Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 14

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 14
Hér hefst framhaldssagan ^(^jM^f^NÍV^V^^ AST EfíA OTTI Eftir W. T. BARNARD 1. KAFLI Hefurðu nokkurn tíma reynt að gera þér i hugar- lund hvernig það sé að vera sakaður um morð? Ég veit nefnilega hvernig það er og mér fannst það fremur óskemmtilegt og held að þér mundi verða við á líkan hátt. Ég hafði verið rekinn fyrir að vinna gott verk. Leynilögreglufyrirtækið þurfti á sökudólg að halda. Tryggingarfélagið sömuleiðís. Ég var alveg kjörinn I hlutverkið og allir voru ánægðir nema ég. Þegar maður vinnur fyrir stórt leynilögreglufyrir- tæki, þá tekur maður eitt og annað að sér, sem ekki er i fullu samræmi við lagabókstafinn — ekki sízt ef bezti viðskiptavinurinn er tryggingarfélag. Eg hafði keypt aftur demantshálsmen frá þjófa- félagi. Pyrirtæki mitt vissi hvað -eg var að gera, Sömuleiðis tryggingarfélagið. Það var ódýrara fyrir þá að borga tuttugu og fimm þúsund og hnýsast ekki frekar í mállð heldur en að verða að endur- greiða hálsmenið með hundrað sjötíu og fimm þús- iind dollurum. Þess vegna keypti ég það — reyndar ekki fyrir mína eigin peninga. Ég hafði aldrei átt tuttugu og fimm þúsund dollara og býst aldrei við að eign- ast þá, Ég sá um framkvæmdirnar. ÍJg hitti þjóf- ana. Ég fékk hálsmenið og var á leiðinni með það á skrifstofuna þegar lögreglan tók mig fastan. Lögreglan kann ekki að meta þess háttar við- skipti. Verk hennar er að klófesta þjófa en ekki að serrija við þá. Þeir leituðu á mér og fundu háls- menið, siðan fóru þeir með mig 1 aðalstöðvarnar til yfirheyrslu og reyndu að fá út úr mér hjá hverjum ég hefði keypt það og hve mikið ég hafi borgað. "Ég talaði ekki. Leynilögreglumaður, sem upplýs- ir heimildir slnar og sambönd er búinn að vera. Ég steinþagði. Lögreglan afhenti tryggingarfélag- inu hálsmenið, sem aftur kom því til eigandans, en lögreglan var hundóánægð. Þeir gátu ekki sett leyni- lögreglufyrirtækið og tryggingarfélagið í samband við þjofana nema ég leysti frá skjóðunni, og til þess var ég ófáanlegur. Þeir gátu ekki klófest þjófana heldur, en á hinn bóginn höfðu þeir mig. Þeir gerðu allt sem' þeir gátu til að láta mig tala. Loks tóku þeir af mér leyfið. Fyrirtæki mitt þvoði hendur sínar og rak mig og lögreglan gaf mér skipun um að hafa mig á brott úr borginni. Slík skipun er í rauninni algjörlega ólögmæt, en er afar'Válgeng á jafnvel beztu lögregludeildum. Harper yfirlögregluþjónn hótaði að láta kæra mig fyrir glæpsamlegt athæfi og fyrir' að taka á móti stolnum munum, en hann lofaði að gleyma ákæurnni ef ég hypjaði mig á brott úr borginni og léti ekki sjá mig þar framar. Crouse gamla á leynilögreglustofunni fannst þetta góð hugmynd. Hann talaði við mig eins og hann væri; gamall og reyndur frændi minn. — Það er ekkert grín fyrir þig að lenda i þessu, Hal, en þú víssir hvað þú varst að gera þegar þú lagðir út í verkið. Ég svaraði ekki. — Farðu austur á bóginn, sagði hann. — Ég skal hafa samband við skrifstofuna í New York. Þegar mesti hitinn er úr málinu geta þeir látið þig hafa vinnu þar. — Kærar þakkir fyrir ekki neitt, sagði ég við hann og setti upp hattinn. — Ég ætla að byrja á eigin spýtur. Mig hefur langað til þess um skeið. Hann starði á mig og þurrkaði skallann með ljós- bláum silkivasaklút. — Leyfislaus? Þú ert kolvit- laus. — Ég finn einhverja leið, sagði ég. — Ég er fæddur í þessari borg og mér dettur ekki í hug að fara í burtu bara til að gera Harper og hyski hans greiða. Þeir eru einungis að reyna að blekkja. Þeir munu aldrei draga mig f yrir rétt. Ég veit um of mörg tilfelli af þessu tæi, sem aldrei hafa verið tekin fyrir. Ég talaði aðeins til að hlusta á sjálfan mig, en ég var að hugsa um það, að hann hafði brugðizt mér, að allir hefðu brugðizt mér. Ég var meira en lítið sar. Ég gekk út úr einkaskrifstofu Crouse og skellti hurðinni harkalega á eftir mér, svo allir í aðalskrifstofunni sneru sér við og litu á mig. — Bless, pelabörn og pabbadrengir, sagði ég við þá. — Vinnið þið bara fyrir Crouse og öðlizt sama- stað í steininum. Ég stanzaði ekki, heldur gekk áíram út, niður rennistigann og niður í fjölfarinn ganginn fyrir neðan. Þar stanzaði ég og dró and- ann djúpt. Ég var nú minn eigin húsbóndi. Leyfis- laus einkaspæjari, sem lögreglan var að reyna að reka út úr borginni ,en ég hafði ennþá heilann í lagi. Ég hafði ennþá byssu. Mig vantaði aðeins vinnu. Ég fékk hana á kappreiðavellinum. Ég hafði far- ið þangað af því ég gat ekkert annað farið og ég vai' ennþá í uppnami. Ég reikaði gegnum mann- þröngina I leit að kunningjum. 1 minni vinnu kynn- ist maður fjölda af fólki, alls konar fólki. Ég stanzaði til að tala við tvo tamningamenn, sem gáfu mér vísbendingu, en hesturinn tapaði, og þá kom ég auga á Sam Trace að tala við Knopp. Knopp var einn mesti fjárglæframaðurinn á vesturströnd- inni. Hann stjórnaði fjölda klúbba fyrir samtök sin og vald hans var viðtækt. Sam Trace hafði eitt sinn verið góður knapi, en hann gat hreint og beint ekki látið það vera að veðja á hestana, oft á hesta, sem hann keppti sjálf- ur á móti. Framkvæmdastjórnin dæmdi af honum réttindin ævilangt, og síðustu tíu árin hafði hann lifað á því að snuðra í kringum skeiðvöilinn og veðja. Hollywood er girnileg til fróðleiks fyrir fjár- glæframenn. Það er mikið af peningum í kvik- myndaverunum, og flest kvikmyndafólk hefur gam- an af fjárhættuspili i einhverri mynd. Trace sá mig nokkurn veginn um leið og ég sá hann. Hann horfði á mig sem snöggvast, siðan sneri hann sér við og hvíslaði einhverju að Knopp. Þvínæst snerust þeir á hæli og komu gegnum mann- þröngina í áttina til mín. — Blessaður, Hal, sagði Trace kumpánlega. — Þú þekkir Knopp, er það ekki? — Ég skúlda honum ekki neina peninga, sagði ég, og þeir hlógu báðir. — Svo gæti þó farið, sagði Trace. — Komdu og fáðu þér glas. Boðið kom mér á óvart. Trace var ekki þannig gerður að fara að eyða dollara fyrir glas nema hann vildi fá eitthvað í staðinn, og ég gat ekki gizkað á hvað hann vildi mér, en fór samt með þeim. Mig langaði ekki í neitt að drekka, það var of heitt til að drekka áfengi, en ég var forvitinn. Þegar við vorum komnir með glösin á barnum sneri Trace sér að mér og horfði a mig píreygður. — Mér er sagt að Harper og piltarnir þarna í aðalstöðvunum hafi verið heldur harðhentir á þér. Ég horfði á hann á móti. Slíkar brottrekstrartil- kynningar komast aldrei í blöðin, en neðanjarðar- heimurinn er vel skipulagður. Hann veit venjulega hvað um er að vera. — Það fer eftir því hver segir söguna, sagði ég og hvolfdi í mig úr glasinu. — Leikurinn hefur sín tækifæri. Það vildi bara svo til að ég lenti á þeim slæmu. Knopp rak upp hlátur. Hann var lágur og gild- vaxinn og stórt andlitið var eins og klippt út úr sandpappir. Hann hafði orði á sér fyrir hörku. Hann hafði eitt sinn verið hnefaleikari, áður en hann réðist til samtakanna, en nú voru hinir stóru vöðv- ar hans orðnir of feitir. — Ég veit hvernig tækifærin koma, sagði hann. Það er þannig í mlnu lífi llka, en ég kann að meta mann, sem getur haldið sér saman og stað- izt áreynsluna, þegar lögreglan tekur til sinna beztu í'áða. — Ég vissi að hann meinti þetta sem hól og ég svaraði með daufu brosi. Élg var ekkert gefinn fyrir hól frá mönnum eins og Knopp. Maður verður að halda sig öðru hvoru megin við takmörkin. Ég hafði orðið að semja við þjófa og hafði lit.il not fyrir einkennisklædda lögreglumenn, en ég hafði ennþá minni not fyrir svíðinga og glæpamenn. Trace virtist ekki taka eftir þvi, að ég var ekki vingjarnlegur. Hann rétti fram höndina og lagði hana á öxl mér. — Hvað hefurðu í huga að gera, Hal? Elg vissi það ekki. Ég var með fjörutíu og einn dollara I vasanum og það var aleigan. — Ég er að hugsa um að byrja á eigiri spýtur, svaraði ég. Ég varð þess var hvernig þeir litu hvor á annan. Það hefði átt að hljóma sem við\'örunarbjalla I höfði mér. Ég hefði átt að snarast í burtu og hlaupa að næstu útgöngudyrum. Trace brosti. —• Elg held að við höfum kannske eitthvað handa þér, sagði hann. — Komdu og aktu með okkur til borgarinnar. Mér var næst skapi að segja honum að ég hefði ekki löngun til þess, en það var áliðið dags og ég sé ekki neina ástæðu til að fara að borga fyrir leigubíl úr þvi ég gat fengið að fljóta með. Við gengum út gegnum hliðið og yfir bílastæðíð að cadilac-bifreið Knopps. Ég sagði ekki neitt, en Trace byrjaði að tala næstum áður en bíllinn tok að hreyfast. — Nú skal ég útskýra málið, sagði hann um leið og við ókum inn á akbrautina. — Það er ungur piltur, sem heitir Cload. Hann er ósköp óreyndur og afar þunnur, en heldur að hann sé eitthvað gáfnaljós af því að faðir hans lét eftir sig handa honum átta milljón dollara í einhverjum öræfa- bæ í Miðvesturríkjunum. Þegar gamli maðui'inn dó, seldi drengurinn allt góssið og flutti sig vestur á strönd. Hann getur ekki drukkið, en reynir það. Hann er æstur í f járhættuspil en veit ekki hvernig hann á að haga sér. CBg yppti öxlum. Ég þekkti að minnsta kosti fimmtíu stráka af þessu tagi, sem höfðu komið til Hollywood til að setja kvikmyndaborgina á annan endann. — Hvað um það? — Hann á systur, sagði Trace. — Hún er yngri en hann, en hún er nógu skynsöm til að hafa á- hyggjur. Hún hefur reynt að koma vitinu fyrir hann. Hún hefur reynt að koma honum austur aft- ur, en hann vill hvergi annars staðar vera en hér. Svo nú ætlar hún að ráða verndarmann til að forða honum frá vandræðum. Hún borgar fjögur hundruð fyrir verkið og allan kostnað, og þú færð fimm þúsund frá okkur þegai- við gerum upp. — Gerum upp hvað? Hann hikaði í fyrsta sinn, en Knopp sagði án þess að líta af umferðinni: — Haltu áfram, segðu honum það. Hann er of skynsamur til að fara að hlaupa með það i neinn óviðkomandi. Framhald í næsta blaði 14 HEIMILISPDSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.