Heimilispósturinn - 18.02.1961, Blaðsíða 14
Þetta var engin skjaldbaka. Og ef svo væri, þá var bakið á henni
harla fallegt og nakið. Skyndilega var ég alls ekki svo ýkja leiður yfir
því, að Arline skyldi yfírgefa mig. Kannski var það bezta úr samkvæm-
inu alls ekki um borð í snekkjunni, heldur niðri hjá fiskunum.
Ég hristi hausinn aftur. Þú hlýtur að vera fullur, hugsaði ég. Þú getur
ekki verið með öllum mjalla. Skjaldbökur eru alls ekki svona á bakið.
Og það var einmitt það, sem það var.
Þegar hún teygði úr sér, sá ég greinilega móta fyrir fagurskapaðri
stúlku undir sjávarfletinum. Hún synti i áttina að Sringagar. Ég
starði og starði.
Þetta var engin blekking. Ég var sannfærður.
Þetta var nakinn bakhluti.
2.
Ég var viss i minni sök. Ég veit kannski ekki míkið um skjaldbökur,
en það er fátt, sem ég ekki veit um bakhluta. Ég var einu sinni leik-
fimikennari í nektarnýlendu, þar sem ég sá fleiri bakhluta, en ég hélt
að nokkur maður gæti afborið að sjá. Einu sirrni hélt ég meira að
segja, að ég myndi aldrei geta séð einn slíkan framar.
En það læknaðíst. Ojá, það læknaðist. Og þessi, sem nú blasti við
augum mínum var í fyrsta flokki. Hann jók á græðgina í að fá meira
að sjá. Fagurbognar línumar hefðu ært eitthvert skáldið upp i að kveða
ljóð þama á staðnum.
Stúlkan var næstum komin upp að snekkjunni, þar sem hún stanzaði
og tróð marvaðann. Hún lyfti nöktum handleggnum og veifaði.
Ég veifaði aftur.
Síðan kallaði mild og elskuleg kvenmannsrödd að neðan:
— Þú þama uppi!
— Já — þú þama niðri!
Annað datt mér ekki í hug á stundinni.
— Hjálpaðu mér.
— Svo sannarlega! Bíddu bara. Ég er að koma!
— Nei. Vertu kyrr. Ég vil komast upp. Upp til þin!
— Upp? Upp til mín?
— Já, það hefur einhver tekið stigann. Ég sá sígarettuglóðina, og
þegar ljósin voru kveikt, sá ég þig betur, og ákvað að hætta á að biðja þig.
— Það var sannarlega áhætta.
-— Segðu engum, að þú hafir séð mig héma!
— Vertu óhrædd.
— Ég yrðí kannski feímin. Viltu sækja bikinibolinn minn? Kannski
þú gerir það fyrst?
— Bikini ?
— Simdbolinn minn. Bikini með rauðum og hvítum röndum. Ég setti
hann hinum megin í bátinn, þar sem allt fólkið er. A bak við kassa.
— Ég finn hann, svaraði ég. — Vertu kyrr á meðan. Syntu ekkert
annað, — og talaðu ekki við nokkum annan!
Hún hló og ég flýtti mér framá. Þegar ég fór framhjá bamum og
Ung stúlka, Elaine Emerson hefur
beðið Shell Scott að hitta sig um
borð i snekkjunni Srinagar. Shell
er mœttur og farinn að kynnast
kvenfólkinu um borð . . .
danspallinum, hægði ég svolítið á mér. Ég átti ekki í neinum erfiðleiku®
með að finna bolinn. Hann var reyndar í tveim pörtum. Ég tróð þ®'111
inn í krumluna á mér og hélt aftureftir.
Og núna, einmitt þegar ég vildi ekki láta tefja mig, þá var ég tafiW1’
meira að segja tvisvar. Um leið og ég gekk framhjá danspallinum, sá ég
þá unaðslegu dökkhærðu i hvíta kjólnum yfirgefa það og ganga niður
eftir dimma ganginum, sem ég ætlaði eftir. Þegar hún var komin hanh
næstum á enda, nam hún staðar, eins og hún væri að bíða eftir eih
hverjum.
Mér datt i hug, að kannski væri hún að staldra við eftir mér, og hve
nær sem var ella hefði ég orðið yfir mig hrifinn, en ekki þessa stund
ina. Nú, hún gat svosem verið bara að fá sér hreint loft og líta á ljósu1-
Ég fékk ekki tækifæri til að spyrja hana að þvi.
Ég var kominn framhjá danspallinum og að ganginum, þegar Kar1'
mannsrödd að baki mér hrópaði:
— Halló, þú þama!
Þar sem ég vissi ekki við hvem hann átti hélt ég bara áfram, en P
sagði hann hastarlega:
— Heyrðu, þama Scott!
Ég var kominn eitt-tvö skref inn í dimman ganginn og sneri mér v1
Hár, grannur náungi með fálkafés kom í áttina til mín. Ég þekkti hann
ekki, en hann vissi hvað ég hét, og sagði nafnið mitt þannig, að það var
eins og honum geðjaðist ekki að því.
— Þú ert Shell Scott, ekki satt? sagði hann.
-— Hvað um það ?
-— Hvém fjandann ert þú að gera um borð?
Röddin var ónotaleg. Mér geðjaðist fremur illa að öllu í fari hans. Hann
var næstum þumlungp hærri en ég og horaður eins og beinagrind. And'
litið var innfallið við munninn, og fálkanefið gnæfði út yfir lítið svar
yfirskegg. Einhverju kvenfólki kynni að finnast hann þokkalegur á sinn
skuggalega hátt. Mér fannst hann bara skuggalegur.
Engu að síður svaraði ég harla rólega:
— Er nokkur ástæða til að fara að segja þér frá því
— Sýna gáfumar, ha? urraði hann. — Ég hef heyrt, að þú sért snið'
ugur og kaldur. En festu það vel í minni, að okkur er ekkert gefið um
snuðrara héma á Srinagar. Sérstaklega ekki þig, Scott.
— Það ætti þá ekki að væsa um mig. Ég var alltaf jafn rólegur:
Blessaður!
— Já, blessaður, það geturðu reitt þig á. Hann hnyklaði brýnnar-
— Þú skalt í land. En fyrst skaltu segja mér, hversvegna þú ert héma
um borð i kvöld!
— Hvað er svo sérstakt við þetta kvöld?
Hann tuggði á sér neðrivörina.
— Það skiptir engu máli. Ætlarðu að fara með góðu i land i bátnuim
eða á ég að kasta þér fyrir borð, svo að þú verðir að synda?
— Þú ert ekki liklegur til að vera skipstjórinn. Eða sá, sem heldur
samkvæmið. Eða maður til að kasta mér fyrir borð, svo maður víki
því. Svo ég held, að ég bíði þangað til einhver annar segir mér að fara.
Þetta voru vitanlega aðeins getgátur, en bersýnilega hafði ég
mér rétt til. Blókin formælti ógurlega og sagði:
— Við getum sagt, að ég sé vinur vinavina. Og ég segi, að þú eigir
að hypja þig.
Ég var að verða hundleiður á honum. Ég verð ákaflega fljótt þreytt'
ur á blókum eins og honum. Ég kreppti hnefann og fann fyrir eih'
hverju. Bikinibolurinn. Ég var búinn að gleyma honum. Ég leit ósjáW'
rátt á hann. Hinn líka.
— Hver andskotinn! þmmaði hann, reif sundbolínn úr greipinni á mér
og leit á hann. — Bannsettur tíkarsonurinn! Þetta er sundbolur Bunny •
Hvern fjandann ert þú að gera með hann?
Mér geðjaðist engan veginn að talsmátanum heldur, svo að ég svarað1
ákveðið:
— Þú ættir að haga orðum þinum gætilegar, lagsmaður, svo að ég
14
HCIMI4.tei»Ó
I