Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 5
.. SITT AF HVERJU ÚR SKEMMTANALÍFINU..
m PLÖTIIR 06 HLJÖMSVEITII
Nokkrar nýjar hljómplötur hafa
komið á markaðinn síðustu vik-
urnar. Ber þar fyrst og fremst
að telja tvær plötur, sem Ragn-
ar Bjamason söng inn á í Dan-
mörku fyrir nokkrum vikum og
komu á markaðinn i júní-byrjun.
Á fyrri plötunni eru lögin „Vertu
ekki að horfa svona alltaf á mig“
og „Komdu í kvöld". Fyrra lagið
er gamalt amerísk lag og hið síð-
ara íslenzkt lag eftir Jón Sig-
urðsson. Báðir textamir á plöt-
unni eru eftir Jón. Fyrri textinn
er hálfgerð endaleysa en hinn síð-
ari miklu skárri. Ragnari tekst
vel á plötunum, enda hafa fáar
íslenzkar plötur selzt betur en
þessi. Hún hefur verið leikin í
útvarpinu allt að því á hverjum
degi frá útkomudegi hennar og
er það algjört einsdæmi. Á síðari
plötu Ragnars er ítalskt lag, sem
ekki hefiir náð að verða vinsælt
og síðan fyrsta lag sem Ragnar
semur sjálfur. Jón Sigurðsson
hefur gert texta við lag þetta,
en nafngift á því er einstaklega
klaufaleg, því það er nefnt
„Rokk og cha-cha-cha". En hvað
um það, lagið hefur náð nokkrum
vinsældum, en platan ekki náð
líkt því eins mikilli útbreiðslu og
hin fyrri. Söngur Ragnars á báð-
um þessum plötum er mjög góð-
ur. Hann syngur ófalskt og texta-
framburður til fyrirmyndar, þó
hann sé kannske full linmæltur á
stöku stað.
Guðbergur Auðunsson hefur
simgið inn á aðra plötu sína, að
þessu sinni tvö amerísk rokklög
„Stuck on you“ og „Adam and
Eve“, sem hlotið hafa íslenzku
nöfnin „TJti á sjó" og „Adam og
Eva" en báða íslenzku textana
hefur Jón Sigurðsson gert. Guð-
bergur er músikalskur söngvari,
ekki með mikla rödd, en hann
syngur mjög rhythmískt og gæti,
ef hann kærði sig um komist I
röð okkar fremstu dægurlaga-
söngvara, en Guðbergur hefur
öðrum hnöppum að hneppa. Hann
er að læra auglýsingateiknun í
Danmörku og hyggst leggja það
fyrir sig er heim kemur. Galli er
það að textaframburður Guð-
bergs er mjög óskýr, þetta er
mikill galli á þessari skemmtilegu
plötu, sem annars er vel sungin
og undirleikurinn einstaklega góð-
ur. Mun þar vera á ferðinn norsk
hljómsveit, en platan var tekin
upp erlendis eins og plötur Ragn-
ars, en með Ragnari er dönsk
hljómsveit sem gerir starfinu hin
beztu skil.
Enn er ný plata komin út, eru
það lögin „Þórsmerkurljóð" og
„Mústafa" með hljómsveit Svav
ars Gests. Hljómsveitin kynnti
bæði þessi lög hér á landi I út-
varpsþættinum „Nefndu lagið" á
síðasta vetri og vöktu þau strax
athygli og náðu vinsældum. Sig-
uröur Þórarinsson jarðfræðingur
gerði vísumar við Þórsmerkur-
ljóð, og teljast þær með því bezta
af því tagi, sem, sem komið hef-
ur á plötu í langan tíma. Það mun
vera Sigurdór, sem syngur vís-
umar og er söngur hans æði lit-
brigðalaus miðað við hvað hon-
um hefur tekist vel upp er hann
hefur sungið rokklög á dansleikj-
um. Þetta er hans fyrsta plata
og fáir smiðir I fyrsta sinn. Múst-
afa er með texta eftir Jón Sig-
urðsson, hann gerir orðið texta
við hvert það lag er kemur á
plötu. Þetta em hálfgerðar gam-
anvísur og sungnar sem slikar.
Lag^ð er austurlenzkt og einsöng-
ur á plötunni á líklega að likjast
austurlandamönnum er þeir
söngla. Þessi hlið plötunnar er
öllu líflegri en hin fyrri. Þó er
hljóðfæraleikur og söngur all loð-
ið á plötunni og er þar kannske
um að kenna plötuupptökunni. Til-
raun er gerð með kvennakór, að-
allega í fyrra, laginu. Virðist sú
tilraun ekki koma að því gagni
sem skyldi. Söngur þeirra kemur
sem úr fjarska og er ekki nógu
líflegur. Fleiri nýjar plötur eru
væntanlegar á markaðinn úr inn-
lendu músíklífi á næstunni og
verður minnzt á þær þegar þar
að kemur.
Allmiklar breytingar standa
fyrir dyrum í hljómsveitunum í
Reykjavík næstu vikumar. Enn
er ekki ljóst hvemig sumar
þeirra verða en líklegt er, að
Magnús Pétursson hljómsveitar-
stjóri í Lídó hætti þar og gerist
píanóleikari í tríói Hrafns Páls-
sonar bassaleikara í Leikhúskjall-
aranum. Þriðji maðurinn þar
verður Edwin Kaaber gítarleik-
ari, sem leikið hefur á Akureyri
í nokkur undanfarin ár. Kristinn
Vilhelmsson bassaleikari og
hljómsveitarstjóri úr Leikhús-
kjallaranum mun að sögn fara í
Tjamarcafé og með honum Reyn-
ir Sigurðsson vibrafónleikari og
síðan einn maður í viðbót, sem
enn hefur ekki verið ráðinn. Hvort
Framsóknarhúsið verður rekið
næsta vetur og hverjir leika þar
er alveg óákveðið en hvorki munu
þeir Gunnar Ormslev né Magnús
Ingimarsson fara þangað, en þeir
vom þar hljómsveitarstjórar sinn-
hvom veturinn sem húsið hefur
verið rekið. KK sextettinn mun
hætta sveitaferðum sínum í
septemberbyrjun og snúa sér að
Keflavíkurflugvelli á laugardög-
um. Þar hefur verið talsverð
vinna fyrir íslenzkar hljómsveit-
ir undanfarið. 1 sumar hafa m. a.
leikið þar af og til hljómsveit
Sigrúnar Jónsdóttur, Guðmundar
Finnbjörnssonar og Svavars
Gests.
Ungir hljóðfæraleikarar I.
BERTRAM MOLLER
1 ráði er að Ragnar Bjarnason
fari aftur utan (og verður jafn-
vel farinn þegar þetta birtist) til
að syngja inn á nýjar plötur, ekki
færri en sex lög.
Þær tvær plötur, sem Ragnar
söng inn á í Danmörku fyrir
nokkrum vikum hafa náð gífur-
legri sölu og ákaflega miklum
vinsældum. Lagið „Vertu ekki að
horfa svona alltaf á mig" var í
Fer Ragnar Bjarnason aftur utan til að
syngja inn á plötur?
efsta sæti á vinsældalista þáttar
unga fólksins í hvorki meira né
minna en sjö vikur og var leikið í
hverjum einasta óskalagaþætti og
léttmúsikþætti útvarpsins á sama
tíma.
Söngur Ragnars á þessum plöt-
um er mjög góður og þá ekki
hvað sízt undirleikur og útsetn-
ing laganna, en það annaðist
dönsk hljómsveit og hafði þó sér
til aðstoðar Kristján Kristjáns-
son hljómsveitarstjóra, sem stadd-
ur var úti um leið og Ragnar.
Blaðið hitti Ragnar að máli og
ætlaði að afla sér frétta um
væntanlegar plötur. Hann sagði,
að það væri ekki endanlega geng-
ið frá því hvaða Iög hann mundi
syngja inn. Það kæmi jafnvel til
greina nýtt lag eftir Jón Sigurðs-
son og svo væri ekki loku fyrir
það skotið, að hann myndi syngja
inn lag, sem Ólafur Gaukur hafði
nýlokið við að semja. Hitt mundu
líklega verða erlend lög með nýj-
um íslenzkum textum.
En, bætti Ragnar við, þú skalt
ekki minnast á þetta strax, því
ef það tefst að ég komist út, þá
verður ekkert af því að sinni,
þar sem ég hefi annað í bígerð í
miðjum september, sem aftrar
því að ég komist út.
Og hvað er það? spurðum við
þá.
Við skulum geyma að segja frá
því. Nú þarf ég að skreppa út í
bæ og sækja nýjan danslaga
texta. Eigum við bara ekki að
sleppa þessu öllu?
Jú jú, við sleppum þessu ''ira
öllu. Segjum ekki orð um reitt.
Og látum svo hin blöðin verða á
undan okkur með fréttina. Nei,
kall minn — alls ekki.
Siunir hljóðfæraleikarar eru
gæddir þeim kostum, að þeir
setja einkennandi svip á hverja þá
hljómsveit, sem þeir leika með.
Einn þeirra hljóðfæraleikara,
sem er gæddum þessum hæfileik-
um er úr hópi þeirra ungu pilta,
sem komið hafa fram síðustu eitt
eða tvö árin, þetta er gítarleikar-
inn og söngvarinn Bertram Möll-
er.
I tæplega tvö ár hefur Berti
leikið í fjórum hljómsveitum og
hann hefur aðeins verið í hljóm-
sveitinni í örfáar vikur þegar hún
hefur tekið þeim stakkaskiptum,
að hægt hefur verið að tala um
einkennandi stíl fyrir hljómsveit-
ina.
Nærtækasta dæmið um þetta er
Falcon-sextettinn. Berti hafði að-
eins leikið með hljómsveitinni í
örstuttan tíma þegar hún var
farin að vekja athygli, og nokkr-
um vikum síðar var Falcon-sex-
tettinn orðin einhver vinsælasta
hljómsveit imga fólksins og var
þar við rótgrónari unglingahljóm-
sveitir að keppa.
Berti lék fyrst í hljómsveit sem
pianóleikari, var það reyndar með
Falcon, sem þá hét öðru nafni og
var að nokkru leyti skipaður
öðrum mönnum. Síðan hreyfst
Berti af gitamum og þá fyrst fór
hann að vekja athygli þó ungur
væri og nú er Berti, aðeins 18
ára gamall, talinn vera einna lík-
legastur þeirra ungu pilta, sem
fram hafa komið undanfarið, til
að hasla sér völl við hliðina á okk-
ar hæfustu hljóðfæraleikurum.
Berti hefur lært á gítar hjá
sjálfum sér og orðið að snúa öllu
kerfinu við, því hann er örvhentur
og snéri strengjunum við á gítarn-
um, hefur efsta strenginn þar sem
dýpsti strengurinn ætti annars að
vera o. s. frv.
Ekki má gleyma því, að Berti
er jafnframt mjög góður söngv-
ari, það er eiginlega ekki hægt
að segja efnilegur lengur, þvi
hann hefur sungið það mikið und-
anfarið að hann hefur skapað sér
sinn sérstaka stíl. Honum tekst
bezt upp í rólegum lögum þar
sem hin háa rödd hans nýtur sín
hvað bezt. Og hefur hið gamal-
kunna lag „Only you" verið hans
þekktasta lag. Það er sama
hvað Berti kynnir af nýjum lög-
um alltaf vilja aðdáendur hans
heyra „Only you".
Berti Möller hefur verið í
Verzlunarskólanum undanfarna
vetur en hyggst nú hefja prent-
nám og ætlar að sjálfsögðu að
spila áfram með Falcon, þvi
músíkkin er hans líf og yndi.
HEIMILISPÓSTURINN
5