Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 19

Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 19
'ð Ross Paterson gerðum til Tozer- fjalls í norðurhluta Queensland. Fjall- var ekki nema sex hundruð metra aft, en það sem freistaði okkar var So&urnar um, að það væri eins erf- 1 t uPpferðar og sjálft Mount Ever- ®st. Fram að hafinu rís það eins og oðréttur veggur. Af landi kemst 0laður auðveldlega þrjú-fjögur undruð fyrstu metrana, en eftir það s*kist fergin erfiðar. ^jársjóðavonin dró okkur líka á- ani. Þarna eiga sjóræningjar að afa haldið til fyrr á tímum og fyr- r kernur, að menn finni fjársjóði i SJótunum. Við fundum ekkert nema köni g'Urlærnar. ^etta var hálfsmánaðar sumarleyf- °kkar. Þarna er óbærilega heitt, ^ eins Og svo víða í Ástralíú litið nrn vatn og matföng. Við höfðum t tal af gömlum manni, áður en lð héldum til f jallsins, og hann ráð- agði okkur eindregið frá þvi að e£gja á það. hef að vísu aldrei verið þar. En ke: e& hef séð eitruðu risaköngur- rnar á lögreglustöðinni. Innfædd- Seidu þær fyrir munntóbak. Lög- egluþjónarnir sendu þær til Bris- e- Læknarnir þar hafa áhuga ^rir þeim. En ég aðvara ykkur. °mið ekki nálægt þeim. Ef þær *nga ykkur, getur ekkert hjálpað ykkur . . _^lð skeyttum þessu engu. Við Idum norður á bóginn í bifreið e kar, og nokkra kílómetra frá jiaUinu hittum við innfædda, og ^gðum okkur leiðsögumann úr . eirra hópi. Við kunnum þó nokkuð 1 1T1áli þeirra. í'að var ungur Ástralíunegri, sem fengum til fararinnar fyrir smá- 'regis tóbak. Hann þekkti landið og ^eð okkur að fara að austurhlið Jallsins. Þegar þangað kom, kvaðst kann ekki fara lengra. Við spurðum Uversvegna. aðT~ Alltof margar köngurlær, svar- 1 hann og ranghvolfdi í sér augun- Uni. þær stjnga — þjg verða helm- m£i stærri en þið vera núna — síð- an Ueyjaf " Eg vil sjá þessar köngurlær, M araði Paterson. — Þetta fer að 'erða spennandi. . ^egrinn sneri við, og við héldum lfram fimm kílómetra leið. Þá kom- Umst við ekki lengra á bilnum. Þar a ógum við tjöldum. Nú var yfir rjóstrugt hraun og gróðurlítið að tara. Einu lífverurnar þarna voru skrið- 'ikindi, sem sleiktu sólskinið í mak- Uclurn, hinar meinleysislegustu. °kkrar voru allt að meterslangar, hktust eðlum fomaldarinnar. ^PP úr hádeginu daginn eftir rum við komnir í hundrað metra i austurhlíð fjallsins. Við höfð- Um enn ekki séð neinar köngurlær e£ vorum að hugsa um að snúa við. ðllu skein í heiði og hitinn var ó- apiegur Yið leituðum inn i gjótu hvíldum okkur, snæddum dósa- Jöt 0g drukkum vatn með. Ég var °ffiaður, þegar Paterson æpti ^yndilega: — Köngurlærnar! Ég hef verið stunginn af köngurló! Hann hélt báðum höndum um ökl- ann, og andlit hans var afskræmt af sársauka og ótta. Ég sá hana strax, andstyggileg- ustu skepnu, sem ég hef augum lit- ið. Hún var eins stór og höndin á mér, og ég er maður handstór. Fæt- urnir voru lengri en fingurnir á mér og alsettir stinnum hárum. Ég sá hana hlaupa á brott frá Paterson, sem æpti í sífellu: — Hún beit mig', þetta er svo hræðilega sárt, og ég er að verða svo skrýtinn! Ég baðaði sárið í hreinsunarlyfi, sem við höfðum meðferðis, en ökl- inn hélt áfram að bólgna upp. Hann var að missa meðvitundina. Hann boraði fingrunum niður í jörðina og engdist af sársauka. Það var ekki um neitt annað að gera en skera í sárið, en sólin var að steikja okkur, og ég varð að komast í forsælu. Ég setti Paterson á bakið á mér og dröslaði honum af stað. Ég var ekki kominn nema nokkra metra, þegar ég kom að hellismunna. Mér datt í hug, að við myndum getað náttað okkur þarna. Ég lagði' hann frá mér og fór eftir bakpokanum mínum. 1 sama vetfangi og við vorum komnir inn, sá ég að einn veggurinn var þakinn köngurlóm. 1 fyrstu skelfdi þetta mig ekki, ég neri öklann á Paterson með hreinsilyfinu og stakk hnífnum minum í bólguna . . . LOKSINS komst ég út í dagsbirt- una með meðvitundarlausan félaga minn. Ég hafði dregið urmul af köngurlóm með okkur. En ég gaf mér engan tíma til að hugsa frek- ar um þær, ég dröslaði honum á- fram, þangað til við vorum komnir nokkra metra frá hellismunnanum. Þar nam ég staðar og skóf köng- urlærnar af okkur. Paterson var meðvitundarlaus, og ég óttaðist, að ég myndi brátt missa meðvitundina líka. En ég skyldi reyna að koma honum sem allra fyrst lengst i burtu . . . áður en ég missti lífið. Ég kom höndunum aftur undir herðar hans og dröslaði honum á- fram. Ég varð að hvíla mig og soga loftið að mér í hverju skrefi. Ég hef alltaf álitið sjálfan mig vel að manni, en nú var ég svo örmagna, að það hefði ekki þurft mikið til að leggja mig að velli. Að mér skilst mun ég hafa drösl- að honum nokkur hundruð metra, en þá megnaði ég ekki meiru. Ég hneig niður við hlið hans, dró hníf- inn úr slíðrum og tók að athuga, hversu mörg bit væru á okkur. Til allrar hamingju voru þau ekki eins mörg og ég hafði óttazt. Sjálf- ur var ég með tvö á hægra úlnlið og eitt á vinstri hendi. Ég skar í bólguna, svo að blæddi úr, og síðan sneri ég mér að Paterson, sem var bitinn á sjö stöðum. Ég skar I alla staðina, svo að blæddi. Nú var tekið að skyggja, og ég fann, að ég myndi ekki haldast uppi mikið lengur. Ég ætlaði að reyna að drösla Paterson að bílnum okkar, svo að við gætum freistað þess að komast aftur til Coen. Hann er um 80 kíló á þyngd, og það var þung byrði fyrir máttfar- inn mann. En ég kom honum upp á hrygginn á mér og reikaði í áttina að bilnum. Ég Imyndaði mér, að það hafi verið fimm kílómetra leið . . . ÉG VEIT ekki með vissu, hvenær ég gerði mér grein fyrir því, að ég væri að missa sjónina, en ég álít, að það hafi ekki verið fyrr en ég gekk beint á all-stóran stein og hrasaði um hann, •— með Paterson á bakinu. Þegar ég komst aftur á fætur, var allt í þoku fyrir augum mínum. Skelfingin greip mig á ný. Nú var ég ekki aðeins að missa máttinn, heldur var ég líka að verða blindur! Ég lá þarna á klettinum við hlið- ina á Paterson, ófær um að hjálpa hvorki honum eða mér sjálfum. Hérna liggjum við og deyjum, hugs- aði ég, og þegar leitarflokkurinn kemur á vettvang, finnur hann ekk- ert nema beinagrindumar. Þessi hugsun var svo skelfileg, að hún veitti mér þrótt á ný. Það er ótrúlegt, hvað maður getur, þegar maður álítur banastundina skammt undan. Ég baslaði Paterson upp á bakið á mér og reikaði áfram með hann. Þá allt í einu heyrði ég hann spyrja: — David, hvar í skrattanum erum við eiginlega ? Ég hló og grét í einu. Ég stanz- aði og setti hann niður, en hélt samt dauðahaldi í hann. Hann var að koma til meðvitundar, og ég fann, hvernig svitinn rann af honum. Við stóðum á fætur með handlegg- ina um herðar hvort annars, og þannig reikuðum við áfram í myrkr- inu. Við duttum hvað eftir annað, en komumst alltaf á fætur aftur og flýttum okkur af stað, eins og sá svarti sjálfur væri á hælunum á okk- ur. Ég veit ekki, hversu lengi við héld- um svona áfram, en loksins komum við að blessuðum bílnum okkar. Við komumst upp I hann með mestu e'rfiðismunum. Nú var það Paterson, sem studdi mig. Við sátum þöglir stundarkorn og ég fann, hvernig hann jós sótthreinsunarlyfinu yfir sár okkar. Það sveið eins og undan eldi, en mér fannst það koma að gagni. Það var eins og þokunni létti ofurlítið. Sjónin var enn svo lítil, að ég gat með naumindum séð andlitið á Pat- erson. Ég hallaði mér afturábak í bilnum og bað þess, að ég missti sjónina ekki. Meðan ég sat svona, held ég, að ég hafi misst meðvitund- ina. Það næsta, sem ég man, er það að bíllinn kipptist til, og vélin fór í gang. Ég glennti augun upp, en sá ekkert nema myrkrið umhverfis, Ég neri augun, — það stoðaði ekk- ert. Ég hrópaði til Paterson: — Þú verður að hjálpa mér. Bann- settar köngurlærnar hafa blindað mig! — Rólegur, gamli, ég skal gera mitt bezta! Þetta heyrði ég greinilega. Ég þrýsti mér upp að honum og fann, hvernig við þeystum áfram í myrkr- inu. Seinna fékk ég vitneskju um, að við hefðum verið á hundrað kíló- metra hraða mestalla leiðina. Það er óskiljanlegt, að við skyldum sleppa lifandi úr slíkri glæfraferð. Billinn stanzaði, og myrkrið var hljótt umhverfis okkur. — Hvert erum við komnir? spurði ég- — Við erum í Coen. Sittu kyrr. Við erum fyrir framan læknisbú- staðinn. Ég heyrði knýttum hnefum hamr- að á hurð, og nokkrum mínútum seinna komu þeir Paterson og lækn- irinn og báru mig inn. Seinna sagði læknirinn mér, að ég hefði verið meðvitundarlaus í sex klukkustundir. Þegar ég rankaði við mér, var ég með skelfilegan höfuð- verk, og ljósið skar mig í augun. En sársaukinn skipti ekki máli, það var fyrir mestu að sjá aftur . . . Við vorum lagðir á sömu stofu í sjúkrahúsinu. Læknirinn sagði mér, að blinda, sem orsakast þannig, jafn- ist aftur eftir nokkurt skeið. Venju- legast eftir átta klukkustundir, — ef maður er þá enn á lífi. — Ég á erfiðast með að skilja það, hvernig Paterson fór að því að aka bilnum, jafn aðframkominn og hann var. Venjulegast verður maður blind- ur innan klukkustundar eftir að eitr- ið kemst í blóðið . . . og dauður eftir aðra klukkustund! — Hvernig fórum við að því að lifa þetta af? spurði ég. — Liklegast vegna þess, að þú skarst í bólguna, svo að blæddi úr. Þótt mér finnist það miklu frekar kraftaverk, að þið félagamir skulið vera á lífi. Það þurfti hann ekki að segja okkur. Það vissum við! —••• KIIIMILIBRÓ8TURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.