Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 10
Hér lýkur framhaldssögunni ÆTTARÚÐALIÐ
Skelfingarópið brauzt fram yfir varir hennar,
svo að Hoddy sneri sér við. £>að var eins og augu
hans skytu gneistum móti henni.
— Fern! Það var undarlegur hljómur í rödd
hann í þokunni, og hann endurtók: — Fern!
Líttu ekki svona á mig!
Fern hlustaði ekki á hann. Hún starði sem
þrumu lostin á manninn, sem lá á steinstéttinni.
Höfuð Jim var mölbrotið eftir högg, sem þegar
hlaut að hafa banað honum.
Fem tók að mjaka sér aftur á bak, þangað til
hún var gripin og studd. Eins og úr órafjarlœgð
heyrði hún háværar raddir Leo Milton og Pau-
line hefjast í hávært rifrildi. Svo varð hávað-
inn aftur greinilegri og aðskildari.
— Við vorum úti við síkið, þegar við sáum
þá, sagði Pauline með andköfum. — Roddy hefur
hótað þvi að koma Jim fyrir kattarnef... og
nú hefur hann látið verða af því.
— Hann lamdi hann niður, tautaði Milton. —
Þeir finna bareflið, sem hann notaði niðri við
kastalasíkið. Við sáum þá greinilega í þann
mund, sem það gerðist, þvi að þokunni létti and-
artak. En svo huldi hún þá aftur eins og múr-
veggur, og við gátum ekkert gert til að koma
í veg fyrir morðið. Þetta ódæði er þó í sann-
leika ósvikið handaverk eins Belrayanna.
Roddy hafði ekki sagt orð ennþá, og ekki hreyft
sig af staðnum. Hann stóð aðeins og starði upp-
glenntum augum á Fern. En þótt hún gerði til-
raun til að tala, kom hún ekki nokkru orði upp.
Roddy skildi þetta bersýnilega, því að hann sagði
allt í einu hásri rödd:
— Fern, ég sver, að það var ekki ég. Hann
lá héma á steinstéttinni, og ég hrasaði um hann
í þokunni rétt áðan.
— Eins og þú fáir einhvern til að trúa þeirri
sögu! hrópaði Pauline reiðilega. Ekki einu sinni
Fem.
En um leið og morgungolan tók að sópa þok-
unni á braut, skýrðust hugsanir Fem líka. Hún
vissi, að Pauline og Leo Milton myndu ekki hika
við að sverja rangan eið til að klekkja á Roddy.
Jafnframt vissi hún, að Roddy myndi aldrei
leggja hendur á Jim á þennan hátt.
Belrayarnir voru óhræddir við að bregða vopn-
um og horfast í augu við dauðann. En morðingi
Jim hafði verið auvirðilegur hugleysingi, sem
hafði laumazt aftan að óvini sínum.
Leo Milton? Það var vmdarlegur glampi í allt-
of djarflegu augnaráði hans, og orðbragð Pau-
line bent alltof augljóslega til þess, að hún þyrfti
að fela eitthvað.
— Játaðu þetta heldur, Beiray, sagði Milton.
— Ég get mér þess til, að þér hafið skipað
Russell að söðla reiðhest yðar, og meðan hann
hafi verið við það hérna úti á hlaðinu, hafið
þér lamið hann niður.
En Roddy skeytti engu hvorki honum eða Pau-
line, heldur beindi allri athygli sinni að Fern.
Hún horfðist alltaf I augu við hann, og loks
stundi hún þunglega og hrópaði:
— Vertu rólegur, Roddy. Ég geri mér það
fyllilega ljóst, að það var ekki þú. Þú hefðir
áldrei getað gert neitt þvílíkt!
Roddy teygði höndina út eftir henni, en Fern
féll á hné við hliðina á líkinu og stundi:
— Jim! Vesalings, vesalings Jim!
Pauline rak upp hvellan hæðnishlátur.
— En hvað þelta er átakanlegt, ekki sízt þegar
tekið er tillit til þess, að lögreglan þarf ekki að
1D HK(Hll.tflPÓaTURiNN
leita lengur en að manninum, sem hataði Jim,
og stúlkunni, sem eyddi brúðkaupsnótt sinni í
herbergi annars manns!
— Já, við vitum mætavel, hvað gerðist þessa
nótt! bætti Milton við með áherzlu.
I fyrsta skipti eftir að hann ávarpaði Fern,
tók Roddy til máls:
— Hvað kemur ykkur til að halda, að ykkar
framburður verði þyngri á metunum en minn?
— Fem kemst ekki hjá að segja, hvemig hún
kom að ykkur, hreytti systir hans út úr sér. En
síðan bætti hún við með gjörbreyttum raddblæ:
— En við gætum auðvitað sagt allt aðra sögu.
Við gætum sagt, að Jim hefði verið að söðla
Kölska, en við hefðum séð hestinn skella honum
og mola síðan á honum höfuðið með hófunum.
Hún benti á líkið og bætti við án þess að
minnstu svipbrigða yrði vart: — Þú gætir látið
Kölska traðka á honum núna og láta líta svo
út, sem þetta væri honum að kenna.
Fern rak upp niðurbælt skelfingarvein, og
jafnvel Leo Milton fölnaði, en Roddy spurði
aðeins kuldalega:
— Hversvegna hefur þú svona mikinn áhuga
á að hjálpa mér, Pauline?
Systir hans hló, en sá hlátur lét enganveginn
vel I eyrum.
— Kaup kaups, svaraði hún fljótlega. — Ég
krefst þess í staðinn að þú setjir kastalann á
mitt nafn. Þá getið þið Fern farið héðan. Nú, ef
þú vilf það ekki, Roddy, þá fæ ég kastalann
hvort eð er, þvi að þú verður að minnsrta kosti
dæmdur I ævilangt fangelsi fyrir morðið. Gjörðu
svo vel, veldu sjálfur!
Roddy spurði stuttaralega:
— Og hvað um þennan vin þinn, Milton?
Hvar kemur hann inn í myndina?
— Ég ætla að kvrenast systur vðar, Belray,
svaraði Milton.
Roddy hló við:
— Systir mín elskuleg hefur bersýnilega ekki
hugmynd um, út i hvað hún er að róta sér, sagði
hann, og ég er að hugsa um að spara mér það
að segja henni frá því.
— Eigum við þá að kalia á Iögregluna? spurði
Pauline ískaldri rödd.
— Já, endilega, gerið það endilega, svaraði
Roddy hörkulega. — Þá gefst mér tækifæri til
að segja henni, að kastalinn sé fullur af afbrota-
hyski, sem sé reiðubúið að fremja morð hvenær
sem er. Þetta gæti orðið nokkuð spennandi,
Milton ?
Milton starði á hann, en það var enginn sann-
færingarhreimur í rödd hans, þegar hann svar-
aði:
— Ég veit ekki, hvað þér eruð eiginlega að
gefa í skyn. En ég hef að minnsta kosti ekki
neitt að fela. Ef þér hafið í hyggju að klína
morðinu á Russell á mig, þá vildi ég vekja at-
hvgli yðar á því, að ég hafði ekki minnstu á-
stæðu til að vega að þessum unga manni. Það
höfðuð þér hinsvegar!
Roddy sýndi ekki minnstu svipbrigði, en svar-
aði rólega:
— Nei, en hafi Jim verið á ferðinni með hest-
inn minn, getur einhver hafa tekið hann í mis-
gripum fyrir mig í þokunni. Það gæti skýrt
morðið.
Hann hafði naumast sleppt orðinu, þegar hófa-
tak heyrðist á steinstéttinni. Það hlaut að vera
Kölski, sem enn gekk laus, nú birtist hann líka
og kom i áttina til þeirra. En eitt sklpunaryr®*
frá Roddy var nóg t'il að fá þessa glæsileg11
skepnu til að hlaupa beint að opnum hesthús-
dyrunum.
— KaUaðu á lögregluna, Fern! Pauline íétlar
bersýnilega ekki að láta verða af því, skip3®’
hann næst. —■. Segðu þeim, að ég kunni að geta
gefið athyglisverðar upplýsingar inn morðingj"
ann frá Edgeware Road... náunga að nafn’
Clarry Hawton, sem lýst hefur verið eftir síðs11
í fyrravor.
En enda þótt Fern hefði heyrt til hans, hreyf®1
hún sig ekki af staðnum. Hún stóð og starði &
Milton. Svitinn perlaði skyndilega á andliti hans-
Allt í einu kiknaði hún í hnjáliðunum, en Roddy
greip hana og sagði blíðlega:
— Ég skal styðja þlg. Ekki missa kjarkinn.
ástin mín, og þessu verður öllu lokið innan
skamms.
Roddy leiddi Fem meðfram síkisbarminum-
Skyndilegur hávaði að baki hans kom honum tl!
að víkja til hliðar, svo að hann slapp við h'ógS
Leo Milton. Jafnframt vék hann Fem undan,
svo að hún væri ekki í neinni hættu.
Leo Milton stóð andartak og riðaði á síkiS"
bakkanum, en skyndilega rak hann upp oTf’
missti jafnvægið og féll niður í síkið. Mik'ð
skvamp kvað við, en svo luktist grænt slímugt
vatnið yfir höfði hans. Honum skaut fljótlega
upp aftur, hann var útataður brauðmolum, en
honum var ógjörningur að finna handfestu 1
bökkunum, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tfl
að komast upp, rann hann jafnóðum niður
vg.tnið aftur.
Pauline greip langan stjaka með krók á end-
anum, en Roddy reif hann af henni. Síðan stjak'
aði hann hranalega við Milton, svo að hann fjar'
lægðist bakkann.
Þrátt fyrir org og mótmæli hjálparvana
mannsins úti í síkinu, endurtók þetta sig nokkr'
um sinnum.
— Er ekki notalegt þama niðri i síkinu, M'1'
ton? kallaði Roddy. — Rauðhærða stúlkan, sem
þér köstuðuð niður i það, var fyrir yðar tilverkn-
að ófær um að komast upp aftur, svo að Þ^r
hafið líkast til reiknað með, að það væri alls ekki
þægilegt að vera þarna.
— Ertu genginn af göflunum, Roddy? hrópa81
Pauline. — Leo er ekki morðinginn!
Hún réðst á bróður sinn, og hann ýtti henni
frá sér, jafnframt þvi sem hann aftraði mann-
inum í síkinu þvi að komast uppúr.
— Ég kalla á lögregluna! æpti Pauline. —
segi þeim, að fyrst hafir þú myrt Jim, og nú sért
þú að gera útaf við Leo!
Hún þaut inn í kastalann.
Fern greip í handlegginn á Roddy, en hann
brosti bara, lagði annan handlegginn um mitt’
hennar en hélt á stjakanum í hinni hendinni.
— Rottur drukkna ekki, sagði hann þurrlega’
Fern var orðin svo rugluð í ríminu, að h"n
gat ekki hugsað skýrt. Henni fannst ekki lí®a
nema nokkrar mínútur þangað til lögreglan koh1
á vettvang og dró hálfmeðvitundarlausan mann*
inn upp úr kastalasikinu.
Roddy sagði:
— Þetta er Clarry Hawton, morðinginn frI^
Edgeware Road. Hárið á honum er litað me®
háralit, sem hann geymir uppi í herbergi sínd-
Pauline tók að æpa í örvæntingu:
— Látið ekki bróður minn blekkja ykkur 11