Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 8

Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 8
hann, og þessvegna ætla ég að andarungum, nýskriðnum úr eggj- ANDARUNGAR 1 VATNI ! Ranleri di San Casciano var afar tortrygginn gagnvart öllu kvenfólki, og hann sór og sárt við lagði, að ltonan, sem hann gengi að eiga, skyldi vera hrein mey. Teresa, hin unga tiginborna stúlka, sem loks varð eiginkona hans, hafði flekklaust mannorð, — en móðir hennar, Madonna Riciarda, sem hafði veitt dóttur sinni rækilegt uppeldi, hafði næst- um eyðilagt hjónaband hennar, — án þéss þó fyllilega gera sér grein fyrir þvi. — f>ú verður að leggja þig alla fram um að þóknast Ranieri, sagði hún við dóttur sína. — Þú verður að einbeita liugsun þinni að því að gera hann hamingju- saman og fá hann til að elska Þig. Þegar Ranieri varð einn hjá Teresu í brúðhjónaherberginu, sá hann sér til furðu, að hún hvorki roðnaði eða reyndi að aftra hon- um. Mlklu fremur kastaði hún sér I faðm hans og svaraði koss- um hans af þeirri ástríðu, að hon- um fannst meir en nóg um. Og þegar hann hóf Venusarleiki kom hún til móts við hann, og sýndi þá hrifningu og ákafa, að á- nægja hans breyttist I súrasta gall og ást hans í vonbrigði. Engu að síður gerði hann skyldu sína sem karlmaður. En um morguninn klæddi hann sig, gaut augunum á Teresu og sagð!: — Þú varst ekki sú, sem ég hélt, að þú værir, og þú hefur séð mig í síðasta sinni í rúminu þínu! Sfðan fór brúðgumlnn ungi með brúði sína heim til móður hennar og sklldi hana þar eftlr með þeim orðum, að hann myndi koma seinna eftir henni. Þegar hann kom ekki á tilteknum tfma, datt móðurinni f hug, að ein- hverjar grunsemdir kynnu að hafa skotið upp kollinum hjá honum. Hún spurði þvf dóttur sína, sem svaraði: — Hann elskar mig ekki leng- ur, mamma, kvartaði hún. — Hann heldur, að ég hafi leikið ástarleikl með öðrum mönnum áður en ég giftist honum. — Gerðir þú eins og ég sagði þér? spurði móðirin. — Reyndir þú að þóknast honum? Gerðir þú honum ljóst, að þér líkaði vel ástleitni hans? — Ég fylgdi ráðleggingum þín- um til hlýtar, mannna. En það er einmitt það, sem virðist hafa gert liann öskuvondan. Ætli það hafi kannski verið rangt af mér? — Það er undir manninum komið, svaraði móðir hennar. — Eiginmaður þinn er vafalaust flón, en mér skilst, að þú elskir kveðja hann hingað og tala við hann. Ranieri kom — fj rilegur og eldrauður í framan. Madonna Ricciarda tók hann með sér í gönguferð meðfram virkissiki kastalans, þar sem þau gætu ræðzt við f næði. — Það lítur út fyrir, að yður finnist eitthvað athuga'.ert við dóttur mína, sagði hún, — Er hún ekki fögur stúlka? — Hún er ákaflega fögur, Madonna. — Er hún ekki einnig aðlaðandi, eins og kona á að vera? — Hún er aðlaðandi, Madonna. — Og er hún máske ekki ást- rík og blóðheit? — Það er hún, Madonna. Hún er alltof ástrík og blóðheit. Og það kemur mér til að halda, að hún hafi ekki verið hrein mey, þegar hún kom til min. Madonna Ricciardi leit undrandi á hann. — Þér virðist þá álíta, að dótt- ir mín hafi fengið tilsögn i ást- arlistinni, Ranieri. En ef þér, ung- ur, hraustur maður, hafið fundið fulinægingu f ástaratlotum henn- ar, hvernig getur yður þá fund- izt nokkuð athugavert við það, að hún, ung, hraust stúlka, hafi unað af atlotum yðar? Ranieri tautaði eitthvað um alltof mikinn ákafa, og hin eðal- borna móðir sagði ekkert, því að hún braut heilann um ráð til að sannfæra unga manninn um sak- leysi dóttur hennar. I sama vct- fangi kom þjónustustúlka hlaup- andi með fangið fuilt af gulum unum. — Sjáið, hvað þeir eru Iltlir og saklausir, Madonna! hrópaði stúlkan. Og þarna fann Madonna Ricci- arda svarið! Áður en stúlkan eða Ranieri vissu orðið af hafði Ma- donna Rlcciarda þrifið alla and- arungana af stúlkunni og sett þá alia út f virldssíkið. — Þeir drultkna allir saman, Madonna! hrópaði Ranleri, dauð- skelkaður yfir grimmd Madonn- unnar. — Þeir voru rétt að fæð- ast! — Lftið á þá, svaraði hefðar- frúin. — Þelr drukkna ekkl. Þeir synda alveg eins vel og fullorðn- ar endur. Meðan þeir enn voru f egginu, fengu þeir þá beztu til- sögn, sem hugsazt getur, eðlið, sem segir til sfn. — Beztu tilsögn ? stamaði Ran- ieri. — Eg skil ekki aimennilega, hvað þér eigið við! — Ég á við það, að sama eðli og 61 ást tU vatnsins f brjósti þessara imga, jafnvel áður en þeir sáu dagsins ljós, hafi vakið f brjósti eiginkonu þinnar eðUlega ást til mannsins, sem hún hefur valið sér, og til þeirra atlota, sem þið nutuð saman! — Segið ekki meira! hrópaði Rinieri. — Ég mim sækja eigin- konu mfna strax og flytja hana heim. Þegar ungu hjónin þeystu af stað yfir blómguð vengi, brosti Madonna Ricciarda og sagði: — Alveg eins og andarungar á vatni! Þessi skemmtilega saga or tekin úr Paradiso degli Albert, eftir ítalska rithöfundinn Giovannó da Prato. B HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.