Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 23
®rri búinn að éta upp úr einu
"^rteli. Ég fékk hann til að
^upa alla síldina fyrir fjögur
^illjón pólsk mörk. Síðan fór
heim til Islands og fékk lög-
ræðing úr Reykjavík til að fara
austur á Eyrarbakka með mörk-
ln' Þeir vildu ekki taka mörkin
af honum. Þá fór ég sjálfur og
sannfærði þá, og það endaði
j^eð því, að ég fékk víxlana, og
.r keyptu mörkin. Skömmu
Seinna sendu þeir mér mörkin
°S sögðust ekki geta notað þau,
e? báðu mig um að fara með
Pau og gáfu mér sex mánuði til
koma þeim til Varsjár. Ég
Senöi mörkin til Varsjár. Þeir
Seudu mér mörkin aftur, af
Pví að þeir könnuðust ekki við
Parisjóðinn á Eyrarbakka. Ég
ór til Hafnar aftur og lagði
eau inn í Nordisk Bank.
könunu seinna lauk stríðinu,
eS mörkin voru strikuð út.
eir á Eyrarbakka sögðu,
a® þetta hefði verið helvítis
Svindl úr mér. Ég sagði, að þeir
^ttu sjálfum sér um kenna,
, að mörkin hefðu verið í gildi
a rinum tíma. Að vísu voru þau
jddrei meira en 20—25 þúsund
róna virði, þegar ég seldi þau.
Kynni af Einari Ben.
Þú þekktir Einar Ben.?
, Ég kynntist Einari, þegar
ann var á ferð austanfjalls ár-
1 eftir að ég var borinn út af
aulverjabæ. Þá bjó ég í Þjót-
aPda við Þjórsá. Hann var þá
1 Vatnaveseninu. Ég fór með
ePum og fylgdi honum og lán-
1 honum hesta. Tók ekkert
. r. Tókst kunningsskapur
^illi okkar. Eitt sinn var Ein-
ar blankur og spurði mig, hvort
gæti ekki lánað sér nokkrar
rónur, þrjú þúsund krónur.
ann borgaði mér skuldina með
tan-aktíum, sem þá voru gefin
milljónavís. Svo var ég með
réfin niðri í Höfn og seldi þar
a°kkur bréf, fékk bíla, tvo eða
3a> og svo einar 3—4 þús-
^d krónur hjá Rönno nokkr-
!*?' Éinar var alltaf fljótur að
a. sér peninga og beitti ýmsu.
ah Torfason, sá sem reddaði
Landmandsbanken frá gjald-
þroti, átti eftir að vera mér
hjálplegur í þessum viðskiptum
mínum við Rönno. Páll var
kallaður Maðurinn með skegg-
ið. Veiztu hvað. Þremur dögum
eftir að ég seldi Rönno veit ég
ekki fyrri til en lögreglu-
menn koma til mín að morgni
dags og segja mér að mæta
niðri á stöð. Ég gaf þeim
viskísjússa meðan ég var að
klæða mig. Ég þurfti að hafa
tíma til að hugsa. Þegar ég kem
á stöðina, eru þar fyrir Rönno
og maður, sem hafði keypt aktí-
ur í lokuðu umslagi. Nú var
þannig mál með vexti, að það
var annað hlutafélag í Höfn,
sem líka hét Títan. Svo spyr
dómarinn, hvort ég hafi selt
þessi bréf. Ég vísaði þeim á
Manninn með skeggið. Hann sé
þessu kunnugastur. Svo er Páll
sóttur, og hélt ræðu í réttar-
salnum og gat sannfært þá um
það, að hver króna í aktíunni
væri tíu króna virði. Dómarinn
sagði mér að fara, en Rönno var
settur inn og látinn borga allt.
— Skemmtuð þið Einar ykk-
ur saman?
— Við vorum oft í léttum
leik. Eitt sinn þurfti ég að redda
vininum. Það var í Hamborg.
Þá lagðist Einar á spítala, fár-
veikur og félaus. Læknirinn setti
ís á brjóstið á honum. Þá fór ég
í firma, sem ég þekkti, og bað
þá að lána mér í útlenzkri mynt.
Þeir sögðust ekki geta látið mig
fá útlenzka mynt, en buðu mér
að lána mér mörk, því að þau
voru þá sem óðast að falla. Þeir
lánuðu mér 37 millj. marka til
sex mánaða. Að þessum sex
mánuðum liðnum sendi ég þeim
bréf með 50 milljarða seðli, verð-
lausum. Þá var stríðinu lokið
og búið að strika út mörkin. Það
dýrasta var frímerkið undir
bréfið.
Þessi harði leikur vegna
peninganna.
Fleiri sögur sagði Björn mér
úr undirheimum viðskiptanna.
Hann talaði um það eins og
Þetta gamla hörkutól situr við fornlega kommóðuna. Ofan á henni op.nn
peningakassi og nokkrar bœkur og nef tóbakið. Bjöm er með önglakippuna.
spilamennsku, póker eða bridge
frá því nóttina áður, eins og
sjálfsagðasta hlut í lífinu. Hann
sagði mér af sprúttskipinu á
bannánmum, þegar hann keypti
tíu þúsund lítra af spíra, sex
þúsund flöskur af viskíi, sex
þúsund flöskur af koníaki og
eitt þúsund flöskur af líkjör,
(„for the ladies!!“). Þetta var
úti í Þýzkalandi, og Bjami Finn-
bogason var agent hans. Björn
hafði ekki skrifað undir neina
samninga. Þegar skipið kom til
landsins, var hringt til hans úr
Grindavík, og hann látinn vita
um komu skipsins. En af því að
hann var svo hvass að norðan,
þá gat Bjöm ekki komið til móts
við þá og komið farminum á ör-
uggan stað. Hann hafði ráðgert
að fara með skipið inn á Jök-
ulfirði til öryggis. Þetta hefur
allt verið í frönskum smyglsögu-
stíl eftir Simenon. Svo vom þeir
á skipinu svo vitlausir að fara
inn, þóttust hafa neyðzt til þess
vegna koksleysis. Jóhannes
Jóhannesson var þá fógeti.
Hann kallaði Bjöm hvað eftir
annað fyrir. Seinna komu papp-
íramir frá Þýzkalandi.
— Þá var mitt nafn hvergi á
þeim. Þjóðverjarnir voru allir
dæmdir og Bjami, en engin ráð
að hafa hönd í hári mínu.
Svo sagði hann mér frá því,
þegar hann var skipstjóri fyrir
vestan og kom á Isafjörð og var
krafinn um skipsstjóraréttindi.
Þá gerði hann sér lítið fyrir og
brá sér til ólafsvíkur og munstr-
aði þar og fékk skjölin stimpluð
með einhverjum ráðum. Fór
svo aftur til Isafjarðar, og þeir
urðu að viðurkenna pappírana.
Upp frá því var hann tekinn
gildur sem skipstjóri alla tíð.
Þegar ég kvaddi Bjöm, sagði
hann mér að fara niður á Lands-
bókasafn og lesa bókina sína
um Gaulverjabæjarmálið. Það
væri ekki nóg að lesa greinina
sína í Alþýðublaðinu um Hrafn-
istumálið, sem undanfarið hef-
ur verið á döfinni. Það allt væri
leikur hjá Gaulverjabæjarmál-
inu.
— Ég hef alltaf sagt við and-
stæðinga mína, að ég ofsæki þá
í gröfinni, ef ég tapaði fyrir
þeim. Annars hef ég aldrei tap-
að.
Þetta sagði Bjöm prakkara-
lega og grallaralega og alls ekki
illmannlega.
Þegar ég kom út úr Hrafn-
istu, horfði ég á borgarljósin
tindra. Það var orðið myrkt og
hætt að verzla í búðunum. En
viðskipti næturinnar framund-
an, þessi harði leikur vegna psn-
inganna. Björn hafði frætt mig
um margt, sem þar gerist, og
ekki hræsnað.
POSTURINN
ÚTGEFANDI: HEIMILISPÓSTURINN, REYKJAVlK
RITSTJÓRAR: BALDUR HÓLMGEIRSSON OG STEINGRlMUR SIGURÐSf
FRAMKVÆMDASTJ.: GUÐMUNDUR JAKOBSSON, SlMI 36626
RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: TJARNARG. 4 — SlMI 11177 — PÓSTHÓLF 495
STEINDÓRSPRENT H.F. PRENTAÐI