Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 7
stjórinn. Flakið' hreyfist ekki.
SetjiO út bát á bakborða!
Nokkrum mínútum slðar var
hann ásamt fjórum hásetum á
leið til flaksins. Þeir festu hak-
ana i skrokkinn og einn hásetinn
fór úr skónum og steig upp á
hálan, _ slimugan skipsbotninn.
Hann tók við fangalinunni, en
hrasaði um leið, svo að krókur-
inn á línunni skall i botnlnn. And-
artaki ...síðar var högginu svarað
innan úr skipinu.
— Það er einhver þama niðri!
Hásetamir litu hver á annan.
Flakið hafði verið á reki i viku
minnst, ef þetta var það sama og
önnur skip höfðu sagt frá, og
hversvegna skyldi það ekki vera?
Engin mannvera gœti haldið lífi í
hella viku undir botnplötunum, —
þetta gæti því ekki verið nokkur
mannlcg vera!
Skipstjórinn leit yfir til Aurom
og sá, að stinningsgola var tekin
að bæra segiin. Hann myndi fá
hagstæðasta byr á leið sinni
beint til Danzig. Hann gaf því
fyrirskipim um, að flakið skyldi
dregið til hafnar, og klukkutíma
síðar var Aurora á leið til hafn-
ar með flakið í togi.
Um hádegi daginn eftir sigldi
Aurora inn í höfnina í Danzig
með neyðarflagg- uppi. Dráttar-
bátur tók strax flakið I sína
vörzlu og kom þvi upp að hafn-
arbakkanum. Digrum stálvírum
var slegið utanum skipið og með
krana var því lyft upp úr sjón-
um. Jámsmiður stóð reiðubúinn
tU að skera gat á plötumar.
Fjöldi manns haföi safnazt
saman, og þegai- skrokkurinn
hófst upp úr sjónum, gátu menn
lesið nafnið, — Emdte frá Ham-
borg. Menn ræddu í ákafa hvað
myndi hafa gerzt. Jámsmiður-
inn lauk starfi sínu, og nokkrir
menn stukku niður með kúbein
og sprengdu plötuna upp. Við
það myndaðist nógu stórt gat til
þess, að maður gæti farið niður
um það. Nokkrir mannanna
skimuðu niður, það var eins og
þeim stæði beigur af því, sem
þeir kynnu að sjá.
Skyndilega birtist dálítið í gat-
inu, — mannshönd. Þetta var
handleggur á sjómanni, það leyndi
sér ekki af hörundsflúrinu.
Mennimir náfölnuðu, þeir héldu
að draugur væri á leiðinni upp.
Þá varð hafnarstjóranum blóts-
yrði á vör og hann stökk niður
með norska skipstjórann á hæl-
unum. Þeir hjálpuðust að því að
lyfta Engellandt upp í gegnum
gatið. Hann var þvi líkastur sem
hann hefði risið upp úr gröf sinni,
en lifsmark var með honum.
Þannig atvikaðist það, að Hans
Engellandt var bjargað frá þvi,
sem virzt hefði bráður bani.
Þetta er einn furðulegasti atburð-
ur í sögu sjóferða. En það var
lika á seinustu stundu, sem norski
skipstjórinn kom honum til bjarg-
ar. Maturinn var búinn og vatnið
lika, Andrúmsloftið var svo til
þurrðar gengið, að það logaði
ekki á eldspýtu, sem stungið var
niður um gatið á plötunni.
Hversu furðulegt, sem það
kann að virðast, hresstist Engel-
landt til fulls eftir þessa þrek-
raun sína. Hann stundaði sjóinn í
mörg ár eftir þetta og varð loks
hafnarvörður í Kiel.
|»|HIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIffl
HÉR HEFST MVIMDASAGAN
SKALLI SKIPSTJÚRI
Dag nokkurn sigldi .Skröggur" inn í
höfnína i Buffalo til að lesta kol.
„Sjáðu!" hrópaði stýriinaðurinn og
benti á fólkið á hafnarbakkanum, ,,karl-
mennirnir þarna eru með sömu skrítnu
hattana og ég sá einu sinni í bíó“.
,,Það hefur þá verið mynd úr villta
vestrinu," mælti Skalli, ,,því þetta eru
hinir svokölluðu kúrekahattar, sem að-
eins þeir hórna í villta vestrinu eru
mcð.“
,,Já,“ svaraði stýrimaðurinn, ,,nú man
ég það. Þetta var óhugnanleg mynd.
Þeir skutu hver á annan á hverri ein-
ustu mínútu. Ég varð svo taugaveiklaður
af því, að ég íór út í miðri mynd! Úff!
Ég vona, að þeir séu ekki jafnæstir
héma."
,,Það er varla svo slæmt," sagði Skalli,
,,ef það gengi eins fyrir sig héma og í
kvikmyndunum væri ekki nokkra lifandi
veru að finna hér i villta vestrinu. SVona,
drengur minn, tylltu nú honum ,,Skrögg"
gamla hérna við bakkann og svo föruin
^rrrntrr*^
við saman í land til að athuga hvar viö
getum fengið kol."
Stýrimaðurinn var samt ekki fyllilega
rólegur, þrátt fyrir orð Skalla skipstjóra.
Og þegar hann gekk á land nokkrmn
augnablikum síðar ásamt Skalla, leit hamn
flóttalegum augum á mennina, sem stóðu
i kringum þá. Einn náunganna vcitti
þossu athygli. ..Auðsjáanlcga sakleys-
ingi. . ." tautaði hann við sjálfan sig og
horfði á eítir þeim félögum. „Ég ætti
að geta slegið eitthvað lit úr þessum."
Þvi lengra sem þeir komu inn í villta
vesturs borgina, því órólegri varð stýri-
maðurinn.
„Mér finnst alveg hræðilega óhugnan-
legt hérna," kveinaði hann, „þeir ganga
hér allir með skammbyssur! "
„Það gerir varla mikið til á meðan þeir
ekki skjóta," sagði Skaili, „vertu nú
ekki alltaf svona hjartveikur! Sjómaður
lætur ekki nokkra vesæla landkrabba
koma sér úr jafnvægi, þótt þeir séu
meira að segja vopnaðir bæði á bakborða
og stjórnborða!"
Stýrimaðurinn ætlaði einmitt að fara
að malda í móinn þcgar skyndilcga
læstist sterk krumla um handlegg hans
og kippti honum inn í hliðargötu! Þctta
skeði svo snögglega, að Skalli tók ekk-
ert eftir þvi að stýrimaðurinn gekk ekki
lengur við hlið hans. Hann labbaði ró-
legur áfram og hélt áfram samtallnu. ,,Ef
það gengi eins fyrir sig hérna cins og í
kvikmyndunum væri einhver þorparinn
löngu búinn að ráðast á þig, drengur
minn, og þá stæðir þú nú augliti til aug-
lits við skammbyssuhlaup."
Það var nákvæmlega það, sem hcnti
stýrimanninn á þessu sama augnabliki.
Þar mcð er þó ekki sagt, að allt gangi
fyrir sig nákvæmlega eins og í kvik-
myndum!
„Svona nú, sakleysingi," sagði náung-
inn sem dregið hafði stýrimanninn iim í
hliðargötuna, „heldurðu að það gjammi
ekki fallega i henni þessari?"
Orðlaus af skelíingu starði stýrimað-
urinn á skammbyssuna, sem náunginn
miðaði á hann.
„Heyrðu, ætlarðu ekki að svara því,
sem þú varst spurður" hreytti maðurinn
út úr sér. „Ég spurði þig hvort Þú héld-
ir ekki að það gjammaði fallega í lienni
þessari."
„J . . . J . . . Jú" stamaði stýrimaður-
inn, „ég . . . hm . . . hugsa, a. . . að hún
gjammi vo . . . voða ja .. . fallega!"
„Þú þarft ekki að gjamma svona yfir
þessu," sagði þorparinn glottandi, ,,en
gott og vel, þér lízt sem sagt vel á byss-
una. Þá mátt kaupa hana af mér . . . fyr-
ir alla peningana, sem þú ert með á þér!"
Stýrimaðurínn afhenti alla vasapening-
ana sina skjálfandi á beinunum. Hann
hafði ætlað að kaupa myndakort fyrir þá
og vildi nú taka til fótanna. En hranaleg
skipun írá kúrekanum kom honum til að
stanza og stirðna upp. — „Þú glcymir
skammbyssunni, sem þú keyptir af mér,"
sagði náunginn glottandi, „eða hélztu
kannske að ég ætlaði að ræna þig? Komdu
nú, ég skal kenna þér á þetta áhald.
Sjáðu, ég miða byssunni á Þig . • • þrýsti
á gikkinn og . . .
Og stýrimaðurinn, sem hafði tallö, að
sín siðasta stund væri komln, starði furðu
lostinn á logann, sem brann á skamm-
byssunni. Þetta var skammbyssukveikj-
ari! Náunginn stakk kveikjaranum í
liendina á stýrimanninum, sem stóð gláp-
andi eins og nátttröll, og hélt ánægður
í burtu. „Það er auðvelt að selja sak-
leysingjum svona hluti," tautaði hann,
„ef maður fer bara rétt að þeím,"
Þetta var bara byrjunin. Strax í næsta blaði tekur að draga til alvarlegri tíðinda hjá
þeim félögum . . .
— O
HEIMILISPÓSTURINN
7