Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 16

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 16
 s j BÁRÐUR JAKOBSSON: Skip og siglingar (1). Svo telja vísindamenn að líf hér & jörðu hafi kviknað í vatni, ef svo má segja, og lengi hafi verið eingöngu um lagardýr að ræða. Þurrlendið stækkaði og þar kom að dýr gengu á land og misstu hæfileikann til þess að geta lifað í vatni. Kvikindin voru mörg og misjöfn, en ein skepnan þróaðist í það spendýr, sem að lokum gaf sjálfu sér heiti, og nú kallast maður. Um frummanninn er fátt vitað, en þó er nokkuð vist, að fyrir um það bil hálfri milljón ára lifðu skepnur — menn — sem Eintrjáningurinn sem fannst í leðju við Temsá í Englandi. þekktu eld og áhöld. Þegar svo var komið voru möguleikar til þess að frummenn þessir hafi gert sér farkosti, en þótt svo hefði verið fyrir h. u. b. 500 þúsund árum, þá eru engar sagnir um það, ekki einu sinni neinar minj- ai'. Saga mannsins, og þar með skipa og siglinga, hefst seint ef miðað er við þann tíma, sem víst er að menn hljóta að hafa lifað og starfað. Ef hugsað væri t. d. að tímabil það, sem maðurinn hefur verið til, væri einn kíló- meter, þá mætti segja að sú saga, sem af þeim hefur farið og nú er kunn, sé eins og fimm til tíu skref af þessari vegalengd. Það leiðir af sjálfu að þegar sem maðurinn hætti að geta lif að í vatni (réttara væri að tala hér um fyrirrennara mannsinns), þá neyddist hann til þess að fleyta sér með einhverju móti, fyrst og fremst til þess að forðast drukkn- un ef svo bar undir, en sennilega einnig til þess að afla sér fæðu. Frummenn hafa að líkindum lifað að töluverðu leyti á sjófangi, sem tekið var á grunnu vatni, en auk þess hafa þeir þurft að fara yfir ár og vötn. Það er ekki líklegt að mjög langt hafi liðið þar til hinn skyni gæddi maður (homo sapi- ens) fór að notfæra sér ýmislegt, sem hann sá að f lotið gat á vatni, trjaboli, rafta, flækjur eða fleka, til þess að fleyta sér og sinu milli landa. Vafalítið hefur maðurinn fyrst aðeins notað hendur og fæt- ur til þess að komast áfram, ef til vill þó ýtt sér áfram með trjá- greinum, meðan grunnt var. Við þetta hefur setið þar til tæknin, áhöld, eldur, kom til sögu. Eftir það hefur varla liðið á löngu — og þegar talað er um langt í þessu sambandi þá skifta nokkrir tugir árþúsunda ekki verulegu máli — þar til menn fóru að hola út trjá- boli eða brenna úr þeim. Þar með var komin frumgerð þess far- kosts, sem eintrjáningur heitir, og um svipað leyti hefur trjá- greinarstjakinn orðið að frum- stæðri ár. Sú skoðun er til að menn hafi lært að nota taugar, sem náttúr- an bjó þeim í hendur, jafnvel áð- ur en þeim tókst að beita nokkr- um áhöldum. Vafningsjurtir og fléttur hafi blátt áfram kennt mönnum að búa til hnúta. Ut frá þessu sjónarmiði hefur því avo verið haldið fram að menn hafi fyrr fundið upp á því að binda saman trjáboli til þess að fleyta sér á, heldur en að hola þá út. M. ö. o. að flekar hafi fyrr orðið til en eintrjáningar. Þetta hefur að vísu ekki mikla þýðingu í sambandi við sögu skipa, en einhversstaðar verður að byrja, og hvort heldur sem maðurinn hefur lært að nota fyrr, þá er enginn vafi á því að þessir frumstæðu farkostir hafa orðið til þess að menn fóru að reyna að endurbæta þá og þreyfa fyrir sér um byggingu á fleytum, sem meira kvað að. Hvenær eða hvar það hefur orðið veit enginn, því að þegar hálflýsi sögunnar bregður fyrst yfir athafnir manna, þá eru til skip sem áreiðanlega hafa langa þróunarsögu að baki. Eintrjáningar og flekar eru enn i dag notaðir meðal frum- stæðra þjóða, og þeir sem betur kunna grípa til þessara hluta þegar annað er ekki fyrir hendi eða nauðsyn krefur, t. d. í sjáv- arháska. Á Kyrrahafseyjum eru enn smíðaðir eintrjáningar og af mikilli íþrótt. Oftast er þeim róið en þó eru einnig notuð segl, og furða hvað fært er á þessum bátum ef kunnátta er fyrir hendi um meðferð þeirra. Plekar eru hinsvegar varla gerðir nema með- al hreinna villimanna eða í neyð, nema þá í ákveðnu skyni, svo sem, var t. d. um hinn fræga Kon- Tiki fleka. Hann var úr balsa- trjábolum, en sá viður er léttur sem, korkur, en flekinn gerður til þess að sýna að unnt væri að fara á svo frumstæðum far- kosti um þvert Kyrrahaf. Eintrjáningar atækkuðu smám saman og urðu fullkomnari að gerð, og segja má að þeir séu fyrirrennarar skipa í eiginlegri merkingu. Menn fundu þó jafn- framt upp á því að gera fleiri Queen Elizabeth, stærsta farþegaskip heims, 83.673 brúttolestir, nær 350 m. langt, og ristir yfir 40 fet, flytur 2000—2500 farþega og gengur yfir 30 hnúta. tegundir af ferjum. Einhvern- tíma aftur í grárri fomeskju lærðu menn að gera ílát úr tág- um og klína í þau leir til þétt- ingar. Þaðan var ekki stórt stökk í það að stækka ílátin svo að maður gæti setið í þeim og flotið á vatni. Sennilegast er að grind til styrktar hafi síðar komið til sögu, verið smiðuð eftir að karf- an var fullgerð og síðan sett inn í hana. Hér var aftur lítið skref til þess að fara að þekja grind- ina sjálfa og þá einkum með skinnum. Af þessu tvennu þró- uðust svonefndir körfubátar og húðkeipar. Körfubátarnir (coracle) voru voru hringlaga og illt að róa þeim, en segl virðast sjaldan eða una, því að báturinn er svo létt- ur, að einn maður getur hæglega borið hana á herðum sér langar leiðir. Sagt er að allmikla leikni og æfingu þurfi til þess að hafa gagn af þessum bátum. I Irlandi eru og til „curragh" bátar, en þeir eru með bátslagi, þóftum og er jafnvel siglt. Bátar þessir eru enn notaðir á suðvesturströnd Ir- lands, en eru flestir litlir. Fyrr var talið að bátarnir hafi verið mun stærri, tekið allt að tuttugu manns, og fullyrt er að það hafi verið á þesskonar bátum, sem Papar fóru til Islands alllöngu áð- ur en norrænir menn komu þar, og jafnvel hefur því verið haldið fram að írskir hafi farið um Atlanzhaf á þessum fleytum. ^4jrt«sx*-^'o^v: v, Eintrjáningur Eikja wl±> ekki hafa verið notuð. Þessi teg- und báta var allmikið notuð í Austurlöndum, og verður þess síðar getið. Ein tegund slíkra báta er notuð í Wales í Englandi enn í dag. Bátur þessi nefnist „curragh" og er ekki alveg hring- laga. Grindin er létt og þakin skinni eða dúk. Báturinn er lítill, tekur einn mann venjulega, árin spaði. Walesbúar nota báta þessa við veiðar í ám eða vötnum, og þegar torfært er um ár eða eyði skilur vötn, þá bera þeir fleyt- Körfubátar Ira eða grindkæn- ur, eru annars líkari skinnbátum Eskimóa, umiak eða kvenbát, heldur en eiginlegum körfubát, en líklegra er þó talað að „curragh" sé afsprengi körfubáta en húð- keipa. Ýmsum getum hefur verið að þvi leitt hvaðan Eskimóar hafi fengið báta sína, umiakinn og kayakinn. Síðarnefndi báturinn er sérstakur í sinni röð. Þetta er eins manns far, lokað að öðru en opi því sem ræðarinn smeygir sér um þegar hann sezt við árina, sem er ein með blöðum á báðum endum. Sagt er að kayakinn sé einhver sjófærasta fleyta sem til er þegar honum er beitt af kunn- áttu og leikni. Umiakinn eða kvenbáturinn er likastur árabát eins og Islendingar kannast við þá. Líklegt er að bátar þessir hafi átt fyrirmyndir í skipum sem sigldu til Grænlands frá Is- landi eða Noregi, en siðar tekið sjálfstæðum breytingum miðuð- um við aðstæður. Við sögu Norðurameríku koma mjög smábátar, sem nefndir hafa verið eikjur á íslenzku. Báturinn heitir annars „canoe" eða „kano", og er enn kunnur viða og hafður bæði til gagns og skemmtunar. Þetta voru yfirleitt opnir og nokk- uð stafn- og skutreistir tvístöfn- ungar, þóftur tvær eða fleiri, en yfirleitt ekki ætlaðar til þess að sitja á, heldur til styrktar. Bát- arnir eru léttir, grindin veikbyggð, húðir eða trjábörkur í byrðing, enda bátarnir stundum nefndir barkarbátar. Venjulega er fjöl á endilöngum botni, því að varla er stigandi fæti í súðina svo að ekki fari niður úr. Bátnum er róið með spöðum, stuttskeptum og blað- breiðum, og ræðarinn krýpur við róðurinn. Þessir bátar komu mjög við sögu þegar Norður- ameríka var könnuð, og voru lengi mikið notaðir þar til önnur farartæki leystu þá af hólmi. Um húðkeipana má annars segja að þeir hafi komið tiltölu- lega seínt til sögu eins og þeir þekkjast nú, en þar sem þetta eru frumstæðar gerðir farkosta þótti rétt að taka þá hér með, frem- ur en þar, sem þeir ættu heima samkvæmt tímaröð. Bátar af likri gerð hafa reyndar verið notaðir viða um heim e. t. v. áður en sö'gur hófust þótt nú séu horfnir eða gleymdir að mestu vegna annarra og betri farkosta. A Kyrrahafseyjum eru enn notaðir bátar, sem munu vera ævafornir að uppruna, en þeim verður lýst í öðru sambandi síð- ar. Segja má að hér að framan hafi verið nefndar helztu frum- gerðir báta, en afbrigði þessara tegunda er svo mörg bæði að fornu og nýju, að engin leið er nefna þau öll, hvað þá lýsa. Prh. 16 HEIMILISPOSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.