Sagnir - 01.04.1988, Side 49

Sagnir - 01.04.1988, Side 49
Sagnfræði og fjölmiðlun jafnvel eftir honum. Þarna hefði ver- ið gott fyrir hvern fjölmiðil að hafa mann sem vissi hvar átti að leita að efni um S.J.S., vissi t.d. að hann skrifaði ævisögu sína, og gæti búið til fréttaskýringu á tiltölulega ein- faldan og auðveldan hátt en það er náttúrlega ekki það sama og að vinna eins og sagnfræðingur. Þessi menntun kemur sem sagt mjög oft «1 góða. Svo er náttúrlega annað mál að góður sagnfræðingur þarf ekkert endilega að vera góður blaðamað- ur. Það að vera góður blaðamaður er svolítið annað en að vera sagn- fræðingur. Ef þetta getur hins vegar farið saman held ég að það sé mjög góð blanda. Sp.: Oðinn, ert þú settur eitthvað sérstaklega í sagnfræðileg verkefni á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Oðinn: Að gera grein fyrir nýút- komnum sagnfræðibókum? Við erum nokkrir á fréttastofunni sem erum sagnfræðilega menntaðir - hvað sem því veldur - en með mis- •anga reynslu. Ég held við séum ekki settir í sérverkefni. Ég hef ekki orðið var við það sérstaklega. Gísli: Þar sem ég er eru þó- nokkrir sagnfræðingar, fjórir eða fimm. Ég hef ekki séð það að þeir væru settir í sagnfræðileg verkefni. Sagnfræðin hefur gildi vegna þess hvað hún er almenn. Öll almenn menntun hefur gildi fyrir fréttamenn og blaðamenn og hún er sjálfsagt einna almennust af öllum náms- greinum. \ Guðjón: Þegar ég vann á dag- blaði hér í bænum var oft leitað til mín innan blaðs. Ég var spurður hvar mætti finna eitt og annað eða ég var beðinn um að ganga í málið ef þurfti að rifja upp eitthvað t.d. í sambandi við fréttir. Svo náttúrlega tók ég frumkvæðið sjálfur þegar ég var í innblaðsefni og skrifaði um efni í samræmi við áhugamál mín og það gera allir blaðamenn. Þeir skrifa um það sem þeir hafa áhuga á ef þeir fá tækifæri til þess að vera með innblaðsefni. Gísli: Það háir mönnum sérstak- lega til að byrja með að vinnubrögð- in eru svo ólík því sem gerist hjá sagnfræðingum. Hraðinn er tífaldur á blöðunum þannig að þegar menn finna það fyrst, byrja þeir að bölva þessu helvíti að hafa verið vandir við að vinna á hægagangi. Sp.: Ætli þeir sem eru sagnfræði- lega menntaðir vinni eitthvað öðru- vísi eða séu öðruvísi blaðamenn en aðrir? Gísli: Það er sjálfsagt alltaf grunnt á því að sagan komi upp. Guðjón: Yfirleitt eru fjölmiðlar svo fámennir hérna að það er mjög lítil sérhæfing á þeim. Blaðamenn verða að ganga í flest verk. Ef ein- hver er með sagnfræðimenntun þá verður hann líka að ganga í hin al- mennu verk. Menn verða helst að vera sérfræðingar í öllu, eða vita eitthvað um allt milli himins og jarðar. Sp.: Það er þá niðurstaðan að það alfræðilega í sagnfræðinni nýt- 9. nóvember 1987 sendi fréttaritari Ríkisútvarpsins í Noregi frá sér pistil þess efnis að norskur sagnfræðingur, Dag Tangen, haldi því fram að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi haft náið samband við Stefán Jóhann Stefánsson, sem var forsætisráðherra á árunum 1947- 49. Tangen var sagður hafa dvalist 3 ár í Bandaríkjunum við rann- sóknir á tengslum bandarísku leyniþjónustunnar CIAog Norðmanna og komist yfir leyniskýrslur um varnir íslands sem bandaríska leyni- þjónustan gerði fyrir Truman Bandaríkjaforseta. Daginn eftir hafði sami fréttaritari eftir Tangen að Stefán Jóhann hafi hitt sendiherra Bandaríkjanna og starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar reglu- lega að máli 1948 og af orðalagi skýrslu sem Tangen segist hafa séð megi ráða að á þessum fundum hafi verið skipst á upplýsingum sem ströng leynd hvíldi yfir. Á Alþingi spunnust nokkrar umræður út af þessum fréttum Ríkisútvarpsins og utanríkisráðherra lét afla þeirra skýrslna sem Tangen hafði undir höndum. Ekkert var þar að finna um tengsl Stefáns Jóhanns og CIA. Utanríkisráðherra skýrði frá því að Tangen segðist hafa séð bréf í Trumansafninu þar sem fram komi að Stefán Jóhann hafi verið „contact" Bandaríkjanna á íslandi og í samræðum við sendiherra íslands í Osló vildi hann hafa alla fyrir- vara á um hvers eðlis bréfið væri. í kvöldfréttatíma 19. nóvember var lesin frétt þar sem fréttir um tengsl Stefáns Jóhanns og leyniþjónust- unnar bandarísku eru sagðar úr lausu lofti gripnar og að í Bandaríkj- unum hafi engin skjöl fundist er bendi til slíkra samskipta. Dag Tang- en segist í þessum fréttatíma ekki hafa séð skjöl sem sýni samband CIA og Stefáns Jóhanns. SAGNIR 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.