Sagnir - 01.04.1988, Síða 51
Sagnfræði og fjölmiðlun
Guðjón: Eins og til eru bæði góð-
ir og vondir blaðamenn þá eru iíka
til góðir og vondir sagnfræðingar og
þetta er spurningin um að vera
vandur að heimildum í báðum til-
fellum og undirbyggja vel það sem
kemur fram.
Oðinn: Það má benda á að heim-
ildamaður þarna var sagnfræðingur.
Fréttir og blöð sem
heimildir
Guðjón: Ég hef nú verið að vinna
töluvert með gömul biöð síðan um
aldamót, fréttablöð. Ég held að
margir hafi tilhneigingu til að taka
því meira mark á slíkum heimildum
eftir því sem þær eru eldri. Úr því að
eitthvað stendur t.d. í Þjóðólfi og
Isafold fyrir hundrað árum þá hlýtur
það að vera rétt. Maður er alltaf að
reka sig meira og meira á það að oft
er þetta bara tóm vitleysa sem kem-
ur fram í frétt í þessum blöðum,
þegar maður fer að rýna í skjöl eða
aðrar frumheimildir.
Sp.: Hvað heldur þú að valdi því
að það er tekið meira mark á þeim
eftir því sem þau eru eidri. Er það
kannski skortur á öðrum heimildum
sem veidur þessu?
Guðjón: Ekkert endilega. Menn
rekast kannski á eitthvað í blaði og
lyfta höndum til himins af fögnuði
yfir að sjá það. Svo þegar þeir fara
aánar út í aðrar heimildir, bréf og
skjöl o.s.frv. þá kannski kemur í ljós
að það er lítill fótur fyrir þessu.
Einar: Ég lield að þú þurfir ekki
einu sinni að fara svona langt aftur í
tirnann. Það er nóg að fara svona
10-40 ár aftur í tímann. Það er inn-
þyggð ákveðin virðing fyrir prentuðu
^áii, sérstaklega því sem er í þeim
^niðium sem gefa sig út fyrir að vera
uPplýsingamiðlar. Viðhorfið til
þessara miðla liefur breyst mjög
mikið. Maður sér það t.d. á lestri
Karakterinn í lesendahópi DV
er mjög sérkennilegur. Það er
óvenjuleg breidd í pólitískri skoðun
1 lesendahópnum. Þarna er fólk úr
öllu pólitíska litrófinu sem kýs þetta
þlað sem fréttamiðil. Það er greini-
'egt að fólk lítur þetta blað öðrum
augum en fólk almennt leit press-
una fyrir 40-50 árum síðan þegar
hún var öll bundin mjög sterkt á
pólitískan klafa. Þá trúðu menn
sínu blaði og engu öðru. Ég held að
mönnum sé í dag enn hættara við
því að taka gamla prentmiðla hátíð-
lega en var.
Sp.: Munurinn á Þjóðólfi og ísa-
fold og nýrri blöðunum er kannski
sá að fólk er ekki lengur inni í þeim
pólitísku átökum sem áttu sér stað
þá og varar sig e.t.v. ekki eins á
hneigðinni í þeim. En núna taka
menn Þjóðviljann og Moggann með
þeim fyrirvörum sem þeirra póli-
tísku flokkum fylgja. Ef verið er að
nota þau sem sagnfræðilegar heim-
ildir þá er önnur notkun á nýrri
blöðum en eldri. Menn skoða af-
stöðu Þjóðviljans til ákveðins máls,
afstöðu Moggans til annars máls,
o.s.frv.
Guðjón: Ef því er t.d. haldið fram
í Þjóðviljaivim frá ’49 að Stefán
Jóhann hafi verið í tengslum við
CIA, þá taka menn því með fyrir-
vara.
Fréttaefni safnast upp.
Sjáum við skóginn
fyrir trjánum?
Óðinn: Ég hugsa að það sé eitt sem
verði sagnfræðingum framtíðarinn-
ar áhyggjuefni: Nú lifum við á öld
ljósvakamiðlanna sem fiytja frétta-
efni á öllum tímum, í innskotum
inni í dagskrám og í fréttatímum.
Svo hefur maður verið að skoða
hvernig varðveislunni er háttað á
þessu, hugsa þetta svolítió út frá
sjónarhóli sagnfræðingsins: Hvern-
ig verður að nota þetta í framtíðinni
við rannsóknir og í skrifum. Mér
sýnist að það geti orðið ansi erfitt
oft á tíðum, vægast sagt. Vissulega
er megninu af pistlum sem skrifaðir
eru stungið í plastpoka og það er
geymt í einhverjum hirslum og
merkt í tímaröð. Það er dálítið verk
að vinna sig í gegnum það. Varð-
veisla á tónböndunum er mjög svo
tilviljanakennd og ekkert fræðilegt
mat lagt á það hvað eigi að varð-
veita.
Guðjón: Það getur vel farið svo
að eftir kannski 300 ár verði 20. öld-
in jafn myrk fyrir þeim sem þá lifa
og 15. öldin er fyrir okkur.
Óðinn: Ég óttast það. Meira að
segja sjónvarpið hefur brugðist
þarna fullkomlega. Það held ég að
sé alveg ábyggilega hægt að segja.
Einar: Jú það er alveg klárt. Ég
þekki það af eigin raun. Það er
ótrúlegt að fikra sig i gegnum sumt
í filmusafni sjónvarpsins. Það vita
allir sem hafa unnið þar, að maður
nánast ber það varla við að leita þar
að gömlum myndum nema í undan-
tekningartilvikum.
Sp.: Hvað um fréttir, eru þær
geymdar?
Óðinn: Já, en hvernig á sagn-
fræðingurinn að leita? Handrit eru
oft geymd, en ég þekki fréttamenn,
SAGNIR 47