Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 6

Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 6
Alla leiðina í flugvélinni til Am- sterdam gat ég ekki slitið augun af ljóshœrðu fegurðardísinni. 1 fyrstu leit ég á hana rétt eins og hver ann- ar karlmaður, sem sér forkunnar- fagra konu. En smám saman gerði ég mér ljcst, að ég hefði séð hana áður. Heilinn í mér hamaðist við að rifja þetta upp, en minnið hafði ger- samlega brugðizt mér. Hvar hafði Með örfárra mínútna millibili mættust augu okkar, eins og eftir fyrirfram ákveðnu umtali, en þar sem hún var forkunnarfögur var hún áreiðanlega vön því, að karlmenn horfðu á hana. Hún færði sér sannarlega alla sína kvenlegu eiginleika i nyt. Aðeins það, hvernig hún hélt á vindlingi, — kæru- leysislega og glæsilega í senn. Og þannig gafst henni Hka fyrirtaks tækifæri til að sýna, hversu undur- samlegar hendur hennar væru. Allt- af blés hún vindlingsreyknum út í gegnum nefið. Nasavængir hennar voru stórir og lýstu viðkvæmni. Hvar í ósköpunum skyldi ég hafa hitt hana áður? Hvar? Áður en við lentum, spurði ég flug- freyjuna kurteislega, hvort hún gæti ekki sagt mér nafn stúlkunnar fögru, sem ég hafði horft svo rhikið á. ég séð hana Hún brosti og svaraði: — Ég veit vel, við hverja þér eig- ið. Þér eruð ekki fyrsti maðurinn, sem spyr mig að þessu. Hún er fög- ur, ekki satt? — Nú, það var nú ekki aðallega þessvegna, sem ég spurði. Ég átti bara við það, að ég hefði kynnzt henni einhversstaðar áður, en mér er ómögulegt að muna hvar. — Hún heitir ungfrú Collins, sagði flugfreyjan. — Hún er fulltrúi tízku- húss i Englandi. — Jæja, svaraði ég, ég hefði getað svarið, að ég þekkti hana. — Þér hafið ef til vill séð hana fyrr hérna í flugvélinni, sagði flug- freyjan. — Hún flýgur ákaflega oft á milli Amsterdam og London. — Þétta er í fyrsta skipti, sem ég flýg þessa leið, svaraði ég. — Nú, þetta skiptir svosem ekki máli. Þakka yður fyrir upplýsingamar. Hún hét þá ungfrú Collins. Nafn- ið sagði mér ekkert, — og þetta var áreiðanlega ekki rétt nafn hennar. Ég var sannfærður um, að við hefð- um hitzt einhversstaðar áður, og þá hefði hún ekki haft þetta nafn. Ég kom auga á hana, þegar hún var á leiðinni í gegnum tollinn, og ég elti hana inn í veitingastofuna. Ég nam staðar fyrir framan spegil til að laga slifsið mitt, og í spegl'11' um sá ég hana ganga þvert yfir sal' inn í barinn. Þar settist hún við eitt litla borðið, opnaði veskið sitt °S tók upp vindlingana sína. Hún þurfú líka að taka ýmislegt smádót uPP úr veskinu og raða þvi á borðið fýr' ir framan sig, áður en hún faIin kveikjarann. Síðan kveikti hún ’ vindlingnum, og blár reykurinn leið rólega upp í loftið. Hún leit rólega upp, þegar ég ge^ til hennar. — Afsakið, sagði ég. — Bn þekkjumst, er það ekki rétt? — Síðan í flugvélinni, . eigið Þer við? — Nei, frá því áður. — Frá Amsterdam? — Nei, það getur heldur ekki haf® verið þaðan, svaraði ég. Hún hristi höfuðið. — Mér þykir fyrir því, en e% minnist þess ekki, svaraði hún. Ég leit sem snöggvast á smádótið’ sem hún hafði sett á borðið fýrir framan sig. Vindlaveski, kveikjara. púðurdós, varalit. . . og bréf, sem var þannig brotið, að ég sá, að það var handskrifað og byrjaði svona: — Elsku Elsa mín . . . Elsa! Þá loks komust hugsanir mínar á kreik. Elsa — Elsa Her' mann! Hún sá, að ég hafði komið auga á bréfið, en hún kom því ekki nógu Smásaga eftir Herbert Harris SAKAMÁLAÞRAITIN Þegar ég kom að húsinu, fann ég kalda hönd í vasa mínum. Þetta var höndin á mér, og lnin skalf. Ég lierti upp Iiugann og tók að liðka fingurna. Humm. 1 fyrirtaks standi til að fremja morð, hugsaði ég, meðan dirkur- inn opnaði útidyrahurðina fyrir mig. Þetta morð hafði ég áformað fyrir Iöngu. Ólsen var miskunn- arlaus kvennaflagari. Hann hafði tekið Edit frá mér, og þesskonar gleymir maðnr ekkl! Hugsa sér, að Edit skyldi hafa fallið fyrir öðrum eins lúsablesa og honum! 1 fyrstu hafði ég ætlað mér að myrða Edit líka, en jafn veilt- geðja og ég er, sá ég mig um hönd. Ég hugsaði sem svo, að þegar þessi kvennaflagari væri úr sögnnni, þá myndi Edit koma aft- ur til mín, iðrandi og biðjandi. Þá myndi hún segja sem svo: — Ó, hann er dauður! Gættu mín, því að ég hef aldrei elskað neinn annan, bara þig. Ó, þú hefðir átt að sjá, hvað hann var ljótur, ó- greiddur og bindislaus ... Þegar ég kom inn í forstof- una, logaði ljós þar. — Bannsett ljósið! tautaði ég og tók að leita að slökkvaranum. Hvar í ósköpunum gat liann ver- ið? Ég leitaði góða stund, áður en ég komst að raun um, að hann væri í loftljósinu sjálfu. Ég tyllti mér á tá, teygði mig upp og slökkti ljósið. Svona, nú var allt í lagi. Ég laumaðist inn i svefn- herbergið. Þar lá hjartaknúsar- inn sjálfur og las í bók. Hann var svo niðursokkinn í kerlingarreyf- arann, að hann veitti mér ekki minnstu eftirtekt. Ekki fyrr en það var afstaðið. Hann lá þarna hjálparvana og barðist um. Svo kyrrðist liann. Ég fór fram og tók lianzkana af mér. Furðulegt, að maður skuli taka það svona nærri sér að Iosa heiminn við syndasvín. Rétt fyrir utan húsið stóð síma- klefi. Ég fór þangað og hringdi á lögregluna. Ég talaði við varð- stjórann sjálfan: — Afsakið, að ég skuli ónáða yður, en kunningi minn bauð mér heim til sin í kvöld, og þegar ég kom þangað, var ekki opnað fyr- ir mér. Kunningi minn átti marga óvini, svo að ég er sannast sagt talsvert órólegur. Getið þér kom- ið hingað? Ég sagði honum heimilisfangið og lofaði að bíða við liliðið. Innan sjö mínútna var lögregl- an komin. — Það var gott, að þið komuð, sagði ég, og bætti við: — Það er líklega bezt, að ég viðurkenni það strax, að við Olsen vorum engir mátar. Við höfum alls ekki liitzt. Þessvegna brá mér talsvert í brún, þegar hann hringdi á skrif- stofuna til mín og bað mig að hitta sig. Hann sagðist ætla að ræða um Edit, unnustu mína fyrr- verandi, einskisvirði brúðu, sem ég var eiginlega búinn að gleyma. Við gengum upp að útidyrunum. Lögregluforinginn opnaði hurð- ina og gekk inn í forstofuna. Ég kom á eftir og kveikti Ijósið. Síð- an fórum við inn í svefnherberg- ið. Þar lá hann og var harla óá- sjálegur. — ÍTff! sagði ég og lézt vera miklð niðri fyrir. — Þetta er þó skelfilegt, ekki satt? — Jú, hann er dáinn, sagði lög- regluforinginn. — Kyrktur, bætti hann hranalega við. Síðan leit hann á mig: — Þér myrtuð hann sjálfur! Og rétt í því rann upp fyrir mér, hvaða skyssa mér hafði orðið á! Hvað kom upp um morðingjann? Veizt þú það? Ef þú ert í vafa, þá lestu söguna yfir aftur, áður en þú flettir upp á blaðsíðu 22, þar sem þú finnur lausnina. 6 HEIMILISPDSTU RINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.