Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 13
færir hún mér appelsínusafa,
hvað sem ég er að gerá. Og
klukkan fjögur á daginn færir
hún mér annað glas. Þetta er
samkvæmt fyrirskipun heimilis-
læknisins, dr. Hepburn.
Við erum ekkert sérstaklega
gefin fyrir samkvæmi og nætur-
klúbbaheimsóknir. En á laugar-
dögum bjóðum við góðkunningj-
unum oft heim til okkar. Þar
röbbum við um leikhús og kvik-
myndir og hlustum á nýjustu
plötumar.
Mig hefur langað til að læra
að fljúga, en í því atriði er
Audrey beinlínis sauðþrá. Við því
leggur hún blátt bann, basta! Og
eigi ég að vera hreinskilinn, þá er
ég alveg sama sinnis varðandi
ýmislegt, sem hún tekur sér fyr-
ir hendur, og gengur út yfir líf og
heilsu. Eins og til dæmis þegar
hún átti að sitja hnakklaust hest
í kvikmyndinni ,,The Unforgiven."
Ég var dauðskelkaður, þvi að ég
mundi eftir því, að hún hefði dott-
ið af hestbaki og meitt sig. En í
það skiftið varð ég að láta und-
án, ég gat ekki eyðilagt ánægj-
una fyrir henni. Ég mátti naga
mig í handarbökin fyrir að hafa
látið undan henni, þvi að hún
varð fyrir slysi í Durango og varð
að liggja mánaðartíma á sjúkra-
húsi.
Audrey gerir allt, sem hún
mögulega getur til að koma i veg
fyrir, að ég geri alfskonar kjána-
strik i fljótfærni, og það er fyr-
irtak, því að ég gæti hennar að
sama leyti. Og það að við gætum
hvors annars og vildum helzt
alltaf vilja vera hvort hjá
öðru, leiddi einu sinni til þess
lengsta ferðalags sem ég hef
nokkru sinni á ævi minni farið.
Og það segir þó talsvert.
Audrey var í Kongó, að leika í
kvikmyndinni „Nunnan". Ég var
að kvikmynda í Hollywood. Þetta
var fyrsti aðskilnaðurinn okkar,
og sá síðasti, að ég vona. Þann
tima langar mig ekki til að upp-
lifa aftur.
En svo komst ég einn daginn að
því, að við myndum geta verið
saman í viku, ef ég legði land
undir fót. Ég var í Suður-Ameríku
við upptöku nokkurra atriða í
„Green Mansions". Eftir sex
vikna dvöl í frumskóginum ákvað
ég að halda heim til Hollywood,
með viðkomu hjá Audrey! Það
þýddi það, að ég varð að fara til
Bermunda og þaðan til Frakk-
lands og loks til Róm. Audrey
var rétt komin þangað frá Kongó,
og við vorum þar saman í viku-
tíma, þangað til ég varð að fara
til Hollywood. Audrey kom
nokkru á eftir, hún þurfti fyrst
að ljúka við „Nunnuna".
Að búa með Audrey í Kali-
forníu er alveg eins og búa með
henni hvar sem er annarsstaðar i
heiminum. Sí-nýstárlegt, sí-
spennandi, — og sí-fagurt út-
sýni frá fögrum bústað.
1 Kaliforníu vorum við nefni-
lega svo heppin að finna hús
hátt uppi yfir Beverley-hæðum.
Annarsvegar sjáum við inn til
fjallanna, og hinsvegar út yfir
sjóinn. Það var héma heima, sem
Audrey fann, að hún var með
barni.
Það var heitasta ósk hennar að
tffiða barnið í Sviss, hæst uppi í
snæþöktu fjöllunum, þar sem
giftum okkur. En skömmu eftir
STJÖRNUSPÁ NÆSTU VIKU
Vatnsberamerki, 21. jan.—19. febr.
Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur, þótt einhver
virðist vera gramur út 1 þig og reyni að vinna gegn
áformum, sem þú hefur í huga, — láttu bara til skar-
ar skríða, því að annars kynnirðu að missa af gull-
vægu tækifæri. Laugardagurinn er happadagur, og í
byrjun vikunnar gefst ýmsum undir fertugt ómetan-
legt tækifæri.
Fiskamerki, 20. febr.—20. marz.
Varastu að vera of dulur, þú lumar á upplýsingum,
sem einhver þarfnast. Vikan er tilvalin til að ganga
í hjónaband, og þeim giftu verður hún til mikillar
gleði. Það má búast við veizluhöldum, og þú ættir
ekki. að neita heimboðum.
Hrútsmerki, 21. marz—20. apríl.
I þessari viku yerður þú að taka þýðingarmikla
ákvörðun, og það skiftir miklu máh, að þú takir til-
lit til gagnrýni, sem eldri kona lætur þér í té fyrri-
hluta vikunnar. Yngra fólkið ætti að taka sig á í
hegðun þessa vikuna, og það eru framundan smá-
atburðir, sem geta komið illa niður.
Nautsmerki, 21. apríl—20. maí.
Þú skalt ekki hika við að segja meiningu þína, þú
hefur rétt fyrir þér, og misstu ekki móðinn. Ætlir
þú að ferðast, skaltu geyma það fram á föstudag. 1
vikulokin gætirðu komizt í smáklípu í sambandi við
tilfinningamál. En vikan er hagstæð í ástamálmn.
Tvíburamerki, 21. maí—21. júní.
Hryggbrot eru að vísu leiðinleg, en er ekki bezt
að hugsa sem svo, að það hefði getað farið ver? Þú
færð verkefni að glíma við, sem þú gætir haft tekjur
af, og þú skalt einbeita þér að því. Unglingarnir und-
ir tvítugu eiga í erfiðleikum vegna ástamála annara
í þessari viku, og fólk yfir fertugu má búast við á-
nægjulegum atburðum, sem koma mjög á óvart.
Krabbamerki, 22. júní—22. júlí.
Það er vissara að varðveita góða skapið í lengstu
lög, annars gætirðu misst af gullnu tækifæri á mánu-
daginn. Það má búast við því, að einhver reyni að
gera þér gramt í geði, og ef þú lætur það heppnast,
má búast við, að það hafi alvarlegri afleiðingar síðar
í vikunni. Happadagur vikunnar er miðvikudagur, og
þá jafnvel helzt í peningamálum.
Ljónsmerki 23. júlí—22. ágúst.
Þessi vika gæti orðið þér mesta leiðindavika, ef þú
ert of hörundsár, en ef þú hinsvegar getur slegið öllu
upp í grín, mun það koma þér mjög í hag. Þú færð
vandamál við að etja varðandi konu, og þar gefst þér
tækifæri til að vekja á þér aðdáun með úrræðum þín-
um. Föstudagur er happadagur.
Meyjarmerki, 23. ágúst—22. sept.
Einhverjir ánægjulegir atburðir gerast innan fjöl-
skyldunnar, og þú hefur þau afskipti af þeim, að þér
verður í hag. Eitthvað, sem er að brjótast í þér gagn-
vart kunningjunum, getur haft leiðindi í för með sér,
ef þú hlýtir ekki hollráðum beztu vina. 1 þessari viku
má búast við heppni í periingamálum.
Metaskálamerki, 23. september—22. október.
Slepptu ekki tækifæri, sem þér býðst fyrrihluta
vikunnar, enda þótt þér kannske finnist ekki mikið til
þess koma. Vikan er hagstæð í hverjum þeim tilgangi,
sem miðar að því að koma fjárhagnum í lag, hvort
heldur er um að ræða atvinnutilboð eða framtíðar-
horfur. Eldra fólk fær í vikunni tækifæri, seiri hefur
í för með sér heppni í peningamálum.
Sporðdrekamerki, 23. okt.—21. nóv.
Góð vinkona þín er helzt til mikið með kunningja
þínum, og í þessari viku mátt þú búast við vandræð-
um í því sambandi, sérstaklega ef um veizlu eða sam-
kvæmi er að ræða. Þú færð tækifæri til að endumýja
gamlan kunningsskap, láttu þér annt um hann. Og svo
er fimmtudagurinn happadagur.
Bogmannsmerki, 22. nóv.—22. des.
Þú verður að færa smávegis fórn í þessari viku,
og þér verða góð ráð dýr; eldri maður, sem er ná-
kominn heimili þínu, kann ráð við flestu. Hinsvegar
eru horfumar á áhugamálum þínum hinar ákjósan-
legustu, og þú skalt ekki hika við að koma þeim í
kring sérstaklega hvað snertir. f járhaginn.
Steingeitarmerki, 23. des.—20. jan.
1 byrjun vikunnar færð þú hugmynd, sem'að vísu
er ekki ný, en i þetta skiftið geturðu framkvæmt
hana eftir föstudaginn. Segðu ekki of mikið, en
vertu heldur ekki of leyndardómsfullur. Þeir, sem
fæddir em í janúar og fólk 18—45 ára munu eiga
ánægjulegan laugardag, þótt með óvæntu móti verði.
að við komum þangað, veiktist Hvers óskum við okkur í fram- hnettinum, þar sem við eignumst ég, að Audrey gyllir líf mitt með
hún skyndilega að naeturlagi, og tíðinni? Að sjálfsögðu hlökkum hvarvetna nýja vini. En hvort sinu dásamlega skapi og ást. Er
varð að fara samstundis á sjúkra- við afar mikið til þess að eign- heldur við vöknum á heimili okk- það ekki mesta hrósið, sem eig-
hús. Læknarnir fengu ekkert að ast bam. Við vitum að starf okk- ar í fjöllunum, eða einhversstað- inmaður getur gefið konu sinni?
gert; við misstum barnið okkar. ar leiðir okkur um nýja staði á ar úti á hjara veraldar, þá veit
= FILLIIMfti
m
FELIX
heimilispósturinn
i-13