Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 9

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 9
oo "5 0 S 3 . Steinvöluþorp stendur rétt við landamæri Gel- bíu, en það er svo lítið, að maður þarf aldrei að læra neitt um það í skólanum. Stundum er hinu og þessu smyglað þar, en það er ekkert sérstakt fyrir landamæraþorp og þetta hefði yfirleitt ekki verið umtalsvert hefðu ekki tvíburabræðurnir Mikki og Rikki búið þarna. „Undrabörn" kallaði ekkjan móðir þeirra syni sína, því þeir voru svo líkir, að hún sjálf þekkti þá ekki alltaf i sundur. En hið furðulega við Mikka og Rikka fólst frekar í þeirri staðreynd, að þeir sáust mjög sjaldan saman, svo-sjaldan að sumir þorpsbúar. töldu vist, að bræðurnir væru ekki tveír heldur einn. En ekkjan vissi mjög vel, að hún átti tvo sýni.' Samt brá henni talsvert i brún þegar hún kom upp einn morguninn til að vekja þá. „Hamingjan sanna Mikki, hvar er hann bróð- ir þinn?" hrópaði hún, því hitt rúmið var tómt: „Og hann Gvendur Guðhræddi var að segja frá þvi í skólanum í gær hvernig það væri að ganga í svefni," svaraði Mikki og nuddaði stírurnar úr augunum. „Ég hugsa að Rikki sé að því núna." „Kennarinn ætti ekki að vera áð kenna ykkur sVona flókna hluti," sagði hún, „klæddu þig nú og farðu að leita að honum bróður þinum!" Mikki lét ekki segja sér það tvisvar því það var eihmitt það sem hann vildi. Rétt á eftir hé]t hann blistrandi að heiman í áttina að strætis- vagnastöðinni. Hinrik strætisvagnastjóri Morkinkvist hélt uppi föstum férðum milli Steinvöluþorps, Grafareyrar og Djúpafjarðar. Vagnskríflið, sem hann flutti farþega sina í, bilaði aftur á móti svo oft, að eng- inn vissi lengur á hvaða tímum ferðirnar áttu upphaflega að vera. Samt var dálítið einkennilegt að fyrsti vagn- inn skyldi ennþá standa þarna klukkan átta um morguninn. Hinrik stóð ekki heldur eins og venju- lega undir vélarhlífinni að gramsa. 1 þetta sinn stóð hann fyrir dyrunum og hleypti engum inn. „Við förum ekki af stað fyrr en þessi strákur er búinn að greiða tvöfalt gjald," tilkynnti hann og benti á Mikka, sem frekar hefði átt að kom- ast með fyrir hálft gjald miðað við stærðina. „Við skulum gera ráð fyrir, að þetta sé Mikki," hélt Hinrik áfram, „þá er óhætt að slá því föstu að Rikki sé búinn að fela sig undir einu sætinu." „Hvað með það?" hrópaði digur verkamaður, sem ruddi sér leið gegnum hópinn. „Hvað með það?" endurtók Hinrik, „heldurðu að ég ætli að fara að flytja farþega fyrir ekki neitt? Tvíburarnir eru alltaf með einlæga pretti. Þeir þykjast hvor um sig vera hinn og segja hvor í sínu lagi, að þeir séu búnir að borga. Og það er aldrei hægt að sanna hvor þeirra það er!" Á sama augnabliki kvað við skerandi flautu- blistur. Blístrið kom frá Lalla lögregluþjóni, sem sá verkefni fyrir sig í þessari mannþyrpingu. Á þeim tuttugu.og sjö árum, sem hann hafði stund- að embætti sitt, hafði hann aðeins getað notað ^CO «SB 8) 9) CS <5 flautuna sina fimm sinnum, svo hann greip þetta tækifæri fegins hendi. „Gangið áfram!" skipaði hann, „líka vagninn, ég á við . .. akið vagninum áfram!" „Þú getur ekki gefið slíka skipun fyrirvara- laust, við höfum rétt til að útlista okkar mál," mótmælti digri verkamaðurinn. Lögregluþjónninn tók upp bók sinai og eftir að allir höfðu' gefið upp aldur sinn, leyfði hann þeím að koma með skýringar. „Jæja þá!" rumdi Lalli og benti á drenginn með ístrunni, „ert þú Rikki eða Mikki? Og engin undanbrögð, mundu það!" „Mikki," sagði drengurinn. „Og hvar er Rikki?" „Að ganga í svefni," sagði Mikki. „Þá hefur hann náttúrlega gengið i svefni inn i vagninn," sagði lögregluþjónninn, „við skulum þá bara athuga hvort Morkinkvist heiur rétt fyrir sér," og hann klóngraðist þunglamalega inn i vagninn, lagðist á hnén og byrjaði að gá undir sætin, eitt og eitt í einu. En hann komst ekki langt, því undir annari sætaröðinni lá dagblað með einhverju efni sem dró ákaft að sér athygli hans . .. (Framh.) HEIMILI5POSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.