of-
forsi, að hann rak sig upp undir,
— og hneig meðvitundarlaus aft-
ur niður á plankana.
Síðustu vikuna í apríl tilkynntu
allmörg skip, að þau hefði veitt
eftirtekt skipsflaki á reki undan
strönd Þýzkalands. Enginn gat
með nokkurri vissu sagt, hvað
þetta væri. Það glampaði á það
í sólskininu. Þetta gat eins verið
bauja og flak.
En dag nokkurn kom áhöfnin
á norsku skonnortunni Aurora
auga á rekald þetta sextán
sjómílur út af Danzig. Það var
aðeins kul og sjólítið, svo að
skipstjórinn ákvað að sigla að
því og athuga það nánar.
Ur hundrað metra fjarlægð var
hann viss um, að þetta væri
skonnortuflak. Það var ekki
nokkur lifandi vera sjáanleg á
flakinu, en eitt var undarlegt við
það. Frá því bárust greinileg
högg, svo að ekki varð um villzt.
— Það var að líkindum eitt-
hvað laust, sem slæst til, sagði
einhver,
— Það er ólíklegt, svaraði skip-
HEIMILISPDSTURINN