Heimilispósturinn - 18.02.1961, Side 9

Heimilispósturinn - 18.02.1961, Side 9
hringurinn, SEM HVARF SMÁSAGA eftir myrna trent LBERT hafði horft á hringinn að minnsta kosti fimmtiu sinnum áður en hann ákvað að fara inn til gull- Síniðsins og kaupa hann. Hann var Sar>nfaerður um, að Laura myndi st að honum, en engu að síður var að með hálfum huga, sem hann lét Seðlana af hendi. Hann hafði háð harða baráttu ihnra með sér. Hinn hringurinn var 1 rauninni alveg eins fallegur. Laura Vlssi Þð ekkert um, að hann hefði Veri3 á báðum áttum um hvorn hann *Ui taka, og hefði hann tekið mn hringinn, hefði hann sparað nsund krénur. Þessum þúsund krón- Um Var eiginlega á glæ kastað. Það Var laust við, að hann sæi eft- óllu saman, þegar hann yfirgaf u ‘na með hringinn í vasanum. Ef stin kæmi honum til að gera fleiri s heimskupör, myndi ekki liða á &u áður en hann væri kominn á öfnðía Hann yrði að gæta þess að ^áta orð falla í þá átt að kaupin sv°na dýrmætum hring væri yfir- 5iön, sem myndu endurtaka sig. Löngu áður en Laura játaðist hon- 1,1,1 vissi hún, að hann var hagsýnn, nánast nízkur. Margar myndu hafa neitað Albert, því að nízka er sizt nð,aðandi eiginleiki. En Laura áleit nimenn einskonar hráefni, sem hún myndi 1 geta mótað að eigin geðþótta. var sannfærð um að geta lækn- ATbert. j ^ringurinn fékk eitt aðalhlutverk Þeirrí laekningu. Hún gekk út að ^ uSganum til að sjá sólina spegl- ast í anum hnina demöntunum. Albert sat í sóf- og' gat ekki losað sig við hugs- um, að hringurinn hefði kost- U hann þúsund krónum meira en ann hefðí þurft að gefa fyrir hann. n hann langaði nú samt til að sjá ^lina speglast í honum, svo að hann S 4 fætur og gekk til Lauru. "■ Hann er sannarlega ekki sem Verstur! sagði Laura og horfði á uósbrotin. ~~~ Ekki sem verstur! endurtók Al- ert með grafarraust. Hann hafði I2t við, að hún myndi bráðna af ‘rifningu yfir hringnum, og það r>1yndi kannski lægja svolítið gremj- Una, sem nagaði hann innvortis. Ekki sem verstur! endurtók ann. — Hefur þú nokkra minnstu hgmynd um, hvað ég borgaði fyrir hann? Henni duldist það ekki, að honum fannst hann hafa borgað alltof mik- ið. — Hvað þú borgaðir! Og það ertu að hugsa um núna? Heldur þú virki- lega, að . . . — Nei, nei, alls ekki, flýtti hann sér að segja. — Ég keypti hann án þess að hugsa um verðið. Og nú var um að gera að finna sér allt til afsökunar: — Raunar —- raunar get ég svo- sem sagt þér, að ég hefði getað keypt hring, sem var alveg eins fal- legur og þessi, og hann kostaði ekki nema helminginn af verði þessa hrings, en ég tók þennan samt. Áhrifin af þessum orðum urðu allt önnur en þau, sem hann hafði búizt við. Laura varð nefnilega öskuvond: — Reyndu ekki að koma með af- sakanir! hrópaði hún. — Ég vil ekki eyða ævinni með manni, sem hugs- ar um það eitt að spara peninga! Þú hefur móðgað mig! Fyrst verðlegg- ur þú hringana, síðan verðleggur þú mig! Þú blátt áfram setur mig á metaskál, — var ég verð þess að fá dýra hringinn, eða var ég það ekki? Hefðir þú verið fátækur, þá hefði ég með gleði borið óekta hring, en... Hún reif hringinn af sér, og áður en hann gat nokkuð að gert, hafði hún kastað honum útum gluggann. Albert flýtti sér að stinga hausn- um út um gluggann til þess að vita, hvað orðið hefði af honum. Hann hafði lent á gangstéttinni og oltið þaðan út I göturennuna. — Ég sé hann! Ég skal sækja hann. Að geta tekið upp á öðru eins! En ég skal fyrirgefa þér! — O, hirtu ékkert um það. Farðu bara sömu leið og hringurinn. Veiddu hann upp úr göturennunni og hlauptu með hann til gullsmiðsins. Þú getur kannski fengið peningana þína aftur fyrir hann! En komdu ekki hingað aftur. Ég vil aldrei sjá þig framar! Albert fannst hann aldrei hafa séð hana fegurri en þessa stundina, þegar hún slöngvaði þessum orðum framan í hann með leiftrandi aug- um. Hann reyndi af veikum mætti að bera hönd fyrir höfuð sér. — Nei, flýttu þér bara! sagði Laura stuttaralega. — Annars kann Albert var ákaflega hagsýnn, að ekki sé sagt beinlínis nizkur. En hann lœknaðist, og það hastar- lega! einhver að finna hringinn, og þá missir þú bæði hringinn og mig. Albert skildi, að ef hann ætti að hafa minnsta tækifæri til að sætt- ast við hana, yrði hann að láta hring- inn liggja. Hugsa sér, ef hann missti nú bæði hana og hringinn. Hann yrði þá að minnsta kosti að flýta sér niður og reyna að bjarga hringn- um. Hann hikaði og Laura leit hæðn- islega á hann. Síðan leit hún út um gluggann og sagði: — Þarna kemur maður eftir göt- unni — þarna sér hann hringinn — hann beygir sig niður og tekur hann upp! Albert hallaði sér út um glugg- ann og fylgdist skelfdur með því, sem fram fór þarna niðri. Maðurinn virti hringinn fyrir sér og stakk honum siðan í vasann. — Þér þarna! Heyrið þér! grenj- aði Albert. Maðurinn skimaði umhverfis sig, eins og hann hefði heyrt einhvern vera að kalla,’ en síðan hélt hann ró- lega áfram eftir gangstéttinni. — Jæja, þá hefurðu misst okkur bæði, sagði Laura. — Nei, e’skan mín, talaðu ekki svona! Ég vcit, að mér þylcir alltof vrnt um pcninga. Svona nú. elsku Laura mín, rcísaðu mér ekki, lrkn- Framh. á bls. 16. HEIMILtSPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.