Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 22

Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 22
Hjá sumutn slotar óveðrinu aldrei Framh. af bls. 3 F'áskrúðsfjörð, jjetta franska þorp fyrir austan. Hann sagði, að það hefði verið mikil sigl- ing af Frökkum þar í gamla daga. Bjöm fór oft um borð í duggumar, var þá við að inn- heimta tollinn hjá þeim. Þeir borguðu vanalega í kexi og lín- um, og ,,þá rauðvíni og þess- háttar dóti“. Vertshús var á Fáskrúðsfirði, hét Baldurshagi, sem Bjami Sigurðsson rak. — Með afbrigðum góður mað- ur. Hann var seinna skrifstofu- stjóri hjá Sjálfstæðisflokknum, kenndur við Vattames. Ég var útkastari á öldurhúsinu. Þang- að komu bæði Fransmenn og Norðmenn. Kom stundum í tusk. Ég man eftir því einu sinni, að þar voru staddir tveir Norðmenn æði ölvaðir. Ég henti þeim niður tröppumar, og þeg- ar þeir risu á fætur, rak ég þá eins og hunda um borð. Þeir voru vel að manni, eins og margir Norsaramir, en Frans- mennimir vom flestir mestu tuskur, sem ég hefi kynnzt. — Þú hefur verið sterkur vel ? — Rétt sæmilega. Og það kom sér betur stundum í lífinu. LAUSNIN A MORÐGATUNNI: Já, manni verður sannarlega ýmislegt á í lífinu. Hversvegna þurfti ég endilega að kveikja ljós- ið í forstofunni? ®g fékk fimm- tán ár, það varð ekki hjá því komizt. . . Annars lenti ég í verstum átök- um um ævina árið 1934 í Þýzka- landi. Var í verzlunarerindum í Hamborg. Ég var að fara frá jámbrautarstöðinni á leið að Hotel Lindevelt. Þá var ég sleg- inn þannig, að mig hálfsvimaði. Ég var nærri búinn að missa meðvitund, en geðið réði. Sneri mér fljótt við, brá honum hæl- krók, kom honum undir, og þá var ekki að spyrja að aðfömn- um. Barði hann nærri kaldan og alblóðugan. Hann orgaði. Þá kom lögreglan og farið með okkur báða á stöðina. Þá kom í Ijós, að þeir höfðu lengi verið að leita að manninum, sem ég barði niður. Hann hafði yfir- 22 HEIMILIGPÚSTURINN fallið margan undanfarið. Lög- reglan þakkaði mér fyrir að hafa gengið frá honum, þeir gáfu mér sjúss að drekka og óku mér á hótel. Víxlar og afföll og útgerð Bjöm flyzt til Reykjavíkur tuttugu-og-fimm ára gamall með tuttugu og fimm krónur í vasanum, eins og hann sagði. — Tryggvi Gunnarsson og Ei- ríkur Briem vom bankastjórar. Kem inn í bankann með þrjú- þúsund-og-fimm himdmð króna víxil. Eiríkur segir: „Þetta er engin trygging!" Ég segi: „Ég er ekki að biðja um neinn fjand- ans matarvíxil. Ég er að kaupa mótorbát“. Svo fer Eiríkur, en ég sezt inn hjá Tryggva, og fer að fara með gamanmál og segi honum klámsögur og allan djöf- ulinn, og það endaði með þvi, að hann skrifaði upp á víxilinn, en sagði: „Hvað skyldi hann Ei- ríkur segja um þetta?“ — Og þú keyptir mótorbát- inn? — Ég keypti fjögurra tonna bát, sex hesta, af Bjama Þor- kelssyni. Hann var með Mole- mpsvél. Fór með hann austur, var með hann á Seyðisfirði. Þetta var fyrsti vélbáturinn, sem kom á Seyðisfjörð. Gerði .hann út um sumarið á línu. Ég slarkaði fram úr því, seldi bát- inn um haustið á fimmta þús- und krónur og borgaði víxilinn. — Hélztu áfram að gera út? — Thor Jensen átti bát, sem Gammur hét. Það var tólf tonna dekkbátur, sem búið var að henda inn í Sund og dæma með ónýta vél. Hann hafði kost- að uppphaflega fjórtán þúsund krónur. Ég hitti Thor Jensen og segi: „Ég skal kaupa Gamm“. „Nú“, segir Thor; „vél- in í honum er ónýt“. Þó verður úr, að ég býð fimm þúsund í hann. Svo keypti ég bátinn og fór með strák með mér þangað, sem hann lá inni í Sundum. Nokkru seinna kom ég keyr- andi á honum upp að bryggju. — Hvemig gat það verið? — Það var allt í lagi með vélina. Enginn þessara r~'a hafði kunnað á hana. Það þurfti að smyrja hana svolítið, því að hún var í óhirðu. Ég hafði haft vit á því að kynna mér margt í kringum vélar í bátum. Nú, og svo sendi ég Einar Straumf jörð með bátinn til Norðfjarðar, og þar gerði ég hann út um sum- arið með Þórami Hávarðssyni. Þetta var svo fiskilaust sumar, að í ágústbyrjun vorum við varla búnir að fá í soðið. Þór- arinn leggst í rúmið útaf þessu, og er varla mönnum sinnandi, og býður mér afsal í bátnum og ég fari með þetta allt í burtu, segir, að það sé nóg, að hann fari á sveitina, þó hann verði ekki vitlaus lika. Ég keypti karlgreyið út með því að láta hann fá lítinn bát með fjögra hestafla vél og skildi eftir tvo menn handa honum. Upp frá því fór Gammur vitanlega að fiska. Um haustið sendi ég bátinn norður fyrir land, og aflaði báturinn vel og skilaði hagnaði. Þórarinn kom suður um haustið og ætlaði að fara að bera mér á brýn, að ég hefði gabbað sig og komið sér út úr kompaníinu. „Þú baðst um það sjálfur“, segi ég, „og þú ert með fullu viti, og þakk- aðu mér fyrir það“. Sagan af spunavélinni og grammófóninum. Ég bað hann að segja mér meira af athafnalífi sínu. Eitt sinn keypti hann vörur af Jóhanni nokkrum Jóhanns- syni og fékk faktúrur yfir vör- umar. — Þegar ég fór að skoða þetta, þá er þetta tómt andskot- ans rusl. Það voru bæði skó- ræflar og grammófónn, sem vantaði verkið í, og vörumar eftir því. En eitthvað var af góðum vömm í því, og það tók ég. Matvömr og þess háttar. Ég gaf honum út víxil fyrir þessu, upp á fimmtán til tuttugu þús- und krónur, svo tók ég allar ó- nýtu vömmar og skrifaði þær og lagði á þær f jörutíu til fimm- tíu prósent, safnaði þeim sam- an, nema grammófóninum, ég hélt honum eftir. Svo féll víx- illinn. Ég sagði, að ég hefði ekki annað en vömr til að borga með og sendi honum ruslið. Svo vant- aði mig eitthvað sjöhundrað krónur upp á upphæðina. fékk ég stráka til að safna sani1 an járnamsli úr brunanum af verksmiðjunni Iðunni. Þetta setti ég saman og kallaði spuna- vél. Þá varð Jóhann sjóðandj vitlaus og sagði: „Ég set þig 1 tugthúsið, helvítið þitt“. bætti við: „Viltu setja upp spunavélina ?“ „Ég skal gera það, ef þú vilt spila undir a grammófóninn", sagði ég. Hann vildi ekki spila á grammófon' inn. Þá sagði ég, að hann skylúj stefna mér, ef hann þyrði, Þ'n að öll hans viðskipti væru bai"a svik og prettir. Eftir Þetta minntist ekki Jóhann á neitt- Algjör þögn. Af kappdrykkju og öðru® brellum. — Segðu mér af einhverju skemmtilegu . .. drykkjuskap- — Ég þoldi það heita helvitn Við Jón Ólafsson, bankastjórn fórum einu sinni í kappdrykkju um borð í Botníu á leið fra Kaupmannahöfn. Þetta hefur verið um 1916. Við byrjuðurí með sjö flöskur af viskíi. Þegar við vorum komnir ofan í fjórðu flöskuna, eftir fjóra til fiuiU1 klukkutíma, þá var Jón sofnað ur, dauður. Þá kallaði ég a kokkinn og einn farþega, klukkan fjögur um nóttina voiu flöskumar tómar, og þeir sof° aðir. Ekki var ég spor eftir mife'’ Jón var hins vegar æði timbrað ur daginn eftir og mælti mig: „Helvítis skrokkurinn a þér, Bjöm“, og borgaði allar flöskurnar. — Manstu ekki eftir einhverju hátrompi — grande coupe ' 1 bisnessnum ? — Ég var tvö ár í Kaup^ mannahöfn, 1917—18. Þar 1 ýmsu braski. Eitt sinn var e» alveg staurblankur, skuldað1 Sparisjóð Eyrarbakka 120 þús' und krónur í víxlum. Þá vissi e% af síld, sem lá á Islandsbryggju’ og átti að keyra hana burtu sem ónýta. Ég vissi ekkert, hver átti hana, en ég fékk hana iue því skiljTði að taka hana bur af plássinu. Svo lét ég p®^®| hana svolítið. Fór svo á fun Pólverja, sem ég þekkti, og le hann bragða á henni. Honu111 þótti hún svo góð, að hann var

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.