Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 18

Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 18
A MIKKI 0G RIKKI — Lagagrein 38, c-liður: . . . ef hætta ógnar . ..! þusaði Lalli við sjálfan sig. — Ef hættuógnun ber að höndum, þá ber viðkomandi lögreglu- manni á vagt að rannsaka orsakir hennar sam- stundis. Þangað fer ég sem sagt. Hann spennti beltið fastar um mitti sér og gekk að skúrnum. — Hætta! hvíslaði Mikki einnig á sama augna- bliki. — Hann kemur hingað, fljótur! Förum inn! Að svo mæltu ýtti hann bróður sínum inn í skúrinn og lokaði dyrunum á eftir þeim. Þeir tóku ekki einu sinni eftir mýslunum, sem flýðu í allar áttir, þvi af Lalla stafaði nú aðalhættan. Iskrið í hurðinni hafði ekki farið fram hjá hinum vökula lögregluþjóni. — Það er ei á ferðinni þarna í skúrnum, tautaði hann ttiiva® óg gægðist innfyrir. — Hm, ekkert að sjá, en Þa. sannar ekki neitt. Það er líklega bezt að ég innfyrir til öryggis . . . Bræðurnir héldu niðri í sér andanum og fara eins lítið fyrir sér og þeir frekast gátu- Lalli tvísteig um stund á báðum áttum fyrir framan skúrinn svo marrið i skónum hans berg- málaði frá húsunum í kring. — Hver segir eiginlega, að hér sé hætta á ferðum? sagði hann við sjálfan sig. — Ég heyrði að vísu þrusk, en það geta alveg eins hafa verið rottur! Já, hver skrambinn, rottur! Þær er mér hreint ekkert um . . . Á meðan biðu Mikki og Rikki þess með önd- ina í hálsinum hvað verða vildi. Skyldi Lalli finna þá? 1 sama bili var gluggi opnaður heima hjá þeim. — Hvað gengur á þama? Hver er að snuðra i garðinum mínum ? heyrðu þeir móður sína hrópa. — Það er ég, Lalli, svaraði lögregluþjónninn vandræðalegur. —: Ég hélt að hætta væri á ferð- um og . .. — Hætta! endurtók frú Dóra hæðnislega. — Ef þú heyrðir mús tísta, þá heldurðu að heill bófa' flokkur sé að verki! — Það er skylda mín að vernda hina sofanC*' borgara! svaraði Lalli móðgaður. — Þá skyldi ég byrja á því að láta borgaran® i friði svo þeir geti sofið! hrópaði Dóra reið. Þú gerir svoddan endemis hávaða! Svona, kornd11 þér út af lóðinni áður .en þú vekur drengina mína! Inni í skúrnum létti tveimur vakandi drengj- um heldur en ekki. . . Eftir hina hörðu árás frú Dóru, hörfaði Lalli möglandi undan. — Borgararnir sýna alls enga samvinnu í baráttunni gegn afbrotabölinu! þus- aði hann. — Lögreglan er meira að segja hindruð í þvi að framkvæma skyldu sína. Hvernig get ég nokkurn tíma upplýst afbrot með þessu móti? Hann var svo upptekinn af þessum áhyggj- um sinum, að hann gáði ekki vel að hvar hann gekk. Þannig atvikaðist það, að hann hrasaði yfir kerruna, sem Mikki og Rikki höfðu skilið eftir í garðinum. — Hver skollinn, hvað er nú þetta? hreytti hann út úr sér. — Kerra á þrem hjólum! Ef mér ekki skjátlast þá hef ég hjólið, sem vantar! Andartak stóð hann hugsandi og starði út í lofti®- Síðan breiddist sigurbros yfir andlit hans. Nú veit ég hverjir hafa kollsiglt okkur Stjánð slátrara! Mikki og Rikki! — Nú fór ver, sagði Rikki, sem fylgzt hafð1 með þessu úr skúrnum. — Við eigum ennþá einU sinni svolítið inni hjá Lalla . . .

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.