Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 10

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 10
 JtTIXI OG FRtt Fyrir nokkru gekk Yul Brynn- er í hjónaband í annað skifti. Konan heitir Doris Kleiner, og er tízkuverzlunareigandi. Þau voru leikur aðalhlutverkið, tónskáldið Beethoven, er þama gerður að reglulegri Hollywood-týpu, bros- andi og blíður, en það álítur Walt eina ráðið til að útbreiða tónlist Beethovens meðal bandarískra kvikmyndahúsgesta. ar myndir hann hefur tekið af henni, en fullyrðir, að hann hafi hætt að telja, þegar komið var hálft þriðja þúsund. Erfiði hans hefur líka kostað hann um tíu myndavélar, og á vafalaust eftir að kosta hann fleiri! ★ ★ ★ Þeim, sem kynnu að halda, að það barnið, sem flestar myndir hafa verið teknar af, sé eitthvað af drottningarbörnunum brezku, skal hérmeð komið i skilning um, að svo er EKKI! Methafinn á þessu sviði er 3V4 árs gömul táta, og hún heitir Kelly Lee Curtis. Ljósmyndarinn er pabbi hennar, sem hér sést á myndinni ásamt telpu, og hann heitir auðvitað gefin saman í Mexíkó sex dögum eftir að Júlli fékk skilnað frá fyrri konu sinni, — og svo var haldið I brúðkaupsferð til Evrópu. Að því er við vitum bezt, mun Yul ekki eiga að leiká í neinni kvikmynd í ár, svo að þau eiga náðuga daga fyrir höndum. Mickey Rooney segir: — Fjárhagurinn er alltaf að batna. Með þessu áframhaldi verð ég orðinn skuldlaus eftir tuttugu- og-fimm ár. ★ ★ ★ Paul Anka er búinn að fá nýtt nef! Fyrir nokkru gekkst hann undir aðgerð á nefinu, sem þykir nú bara nett og fara honum vel. 1 tveim fyrstu kvikmyndunum hans urðu myndatökumennirnir að gæta þess vandlega, að ekki kæmi alltof mikið af nefinu fram á myndunum. — Pilturinn er gæddur tals- verðu nefi! sögðu þeir spotzkir, og Paul hét þvi, að þeir skyldu ekki lengi hafa ástæðu til að hafa það að háði, enda spókar hann sig nú hinn roggnasti með „nýja“ nefið! ★ ★ ★ Negrasöngvarinn Sammy Davis jr. er eins og kunnugt er nýlega trúlofaður sænskættuðu kvik- myndastjörnunni Maj Britt Wilk- ens, og voru þau fyrir nokkru stödd í London, er þau fengu að kenna á kynþáttafordómum þar í borg. Tuttugu skrílmenni stóðu úti fyrir næturklúbbnum Pigalle, þar sem Sammy hafði skemmt, veifuðu spjöldum, sem á var letr- að: FARÐU HEIM, NEGRI! og æptu ókvæðisorðum að honum. Sumir báru skilti, þar sem skor- að var á May að skilja við negr- ann. — Ég skil þetta ekki, sagði Sammy við blaðamenn. Þetta er þó London en ekki Suðurríkin. Ég hafði búizt við öðru, — hverju sem var, nema þessu! Við lifum á árinu 1960. Með þessu áfram- haldi verður skríllinn farinn að lifláta án dóms og laga innan tuttugu ára! Uppreisnarmaðurinn stórfeng- legl heitir mynd, sem Walt Disney er önnum kafinn við um þessar mundir, og fer myndatakan fram að mestu í Vin. Það er þýzkur leikari, Karl-Heinz Böhm, sem Tony Curtis. Hann hefur s'jálfur ekki hugmynd um, hversu marg- — Fannst þér þetta ekki bara ekki kveðja sjálfsmorðsflugmannanna. hressilegt ? Næsta lag er & * I ♦: f f « ♦s ♦> ♦) ♦) ♦: VICTOR MATURE, nýlega kvæntur að vísu, var staddur ásamt ungri blómarós í bifreið hans skammt utan við Las Vegas, þegar stúlkan tók upp veskið sitt og bauð honum marlhuana-sigarettu. Victor brá ekki litið í brún, neitaði sígarettunni með öllu, og stöðvaði bíliun, þegar mærin kveikti sér í. — Það er nógu slæmt að ég skyldi ráðast í þennan túr, sagði Victor, þótt ég fari ekki að blanda mér í eiturlyf jamál! Siðan ók hann aftur til Las Vegas, (únsamall, en ungmær- in komst upp í vörubifreið, og sá bílstjóri hafði ekki vit á neita sígarettunni. Þannig komst allt málið upp! ★ ★ ★ DEBBIE REYNOLDS og verksmiðjueigandinn HARRY KARL hafa kept sér gríðar- stóra lóð í Beverly Hill. Ef þau hafa ekki þegar verið gef- in saman, þegar þetta kemst á prent, þá verður þess naum- ast Iangt að bíða. ★ ★ ★ ELLA FITZGERALD hefur lceypt sér nýjan Mercedes- Benz, — og hún kann ekki einu sinni að aka bil! ★ ★ ★ FRANK SINATRA var fyr- ir nokkru að skemmta á Fontaineblau Hotel á Miami- strönd ásamt fIeiri stjörnum, og eftir velheppnað kvöldfórhann iieim til sín með kunningja og kvenfólk, meðal annars var þar dansmær, Irene Smith að nafni. Um fjögur-leytið um nóttina var teklð að fækka í samkvæminu. Frank var þar ásamt tveim nánustu vinum og tveim stúlkum, og var Irene önnur. Voru þær orðnar tals- vert léttklæddar, en þagar Frank bað Irene að skemmta með dansi, neitaði hún. Frank minnti hana á, hver væri gest- gjafinn, og þvargaði við hana, en hún reiddist og kvaðst bara fara. Fór hún inn i svefnher- bergi til að klæða sig, og Frank á eftir. Skömmu síðar heyrðu kunningjarnir skarkala mikinn og læti inni í herberg- inu, og er þeir komu á vett- vang, sáu þau Frank og stúlk- una í slagsmálum. Lyktaði þeim þannig að hún náði öðr- um skónum sínum og lamdi hann með hælunum bað við eyrað, svo aö blóðið streymdi. Frankie var þegar komlð á sjúkrahús, sárið saumað sam- an, — og kvöldið eftir kom hann fram og söng og lék rétt eins og ekkert hefði í skorizt. ★ ★ ★ ANITA EKBERG heldur á- fram að hneyksla Rómarbúa. Fyrir nokkru kom hún inn á næturklúbb, ein síns liðs, með kampavinsflösku undir hend- inni, og settist við borð undir sviðinu. Þegar nokkrar strípi dansmeyjar höfðu leikið listir sínar, reis Anita úr sætl sínu og sagði stundarhátt: — Nú stenzt ég ekki mátið Iengur! Þessar stelpur halda, að þær hafi kynþokka, en þvi fer víðsfjarri. Þær halda að þær séu fallega vaxnar, en þær eru ekkert á við mig! Og svo fletti hún frá sér minnkapelsinum og var þá svo til nakin undir! AJlt hljóðnaði í salnum, hljómsveit, gestir og skemmtikraftar, og aUir störðu furðu lostnir á gTÍpinn! For- stjórinn kom loks æðandi og reyndi að hjálpa Anotu í pels- inn, en hún vUdi ekki sjá að- stoð hans. Loks róaðist hún og fékkst til að setjast. Hún hafði pantað kampavínsflösku á borðið, en drakk aðeins af þeirri, sem hún hafði komið með, og þegar þjónninn kom með re.ikninginn, neitaði hún að greiða hann. Eftir mikið þvarg, rótaði hún loks í vesk- inu sínu, þreif þaðan nokkra seðla og kastaði þeim á borð- ið. Síðan strunzaði hún út, hnarreist eins og keisaraynja. ★ ★ ★ HERTOGINN AF WINDSOR reiddist nýlega við konu sina, er þau voru stödd á nætur- klúbb í París, og hún ásakaði hann um að drekka of þétt. Hann kastaði lögginni úr glas- inu framan í hana og æddi á dyr. Hertogaynjan reiddist svakalega og sór hefndir. — Einhverntímann yfirgef ég hann, og þá situr hann eftir eins og þorskur á þurru iandi, sagði hún. >#>A'#>'#>'#*'#>'#>'#'4!>'#>#>#*'#>'#'ift*'#'‘#*'#>'#'#>#''#>’#> -#*#>-!Wt •#>■#'-#*#*#>#'■#>#>#>#> #>#>#»# HEIMILISPDSTURINN 1 □

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.