Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 4

Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 4
I-'ANN 4. desember á því herrans ári 1875 hélt fangi nokkur, nýslopp- inn úr refsivistinni, út úr Caliente í Kaliforníu, og stefndi suður á bóg- inn. Andlit hans var hulið svörtu, stríðu skeggi, þar sem hann sat og hossaðist í hnakk sínum, og í huga hans átti hann við gríðarlegt vanda- mál að etja, §em sagt það, hvernig hann ætti að fara að því að afla sér álitlegrar fjárhæðar í gulli og auk þess eilífrar frægðar sem fær- Dick Fellows átti stórt takmark í þessu lífi, — að verða einn mesti laga- brjótur villta vestursins. Ekki vantaði viljann, en almennilegur bófi verður líka að hafa smávegis vit á hestum . . . asti ræningi í villta vestrinu. Fyrr um daginn hafði hann séð þá James Hume, yfirmann Wells Fargo-leynilögreglunnar, og Jerome Myers, aðalmanninn í Stockton-lög- reglunni stíga upp í póstvagninn I Caliente. Það hlaut að vita á eitthvað meira en lítið að sjá tvo frægustu lögreglumenn vestursins stíga upp í vagninn, — það gat varla merkt minna en stór-dýrmætan farm, sem þeir skyldu gæta. Farm, sem var í nokkurnveginn hæfilegu samræmi við metnað Fellows, eins og refsifangi þessi kallaði sig. Fellows hefur verið kominn um það bil hálfa mílu út úr bænum, þegar hesturinn, sem hann hafði leigt sér í bænum, var orðinn full- viss um, að þungur maðurinn, sem sat klofvega á hryggnum á honum, væri harla óvanur reiðmaður. Allt frá því fyrsta hafði klárnum geðj- azt heldur illa að skeggjuðum reið- Siðan sneri hann sér við og val- hoppaði aftur til bæjarins. I rykinu lá metnaðargjarn bófinn auðmýkf- ur og öskuvondur. Þessi atburður er aðeins einn af ótal svipuðum í þrákelknislegri bar- áttu Dick Fellows fyrir því að verða nafntogaður bófi. Allt gekk á aftur- fótunum í þessum tilraunum, enda þótt sannarlega væri grundvöllur fyrir því að komast áfram á þessu sviði á þeim dögum, og heppnaðist mörgum. Dick var hár maður og herða- breiður, með skær augu, sem leiftr- uðu undir þykku, kolsvörtu skeggi. Framkoma hans öll lýsti menntun og háttprýði, og það var mál manna, veturinn 1869. Þegar póstvagninn frá Coast Line göslaði inn í Santa Barbara án peningakassans, varpa®* lögreglustjórinn þar sér þegar á bak hesti sínum og þeysti í áttina til rásarstaðarins. Og tæpa fimn* hundruð metra frá staðnum fanrl lögreglustjórinn hinn djarfa ráns- mann Dick Fellows, sem 1 örvænt- ingu hékk á bakinu á skinhoraðri. eldgamalli meri, æpti og grenjað* formælingar og lamdi fótastokkinn til að reyna að fá jálkinn til að hreyfa sig. En árangurslaust. Þetta var I fyrsta skipti, sem hestur kom Dick Fellows í fang' elsi. Eftir fjögurra ára dvöl Þar sneri hann aftur til Caliente blank- Ó H E Þ Þ N I manninum, og óörugg handtök hans urðu ekki til að auka á samúðina. Rétt handan við beygju var trjá- þyrping, þar sem Fellows hafði á- kveðið að leggjast í leyni og bíða eftir vagninum með öll auðæfin. En rétt í þann mund fannst hestinum sannarlega nóg komið. Hann snar- stanzaði, stakk framlöppunum í jörð- ina og með fyrirlitningarhneggi skvetti hann bófanum framyfir sig og beint á hausinn til jarðar. að hann hefði stundað nám í Har- vard. Hann var snjall skipuleggjari, djarfur og hugmyndaríkur. En það var eitt sem háði honum, og það í ríkum mæli. Hann gat ekki setið hest. Á þrettán ára starfsferli sinum sem bófi gerði hann hvorki meira né minna en tuttugu-og-átta heiðarlegar tilraunir til að ræna vagna . .. Fellows vakti athygli lögreglunn- ar í Kalifomíu á sér i fyrsta skipti ari en nokkru sinni fyrr. Og aern hann rölti skömmustulegur heim ^ leið, rann skyndilega upp fyrir hon- um tækifæri til að rétta mannorðið við á ný. 1 þetta skipti birtust ör- lögin honum i líki litils, aldraðs klárs, sem stóð músgrár á lit tjóðr- aður við eina verzlun bæjarins. Dick var ekki lengi að leysa hestinn, klöngraðist á bak og þeysti út ur bænúm með það grimmilega áform í huga að sitja fyrir póstvagnmum JÓIM GRAMNI HEIMILISPÓBTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.